Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 21. Júlí 1931. 39. tbl. Bylting. Það, sem skilur á milli Alþýðu- flokksins og þeirra, sem klufu sig út úr honum á s. I. hausti, er, hvort hægt sé að skapa byltingu samfara þróun og með umbótum, eða ekki. Klofningsmennirnir halda því fram, að verkalýðurinn — launa- þrælarnir — geti aðeins unnið frelsi f hatramlegri sókn gegn auðvalds- þjóðfélaginu, sem framin sé með sífeldum verkföllum — bæði stað- bundnum verkföllum og allsherjar- verkföllum; — að djúpið milli sfétt- anna vaxi ár frá ári og stéttahatrið magnist þar til alt brjótist út í log- andi bál, sem eyði öðrum hvorum aðilanna, en hinn standi sigrihrós- andi á ösku hins fallna. Komrnúnistarnir, sem í raun og veru eru hér á landi ekki réttnefnd- ir öðruvísi en œrslabelgir, álítá, að undir forustu þeirra muni verka- lýðurinn vinna sigur í þessu stríði, og að upp ur öskunni rísi svo skipulag kommúnismans, eins og það á að vera í Rússlandi, en er ekki orðið. Þeir álíta alla þing- starfsemi, eða umbætur þær, sem hægt myndi vera að fá með henni, kák og einskisvirði. — Þeir álíta þær jafnvel til skaða, því þær svæfi stéttartilfinninguna — þ. e. á komm- únistamáli stéttahatur — verka- lýðsins. Jafnaðarmenn aftur á móti vita það, að með umbótum er hægt að skapa byltingu; byltingu, sem er miklu betri og styrkari en skyndibyltingin, sem framin er með ofbeldi á skömmum tíma, af fá- mennum hópi ^hatursmanna. Jafn. aðarmenn vita þetta af því að sag- an sannar þetta; bæði saga er- lendra þjóða og íslensku þjóðar- innar. Með umbótum er hægt að gera verkalýðinn sjálfstæðann, en með sjálfstæðum verkalýð er aðeins hœgt að skapa þjóðfélag jafnaðar- stefnunnar. Starf jafnaðarmanna í nágranna- löndum vorum, t. d. Svíþjóð og Danmörku, hefir líka sannað þetta á fáum árum. Danski jafnaðar- mannaflokkurinn er best skipulagði og styrkasti alþýðuflokkur heims- ins, miðað við íbúatölu landsins. Nýlega varð flokkurinn 60 ára gam- all. Störf þessa flokks hafa altaí verið social-demokratisk- Hann hefir látlaust unnið á tveim vett- vöngum í einu: Á stjórnmálasvið- inu að lagaumbótum og sköpun nýrra laga, er þýddi byltingu; og á verkamálasviðinu, að eflingu verklýðssamtakanna, hækkun kaups, styttingu vinnutímansi öryggi við vinnu, sumarfrí o- s. frv. Og ef Einar Olgeirsson færi niður til Danmerkur og talaði þar við fél- agsbundna verkamenn, sem orðnir eru miðaldra, og þekkja því ástaeð- ur verkalýðsins þar í landi fyr og nú, þá myndi hann ekki hitta fyrir einn einasta, sem hallmælti starfi Alþýðuflokksins þar. Eg segi, ekki einn einasta verkamann, hinsvegar gæti hann áreiðanlega fengið mörg orð að heyra um »svik« danskra jafnaðarmanna við að tala við auð- vaidssmalana, sem aðallega skipa Kommúnistaflokk Danmerkur; tök- um t. d. Moltke greifason og fé- laga hans, sem öllu ráða í þessum auma flokki. Og rétt er að geta þess hér, sem raunar hefir áður verið getið í þessu blaði, í grein, sem tekin var úr aðal málgagni Al- þýðuflokksins, Alþýðublaðinu, að við hverjar kosningar hefir þessi NÝJA BIÓ Miövikudagskvöldk/. S»/» ÖRKIN HANS NÓA Heimsfræg hljóm- og talmynd í 11 þáttum. Aðalhlutv. leika: Do/ores CosteUo og öeorge O'Brien. »Kvikmyndin um regnboga kærleikans, sem nær frá Nóa- flóðinu fyrir 5000 árum til blóðflóðsins mikla, heimsstyrj- aldarinnarc flokkur skoöanabræðra Einars Ol- geirssonar fengið 10 þús. með- mælendur, en þegar talið hefir ver- ið á kjördegi fékk hann aldrei meira en 3—4lU þús. kjósendur. — Það var nefnilega íhaldið, auðvald- ið, atvinnurekendurnir — »böðlar verkalýðsins* —- er léðu þeim lið til þess að þeir gætu stilt upp lista sínum og sundrað þar með al- þýðuatkvæðunum, en á kjördegin- um léðu þeir þeim ekki lið, heldur kusu lista sinn — íhaldslistann. í 60 ár hefir danski Alþýðuflokk- urinn unnið að því að skapa bylt- ingu — og nú er hver einasti al- þýðumaður í verklýðsfélagi; aðeins flækingar og óreiðumenn standa utan við félögin. Verklýðsfélagarn- ir eru trygðir, trygðir gegn öllu — gegn atvinnuleysi, sjúkdómum, slys- um, elli og dauða. Verklýðsfélög- in sjálf hafa öfluga' atvinnuleysis- sjóði með styrk, og þau hafa líka dánarsjóði, sem kosta útför félags- manna. Auðvitað eru þessar trygg- ingar ekki fullkomnar enn, en með

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.