Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 11.08.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.08.1931, Blaðsíða 1
 I. árg. Akureyri, Þriöjudaginn 11 Ágúst 1931. 43. tbl. Frá Alþingi. Fjárlögin eru komin i gegn um Nd. og voru afgreidd þannig, að tekjur voru áætlaðar röskar 11 milj. króna og gjöldin 20 þús. kr. lægri. Jafnaðarmennirnir og tveir íhalds- menn greiddu atkvæði á móti frum- varpinu. Auðvitað eru allar verk- légar framkvæmdir skornar við nögl sér, þótt ofurlítil hækkun fengist á framlögum þeiira í Nd. Engar eldhúsumræður fóru fram að þessu sínni. »Alþ.m « spurði einn jafnað- armanninn í Nd, hverju þetta sætti ög fékk það svar, að eins og stæði, sæti bráðabirgðastjórn, sem minsta sök ætti á ástandi.nu eins og það væri. Peir seku væru gengnir ur stjórninni, og þeir (jafnaðarm ) hefðu enga löngun til að tala yfir lík- kistum. — Einars-legt lýðræði. (Aðsent). í 53. tbl. bolsivika-blaðsins blrtist grein um úrslit kosninganna. í grein þessari er sá aragrúi af rangfærsl- um og blekkingum að undrun sætir, jafn vel þótt það sé tekið með í reikninginn: að fyrsta boðorð bolsi- vika er, eins og Jesúítanna foiðum: tilgangurinn helgar meðalið. í grein þessari er sagt, að hið núverandi kosningafyrirkomulag hér sé óhæft, þar sem það sé langt frá öllu lýöræði, er þetta auðvitað rétt, og það voru blöð Alþyðuflokksins -og stefnuskrá bans, er opnuðu augu Einars Olgeirssonar, er hann 'Sat á skólabekkjunum í Reykjavík. En þessu fylgir dálíiið skrítin og um leið harla ósvífin klausa í bolsivika- málgagninu. — P"ar stendur þetta: » . . . þetta þingræði, sem bygt er á svona kosningarétti, álíta Social- Demokratarnir að sé eina leiðin fyr- ir socialismann að sigra. Þessa þingræðisleið, sem gerir atkvæði verkamanna, er aðhylJast socialism- ann, annað hvort að engu eða ein- ungis fjórðungsígildi á við Fram- sóknarmenn, eða minna — slíka leið prédika þeir um að sé eina leið verkaiyðsins til frelsisU* Aðeins í örgustu íhaldsblöðum getur að lfta bardagaaðferð sem þessa. Allir menn, sem komnir eru til vits og ára vita, að á stefnuskrá Alþýðuflokksins hefir staðið frá því 1916, að hann var stofnaður, gj'ðr- breyting kjördœmaskipunarinnar, landið eitt kjördœmi, og að þetta stendur enn á stefnuskrá flokksins. Það vita og allir, að um þessa kröfu alþyðusamtakanna, breytingu kjör- dæmaskipunarinnar, var barist í nylokinni kosningabaráttu. Jafnaðar- menn börðust fyrir því, að kjör- dæmaskipuninni yrði breytt á þann veg, að landið yrði gert að nokkr- um stórum kjördæmum. F"að var sú leið, sem gaf von um eridurbæt- ur nú af því að Sjálfstæðisflokkur- inn var með því. — Sú breyting, hefði hún náð fram að ganga, hefði orðið til þess, að skapa Alþýðu- flokknum, hinum eina sanna lýð- rœðisflokki, aðstöðu á Alþingi til að berjast styrkari en áður fyrir þeirri kröfu, að landið yrði gert að einu kfördœtni alt Þánnig ér málið vaxið. Alþyðu- flokkurinn hefir aldreí haldið því frárh, að verkalýðurinn gæti unnið *Lesendur veröa að fyrirgefa mál- ið. Klausan er tekin orðrétt ur mál- gagni Einars Olgeirssonar. R - NÝJA BIO Miðvikudagskvöld kl. S'/s Fyrsta fiðla. Pýsk tal-, hljóm og söngva- mynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Orethel Brent — Lucie Englis — llsé Nash — Werner Futtérer. Fullyrða má, að »FYRSTA FIÐLA* verður öllum ó- gleymanleg, sem horfa og hiústa á hana. sér frelsi í auðvaldsþjóðfélaginu meðan kjördæmaskípunin er eins og hún er — en þess vegna berst hann, talsmenn hans og blöð hans, fyrir því áð fá ranglætið afnumið, en réttlæti og lyðræði komi í stað- inn. — Það er vítavert, að menn, sem geta átt það á hættu að einhverjir' taki mark á þeim, skulí notk slíka firn og blekkingu í málsókn sinni sem bolsivikaforingjarnir gerá. En skyringin liggur í því, að Einár 01- geirsson er strákur, sem trúir þeirri úrkynjunarkenhingu, að tilgangurirn heígi meðalið — og að hinir nán- ustu starfsbræður hans hafa haft það að atvinnu að snuða menn. En bolsivikar eiga sem minst að tala um lýðræði. Þeir fyrirlíta það hugtak, þeir trua því og kenna það, aö - barist - skuli íyrir bláðugri skyndibyltingu — en alþyðusamtök- in trúa' því og kenna það, að rétt; lœtið Higri að síðustu — ekki með blóðfórnum, heidur með frœðslu — mentun- Öreigi. /

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.