Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Side 1
HVÍI)ÍO CiAMU ALÞYDUMAÐURINN I. árg. Akureyri, þriðjudaginn 21 Júlí 1931. 40. tbl. Kaupdeilan. Fyrir átta árum síðan hóf eg starf- semi mína við síldarsöltun hér á Akureyri. Ýmsir vinnuveitendur litu þegar í byrjun óhýru auga til þessa at- vinnufyrirtækis og reyndu á ýmsan hátt að spilla fyrir því bæði utan lands og innan. Aftur á móti var það gleðiefni fyrir verkalýð þessa bæjar að fá nýtt söltunarfélag hér á Akureyrii og þannig aukna atvinnu, þar sem söltunin var aita? að minka hér inn- frá árin á undan og ýmsir voru farnir að hafa þá trú, að hvergi væri hægt að salta síld nema á Siglufirði. En árin liðu og altaf jókst sölt- unin hér á Akureyri og við Eyja- fjörð og nú er svo komið að salt- að er á flestum bryggjum og jafn- vel farið að byggja nýja bryggju til þessara afnota. Strax á fyrsta starfsári mínu var kaupið við síldarverkun hækkað frá því sem það hafði verið árið á und- an, í þeirri góðu trú að þetta nýja fyrirtæki greiddi það. Síðan hefir það altaf verið hækkað ár frá ári, altaf í trausti þess að eg héldi þann taxta sem verkalýðsfélögin hafa sett. Öll þessi ár hefir hver einasti verka- maður ðg kona fengið kaup sitt skilvíslega greitt, samkvæmt settum taxta og á nokkrum liðum hærra en gildandi taxti hefir ákveðið. Svo kemur árið 1931 og Verka- kvennafélagið Eining gefur út taxta sinn og enn er hækkun á ferðinni. En það einkennilega er að taxtinn er eingöngu hækkaður á sérstök- um verkunaraðferðum, t. d. fyrir að hausskera og slægja um 0,75 á tunnu og fyrir að hausskera og krydda um J,60 á tunnu. Nú var það öllum vitanlegt, sem nokkuð til þessara mála þekkja, að þessi sérverkun sem um ræðir hér að framan, og sem kauphækkunin kemur fram á, var undanfarið nær eingöngu framkvæmd á minni sölt- unarstöð t. d. síðasta ár 3400 tunn- ur hausskornar og slægðar og 2600 tunnur hausskornar og kryddaðar. Pað leit því þannig út að sérstak- lega væri verið að ráðast á mig með þessari hækkun; enn átti að reyna í mér þolrifin og vita hvort ég héldi ekki settan taxta. En þar sem svo freklega var að farið og ég vissi að þetta voru ráð kommúnista, sem í bráð- hafa náð yfirhönd í Verkakvennafélaginu, var eg strax ákveðinn í að fylgja ekki þessum taxta, en mundi aftur á móti hafa sætt mig við að greiða sama taxta og Verkakvennafélag Siglufjarðar hefir sett upp. Komm- únistar hafa því eins og fyr unnið félagmu hið mesta ógagn. Stuttu eftir að taxti Einingar var birtur, komu saltendur saman á fund til að ræðá um sín mál. Var þar samþykkt að færa verk- unargjaidið, sem tekið er af síldar- eigendum, niður um 0,25 aura á tunnu. í tilefni af þeirri lækkun var taxti Verk. Eining tekin til umræðu og sáu saltendur sér ekki fært að greiða hærri söltunarlaun nú en í fyrra. Var þá kosin nefnd til að leita samkomulags við V, Eining. —- Nefndin skrifaði stjórn félagsins bréf og óskaði eftir viðtali við hana. Stjórnin sinti þessu boði og komu báðir aðilar saman á fund. Nefndarmenn lýstu þar ósk- um saltenda og buðu félaginu að greiða sama taxta og í fyrra, og óskuðu eftir að stjórnin kállaði saman félagsfund til að ræða um þetta tilboð saltenda. Eftir nokkra daga tilkynnir for- maður Verkakvennafélagsins, Elísa- bet Eiríksdóttir, mér sem einum nefndarmanni, að félagið haldi fast við sinn taxta og muni halda hon- um fram til streitu. Engan fund hafði sljórnin kallað saman í fé- laginu. — Saitendur komu þá aftur saman á fund og samþykktu að auglýsa þann taxta sem birtur hefir verið í blöðunum hér, Pað skal tekið fram, að Haraldur Ounnlaugsson, framkvæmdastjórí Samvinnufélags Sjómanna, gaf leyfi til að láta setja nafn sitt undir þann taxta, en á síðustu stundu afíurkallaði hann það vegna þess, að meirihluti stjórnarinnar bannaði honum það. Þegar hér var komið málum, hótuðu kommúnistar vinnustöðv- un. — En síld kom í Hrísey, á Svalbarðseyri og Jötunheima, en ekkert bar á neinni vinnustöðvun. Hvers vegna? Vegna þess, að vinnustöðvuninni var beint að vissri söltunarstöð. Og að morgni þess 18. þ. m. var vinnustöðvunin framkvæmd á söltunarstöð minni, en hún mis- tókst algerlega. — Mun mörgum þykja það ærið óverðskuldað, þar sem vitanlegt er, að þessi stöð hefir um mörg undanfarin ár hald- ið uppi kaupi við þessa vinnu. Hverjar orsakir lágu til þessa? — Félag er hér í bænum, sem heitir Söltunarfélag Verkalýðsins. Fram- kvæmdastjóri þess og stofnandi er Steinþór Guðmundsson. í fyrra saltaði félagið af skipum Samvinnufélaga Sjómanna á ísafirði og Akureyri. En nú í ár fundu

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.