Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 14.07.1931, Page 3

Alþýðumaðurinn - 14.07.1931, Page 3
alÞýðumaðijrinn 3 ádeilu sína á; þau, að niðurboð söltunarlaunanna stríddi þvert á móti anda og tilgangi verklýðssam- takanna, bætti aðstöðu Söltunarfé- lagsins, sem atvinnurekanda, ekkert og gæti hæglega valdið kauplækk- un. Reynslan er nú þegar búin að fella dóm sinn að mestu í þessu máli. Verklýðssvikin, sem fólgin eru í niðurboði verkunarlaunanna, verða hvorkí varin af Söltunarfélag- inu eða öðrum. Niðurfœrslan er bein lœkkun á vinnulaunum verka- lýðsins, sem Söltunarfélagið mynd- ar. Prátt fyrir niðurboð Söltunar- félagsins, stendur það enn uppi skipalaust hér innra, þótt aðrir síldarsaltendur séu búnir að semja um verkun síldar af mörgum skip- um fyrir hœrra söltunargjald en Söltunarfélagið hefir ákveðið. Hvað hefir aðstaða Söltunarfélagsins batn- að við undirboðið? Það er vitan- legt að síldarsaltendur hér við fjörðinn undirbjuggu kauplækkun frá því sem var í fyrra, og báru fyrir sig undirboð Söltunarfélagsins, en kauplækkuninni varð afstýrt vegna þess að Jón Kristjánsson og Hailgrímur Jónsson vildu ekki vera með í þeim leik. Pessa menn eys nú Verkam, svívirðingum fyrir það að þeir afstýrðu þeirri kauplœkkun, sem Sölunarfélagið stofnaði til hjá verkalýðnum hér við fjörðinn. Pað eina nýtt, sem »Svarið« hefir því að flytja, er það, að Söltunarfélagið sé samþykt gerðum stjórnarinnar í þessu máli; hafi samþykt þær á fundi á Miðvikudaginn var. Alþýðu- manninum er nú spurn: Hvað gat félagið annað gert eins og málum var komið? Stjórnin hafði boðið niður söltunarlaunin án þess að spyrja félagið að. Að gera hana ómerka að þessu, þegar alt var orðið um seinan, bjargaði engu. — Mannfjöldinn og ífarlegu umræð- urnar á Sölfunarfélagsfundinum er næsta mikill skáldskapur. Eftir því, sem blaðinu hefir verið skýrt frá, mættu örfáar hræður á þessum fundi, og íiarlegar umræður voru þær, að Steinþór Ouðmundsson stóð þar í pontunni hátt á annan klukkutíma til að réttlæta og verja gerðir stjórnarinnar. Aðrar »um- ræður« voru engar. — Og »fund- urinn* viðurkennir »örðugleikana« sem »Söltunarfélaginu« eru gerðir með því að láta saltendur eina um að útvega sér skip. Undanfarih ár hefir félagið sjálft útvegað sér skip eins og síldarsaltendur hafa gert yfirleitt. Hvað er kosti félagsins þá þröngvað? Undanfarið hefir Síldareinkasalan ráðstafað þeim skipum, sem þess hafa óskað eða ekki verið búin að ákveða sig fyrir vissan tfma. Svo er enn. Söltun- arfélagið hefir ágætt söltunarpláss bæði hér og á Siglufirði. Hvers vegna getur félagið þá ekki bjarg- að sér eins og aðrir saltendur? Félagsstjórnin hefir ráðið stúlkur á Siglufirði fyrir taxta »Óskar«, — utanfélagsstúlkur auðvitað. Samkv. lögum Söltunarfélagsins fær félags- fólk kaup eflir því, hve rekstur fé- lagsins gengur vel. Félagsstjórnin hælir því, hve reksturinn s.l. ár hafi gengið vel; þá hafi verið greidd uppbót á gildandi taxtakaupi. Lækkun sú, sem félagsstjórnin nú hefir stofnað til á söltunarlaunun- um er nær 12 %. Utanfélags- stúlkunum á Siglufirði á að greiða hcerri taxta en í fyrra. Hvernig skyldi þá útkoman verða hjá fé- Iagsfólkinu? Sjálfsagt hefði Söltunarfélags- stjórninni verið sæmra að þegja, en að stöfna til frekari umræðna um þetta mál. Eftir því, sem það er rætt meira, upplýsist það betur og betur hvílíkt axarskaft hún hefir framið með niðurboði söltunarlaun- anna, hvernig svo sem Verkam. eys lygum og blekkingum yfir fólkið. — Kauplækkunln og kjáninn í verslnnarkolunni. Jón Guðmann, sem nú fyllir blað- snepil kommúnistanna hér, af per- sónulegum svívirðingum um þá menn, sem trúað hefir verið fyrir störfum í þágu verkalýðsins, segir í blaðsnepli sínum, að eg hafi »manna best stuðlað að þvf að kaupkúgunar tilraun síldarbraskar- anna hafi fengið byr undir báða vængi og er nú borin fram í kraft* þeirrar ákvöðrunar Síldareinkasöl- unnar, að söltun skuli gefin frjáls.« Til þess þarf alveg sérstakt graut- arhöfuð að finna það út, að kaup- lækkun þurfi að vera hjá verkafólki fyrir það þó skip, sem síld leggja upp hér við Eyjafjörð eða Siglufjörð, séu ekki neydd til þess af útflutn- ingsnefnd Síldareiknasölunnar, að leggja síldina upp einhversstaóar annarsstaðar en þau sjálf óska eftir. Samvinnufélag sjómanna lagðí upp síldina í fyrra hjá Sölfunarféiag- inu hér. Nú í sumar snýr það frá þessu sínu fyrra ráði, og flytur sig út á Tanga og saltar þar upp á eig- in spýtur. Menn með fullu viti geta nokk- urnveginn gert sér gein fyrir því, hvað það muni hafa áhrif á kaup fólksins hér í bæ þó Samvinnufélag sjómanna vilji frekar salta síldina sína sjálft, heldur en láta hana í hendurnar á Birni Grímssyni. í annan stað munu allir skynbærir menn sjá það, að ekki náði nokk- urri átt að skipa Samvinnufélagi sjó- manna að leggja upp síld sína hjá Söltunarfélaginu, fyrst það vildi hætta því og ekki síst þegar þess er gætt að, að nokkru leyti, eru sömu mennirnirí báðum félögunum; t. d. er einn og sami maður í stjórn beggja félaganna. Fyrst þessi mað- ur, sem bæði er í stjórn Samvinnu- fél. sjómanna og stjórn Söltunar- félagsins, gat ekki eða vildi ekki, sameina þessi tvö félög um söltun- ina, eða halda áfram, að leggja upp síld Samvinnufélagsins hjá Söltun- arfélaginu, gat vitanlega ekki komið til mála að Síldareiknasalan færi að grípa inn í heimilismál þessara tveggja félaga, sem telja má að standi á sama stofni. Annars er það nokkuð skoplegt þegar sleiki-pinna-holumangarinn þykist vera að tala málefnum verka- lýðsins hér í bæ. Maður sem kemst ekki út úr því að byggja hús yfir höfuðið á sér án þess að brjóta allverulega taxta Verkamannafélags Akureyrar með því að láta vinna að húsagerðinni undir taxta félags- ins. Slíkum manni er áreiðanlega

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.