Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 04.08.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 04.08.1931, Side 1
ALÞÝDUMAÐURINN I. árg. Akureyri, I3riö,judaginn 4. Ágúst 1931. 42. ibl. Ógæfuliðiö. (Niðurl.) í fyrri hluta þessarar greinar var aðallega dvalið við þá hlið þessa máls, sem snýr að kommúnistun- um sjálfum. Margur myndi nú ekki telja það mikinn skaða, þó nokkrir æfintýra- gjarnir menn eða konur yrðu sér til vanvirðu fyrir axarsköft í verk- lýðsmálum. Pað væri aðeins til að kenna verkalýðnum að ætla fótum sínum forráð. Rétt er þetta að sumu leyti. — Verkalýðurinn lærir nokkuð á þessu, en starfskraftar þeir, sem kommún- istarriir hafa yfir að ráða, fara þó altaf forgörðum, en þeim mætti beina í þarfir alþýðu, ef alt væ>i með feldu. Að hinu leytinu verða engir aðrir en kommúnistarnir sjálfir sakaðir um þá regin hneisu, sem þeir hafa hlotið í augum alþjóðar, og sem nú er orðin svo augljós öllum lýð, að hjá því getur ekki farið, að orðið »kommúnisti« sé búið að fá sömu þýðingu í með- vitund þjóðarinnar og orðið »fífl« hafði áður og hefir enn. En nú kemur hin alvarlesa hlið þessa máls■ Það atriðið, sem ís- ienskur verkalýður má ekki lengur láta afskiftalaust, heldur taka ákveð- ið og rösklega í taumana- í baráttunni fyrir rétti sínum og velferð hefir alþýðan skapað sér vopn, sem hún beitir eins og við á. Pessi vopn eru mismunandi og þeim verður að beita með fylstu forsjálni, svo þau ekki snúist í höndum verkalýðsins — gegn honum sjálfum. Með skipulagsbundnu starfi er íslenskur verkalýður búinn að vinna að því upp undir 20 ár, að afla sér þessara vopna og endurbæta þau. — Par sem kommúnistarnir hafa bolmagn til þess, reyna þeir á alla lund að eyðileggja þessi vopn verkalýðsins. Frá öndverðu hefir Alþýðuflokk- urinn lagt mikið starf í að aía þá sjálfsögðu og nauðsynlegu kend meðal íslensks verkalýðs, að hann einn hafi rétt til að ákvéða verðlag á vinnu sinni. Með hóflega vax- andi kröfum og eflingu alþýðusam- takanna í landinu er svo langt komið, að andstæðingarnir hafa í seinni tíð ekki treyst sér til að ganga gegn þessu vopni. — Þeir hafa lagt niður vopnin, sem við, sém staðið höfum í baráttunni frá öndverðu, urðum svo oft að fást við á árum áður. Par, sem kommúnistarnir -ráða, eru þeir búnir að eyðileggja þetta vopn í höndum verkalýðsins. Dæmin eru nærtæk. Kommúnistar hafa ráðið og ráða í verkakvennafélaginu »Ósk« á Siglufirði og >Eining« á Akureyri. í fyrra gáfu félögin út samhíjóða kauptaxta. Nokkrir fiskverkendur hér á Akureyri mölduðu í móinn gegn taxtanum — Tveir stærstu fiskverkendurnir viðurkenndu hann þegar. Stjórn »Einingar« gekk strax frá taxtanum, án nokkurar baráttu og án þess að bera það undir félagið. Pá voru atvinnuá- stæðurnar þó svo, að atvinnurek- endurnir toguðust á um vinnuaflið, og því leikur einn að vinna í kaup- streytumáli, ef til þess hefði komíð, sem auðvitað hefði ekki orðið, eins og atvinnuástæðurnar voru þá. — Bæði félögin gáfu út taxta yfir síldarverkun. Síldarsaltendur viður- kenndu hann strax. En á miðju NÝJA BIÓ Mið vikudagsk völd kl. 8 >/j Lsyndardómur Sargassofiafsins. Stórkostlega viðburðarík tal- og hljómmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Virginia Valli Noah Beery JasonRobards Er hér um að ræða sérstak- lega tilkomumikla mynd, sem er heimsíræg fyrir góðan út- búnað, glæstan leik og stór- brotið efni. sumri rís stjórn »Óskar« á Siglu- firði upp og gengur frá sfnum eigin taxta — hækkar hann mikið — þvert ofan í gefna yfirlýsingu um að taxtinn, er félagið gaf út í fyrravor, gilti yfir sumarið. í vor gáfu félögin út taxta, sem þau vissu fyrirfram, að ekki mundi öðíasf raunverulegt gildi. Atvinnurekend-- ur tóku ekkert tillit til þessara taxta, frekar en þeir væru ekki til. Fyrir heimskulegt athæfi komrnún- istanna í þessum félögum, er ekki einungis búið að eyðileggja alt áíit félaganna og alla virðingu fyrir þeim, heldur er búið að glata þeim sjálfsagðasta rétti verkalýðsins að ákveða sjálfur verð á vinnu sinni. Hvernig heldur norðlenskur verkalýður að iiti út á veftvangi verklýðsmálanna, ef kommöhístaf

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.