Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.07.1931, Blaðsíða 2
2 ALÍ>ÝÐUMAÐtJRINN félög þessi upp á því að salta sína síld sjálf, og tapaði Sölt- unarfélagið þannig skipunum, og gat ekki fengið önnur í staðinn til að leggja upp hér á Akureyri. Fólkið sem þarna hafði unnið, um 100 manns, stóð því uppi atvinnu- Iaust. — Þegar ég fyrir nokkrum dögum spurði Steinþór Guðmundsson um, hvort félagið væri engin skip búið að fá, svaraði hann því neitandi og sagði að fólkið mundi ekki hafa aðra atvinnu í sumar en að stöðva vinnuna hjá okkur. Mjög skynsamlega mælt afment- uðum manni. Hér var í svo mikið óefni kom- ið fyrir Steinþóri, að grípa varð til örþrifaráða, og vinnustöðvunin var framkvæmd nær eingöngu af með- limum Söltunarfélags Verkalýðsins, ekki til að hœkka kaupið, heldur til að ná skipunum frá minni söltun- arstöð handa Söltunarfélaginu. Það var ráðist á mína söltunarstöð af því að hún hafði mestan og best- an skipakost allra saltenda við Eyjafjörð. Ábyrgðin af því, að alt þetta fólk stendur uppi atvinnulaust, hvílir á herðum Steinþórs Guð- mundssonar, þar sem hann bar ei gæfu til að sameina Sjómannafélag- ið hér og Söltunarfélag Verkalýðs- ins' sem þó virtist vera sjálfsagt þar sem bæði félögin eru mikið til mynduð af sömu mönnum. Annars er einkennileg framkoma þeirra manna, sem alt af eru að kvarta um atvinnuleysi í blaði sínu, þegar einmitt þessir sömu menn finna upp á því að stöðva þá litlu atvinnu. sem verkalýðurinn getur átt von á, þegar loks hún kemur. í síðasta tbl' Verkam. skrifar Steinþúr Guðmundsson um taxt- ann, og heldur því fram að við saltendur höfum brotið þann taxta, sem settur var í fyrra. Þetta eru blekkingar og ekkert annað. Hann heldur því fram að taxtinn hafi á- kveðið kr. 2,00 fyrir að magadraga og salta. Þetta er ekki satt. Taxt- inn ákvað kr. 2,00 fyrir að maga- draga og krydda, en eins og allir vita, er alt af greitt hærra fyrir kryddun en söltun síldar. Ennfremur segir hann að taxtinn hafi ákveðið kr. 3.00 fyrir að haus- skera og slægja. Þetta er heldur ekki rétt. Taxtinn ákvað kr. 3.00 fyrir að hausskera, sporðskera og slægja, og hvaða verkakona er það, sem vill taka að sér að skera sporðinn af síldinni fyrir jafn vel 0,25 á tunnu? Þær sem hafa fram- kvæmt þetta, vita að það er !ang versta verkið af öllum verkunarað- ferðunum. Nú verður verkalýður þessa bæj- ar að átta sig á, hvort hann í fram- tíðinni ætlar að láta þá menn hafa forgöngu í málum sínum, sem vinna að því að eyðileggja atvinn- una fyrir honum, eða hina, sem vilja stilla í hóf og stuðla að því, að heilbrigt atvinnulíf þróist í bæn- um. — Akureyri, 20. Júlí 1931. lón Kristjánsson. Alþingi. Alþingi var sett 15. þ.m. eins og til stóð. Allir þingmenn mættir. Forsetar voru kosnir þeir sömu og í fyrra. Stjórnarflokkurinn hefir meirihluta í Nd. en 7 í Ed. á móti 6 ihaldsmönnum og einum jafnað- armanni. Andstæðingar stjórnar- innar hafa þar því neitunarvald. — 69 mál var búið að leggja fyrir þingið á Laugardaginn var. Þar á meðal frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, frá öllum íhaldsfull- trúunum í Ed., þar er svo ákveðið, að flokkarnir fái alt af þingmanna- tölu í samræmi við atkvæðatölu, er þeir fá við almennar kosningar, hvernig svo sem kosningarnar eru framkvæmdar eða kjördæmaskipun háttað. Aftur hefir forsætisráðherra lagt fyrir þingið þingsálytunartillögu um að kjósa 5 manna nefnd til að athuga kjördæmaskipunarmálið. — Búist er við löngu þingi. Stjórnar- myndun hefir gengið erfiðlega til þessa. — {*ann 19. þ. m. lést að heimili sínu hér í bæ, Gránufélagsgötu 19, min elskaða móðir, Friðrika. Jónsdóttir, frá Engimyri. Jarð- arförin ákveðin síðan. Akureyri 20. Júlí 1931. Jónasína í>orsteinsdóttir» Vinum og vandamönnum tilkynn- ist, að sonur okkar Hermann León- harð, andáðist 19. þ. m. eftir 4. vikna legu. Jarðarförin er ákveðin n. k. Laug- ardag 25. Júlí og hefst með hús- kveðju frá heimili okkar Geislagötu 37 kl. 1 e. h. Benedikta Sigvaldadóltir. Stefán Guðjónsson. Frá Spáni. Úrslit kosninganna til þings- ins á Spáni, sýna, að lýðveld- issinnar og jafnaðarmenn hafa unn- ið glæsilegan sigur, en konungs- sinnar gertapað. Af 50 héruðunv er úrslit kosninganna hafa verið birt úr, unnu lýðveldissinnar og jafnaðarmenn 49, en konungssinnar aðeins 1, og allstaðar va? um geysi- stóran meiri hluta að ræða. Bráðabyrgðastjórnin hefir lagt fyrir hið nýkósna þing róttækar breytingar á stjórnarfyrirkomulaginu og yfirleitt öðrum aðal þjóðfélags- málum. Er frumvarp hennar mjög sniðið eftir þýskum fyrirmyndum,. og á stjórnarfyrirkomulagið að verða eins og það er frjálslegast í lýðræð- islöndum. Nokkuð kennir þar á- hrifa frá jafnaðarmönnum. T. d. er eitt stærsta atriðið í landbúnaðar- málum, það, að stórar jarðeignir skulu teknar og þeim skift niður í minni jarðeignir, svo að sem t'lestir geti fengið jörð að yrkja. Ríki og kirkja skulu aðskilin. Skólaskylda barna skal upptekin, og sé kenslan ókeypis. Karlar og konur hafa jafnrétti á öllum sviðum og kosn- ingarréttur rúmur. Svo er að sjá sem kaþólska kirkjan þori ekki að rísa gegn nýju stjórninni, og ekki er þess getið að Páfinn í Róma- borg láti sér .þessi mál nokkru skifta. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.