Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 18.08.1931, Page 1

Alþýðumaðurinn - 18.08.1931, Page 1
I. árg. 45. tbl. Akureyri, Þriðjudaginn 18 Ágúst 1931. NÝJA BIÓ Frá Alþingi. Á Föstudagskvöldið var útvarp- að umræðum um framlegning verð- tollsins í neðri deild. Höfðu jafn- aðarmenn óskað eftir að umræðum þessum yrði úivarpað. Ríkissijórn- in vildi fá verðtollinn framlengdan um tvö ár, en fékk íhaldið ekki til að ganga lengra en það að fram- lengingin væri aðeins um eitt ár. En einhverju mun Framsókn hafa þurft að lofa á móti, því mikið var um makk milli hennar og íhalds- ins meðan verið var að koma mál- inu gegnum e- d. en þar hafði í- haldið aðstöðu tii að fella það með Jóni Baldvinssyni Haraldur Quðmundsson. hafði orð fyrir jafnaðarmönnum og lýsti því skýrt og ákveðið hve íhöldin bæði höguðu sér svívirðilega í tolla- og skattamálum- Um stefnu íhalds- ins væri aldrei að villast. Hún hefði verið og væri sú, að leggja alla skatta á fátækara hluta þjóðarinnar og hlífa efna mönnunum við rétt- látri þátttöku í því að bera uppi þjóðfélagið. Framsókn hefði á flokks- þingi sínu s. I. vor sett lækkun ó- beinna skatta og hækkun beinna skatta á stefnuskrá sína og gleið- letrað þetta mjög í blöðum sínum. Nú hlypi hún frá öllu saman og féllist í faðma við íhaldið gegn al- þýðu. Tyggvi Pórhallsson hafði orð fyr- ir Framsókn, Játaði hann að fram- lenging ve>ðtollsins væri ekki í samræmi við kosningastefnuskrá Framsóknar. En fanst annars ó- þarfi fyrir alþýðu að mögla, þó þessum lítilræðis böggli — röskum tveim milliónum — væri snarað eitt ár enn yfir á bak alþýðu. Að öðru feyti gekk hann ekkert inn á kjarna málsins, ástandið í landinu, en eyddi mestum tíma sínum til að brígsla jafnaðarmönnum um að þeir hefðu verið með framlegning verðtollsins, eða látið hann afskiftalausan, 1928. Svaraði Haraldur því, að þá hefði átt, samkvæmt loforði Framsóknar, að nota verðtollinn til að gera ým- iskonar hagsbætur fyrir hinar vinn- andi stjettir í iandinu, en sem Fram- sókn hefði að mestu leyti svikist um að gera. Nú sýndu fjárlögin, sem gerðu ráð fyrir algerðum niður- skurði nýrra verklegra framkvæmda í landinu, hver stefnan væri, sú, að skattleggja alþýðu sem mest, en gera aftur á móti ekkert til að létta afkomu hennar nú í fjárhags- vandræðunum og atvinnukreppunni. Létu jafnaðarmenn Framsókn ekki gabba sig nema einu sinni. Frá hálfu Ihaldsins töluðu Magn- ús Guðmundsson og Magnúsjóns- son guðfræðisprófessor. Voru ræð- ur þeirra ekkert annað en lofsöng- ur til Framsóknar fyrir að hafa gengið inn á stefnu íhaldsins í skatta- og tollmálunum. — Varð guðfræðisprófessorinn sérstaklega hátíðiegur þegar hann var að lýsa þeirra göfugu stefnu í fjár- og við- skiftamálum, að taka lamb fátæka mannsins til slátrunar, svo að hægt væri að hlífa sauðum hins ríka. Pað, sem mest og best einkendi þessar umræður, Var það, hve for- sæíisráðherra varaðist nákvæmlega að ganga inn á tollamálin, en fjas- aði um alt og ekkert, aðeins til að láta sýnast. Verðtollurinn var samþyktur í nd. með 19 atkv. gegn 2, án nafnakalls, og er orðinn að iögum. Önnur umr. fjárlaganna í ed. er búin. í nd. hafði forsætisráðherra fengið samþ. heimild fyrir ríkis- stjórnina til að draga 25%" af ósamningsbundnum útgjöldum rík- Miðvikudagskvöld kl. 8'/1 Sönpur Oræfanna. (The Desert Song). Söngmynd í 8 þáltum. Aðalhlutverkin leika: John Boles og Carlotta King. Fessi söngmynd hefir að geyma eullfallegar n yndir frá umhverfi eyéimerkurinnar Sahara, spenn- andi efni og afburða góðan söng, sérstaklega í aðalhlutverkinu, er JOHN BOLES leikur, en hann er e>nn af ágætustu söngmönn- mönnum Ameríkumanna. issjóðs, ef auðsætt þætti að tekjur myndu ekki hrökkva fyrir útgjöld- um. Þýddi það sama sem niður- felling V4 af verklegum framkvæmd- um ofan á alt annað. Ed. feldi þessa heimild úr gildi, með 7 atkv. gegn 7. 3/a umr. fjárlaganna í ed. er ákveðin á morgun, og er þá búist við þingslitum fljótlega úr því. Fullkomið samkomulag virðist vera komið á milli Framsóknar og íhaldsins um að drepa niður allar verklegar framkvæmdir og allar til- lögur um ráðstafanir vegna atvinnu- kreppunnar. Aftur hefir þingið sam- þykt töluvert af bitlingum handa vildarvinum flokkanna og styðj- endum. Stjórnin er ófædd enn.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.