Alþýðumaðurinn - 25.08.1931, Blaðsíða 1
ÝÐUMAÐORINN
I. árg.
Akureyri, f'riðjudaginn 25. Ágúst 1931.
46. tbl.
ríkisstiórnarinnar.
Eins og getið hefír verið um
hér í blaðinu, ætlar ríkisstjórnin og
flokkur hennar að slíta svq þessu
þingi, að ekkert verður gert til að
varna því, að til vandræða dragi
hjá almenningi vegna atyinnuleys-
isins, sem óhjákvæmilega er fram-
undan.
En ríkisstjórnin er ekki sofandiá
öllum sviðum, og kemur dugnaður
hennar fram í hinum fáránlegustu
athöfnum. *
Pegar verklýðsfélögin, norðan-
lands og vestan, sáu í fyrra að
hverju fór með atvinnuleysí verka-
lýðs og fjárkreppu, hófu þau sam-
tök um það, að draga úr áfengis-
kaupum almennings, með því að
varna flutningi áfengisins frá Reykja-
vík til útsölustaðanna á ísafirði.
Siglufirði og Akureyri. í tilefni af
þessu lögðu verkamannafélögin á
þessum stöðum afgreiðslubann á
þau skip, sem flyttu áfengi til þess-
ara staða. Eftir að þetta hafði verið
gert, tók fyrir vínflutning til þess-
ara staða. Afgreiðslur flutningaskip.
anna tóku ekki áfengi til flutnings
til þeirra staða, er bannið var gild-
andi fyrir-
í sambandi við staðfestingu á
nýrri bæjarreglugerð fyrir ísafjarðar-
kaupstað, var samið um þessi mál
milli ríkisstjórnarinnar og ísfirðinga.
Er ekki flutt þangað nema Vs af
áfengi móts við það sem var, að
meðallali, þrjú s. I. ár, og áfeng-
isverslunin þar er ekki opin nema
suma daga vikunnar.
Siglufjörður og Akureyri hafa
ekki samið, enda virðist ríkisstjórn-
in ekki vera á þeim hosum.
í sumar hefir bílfæri verið gott
milli Rvíkur og Akureyrar. Fólkið
notar sér þetta vel. Pað hefir, sér
til hressingar og skemtunar, farið
um Iandið og skoðað fegurð þess
og dásemdir íslenskrar náttúru.
Sfjórn áfengisverslunar ríkisins,
sjálfsagt í samráði við áfengissal-
ann hér, hefir nú tekið upp flutn-
inga á áfengi Iandleiðina, þegar
skipin ekki vildu flytja ófagnaðinn.
Bílar frá bifreiðastöð Akureyrar
hafa nú undanfarið staðið í þess-
um flutningum og halda því senni-
lega áfram, meðan færi leyfir.
Petta munu vera fyrstu vöruflutn-
ingarnir, sem eiga sér stað þessa
leið og væri fróðlegt að vita hvort rík-
isstjórnin myndi nokkurn tíma hafa
tekið þá upp, ef um nauðsynja-
vöru hefði verið að ræða. Og dýrir
þykja þeir, því fiaskan af áfenginu,
sem svona er hingað komin, kvað
vera seld 50 aurum hærra, en venju-
legt verð er, til þess að standast
Jienna aukakostnað. Hvar heimild
er fyrir þessari verðhækkun veit
enginn.
Hversu nauðsynlegir þessir áfeng-
isflutningar eru, sést best þegar
ástand atvinnuveganna og fjárhags-
afkoma fólksins er athugað. Skyldi
hlutur hásetanna á síldarskipunum
verða þeim of drjúgur í búi, þó
hann fari ekki fyrir áfengi? Reynsla
undanfarinna ára er sú, að sorglega
mikið af honum hefir farið í áfeng-
isverslunina. Myndi verkamönnun-
um og bændnm ekki meiri þörf á
að ríkisvaldið gerði eitthvað til
hagsbóta almenningi, en að statfa
að því að lokka út úr áfengissjúk-
um og hugsunarlitlum mönnum
þeirra síðasta pening fyrir áfengi?
Vissulega!
En ríkisstjórnin er nú svona und-
arlega gerð. Samtímis . sem hana
skortir vilja og mátt til að koma í
framkvæmd einu hagsmunamáli al-
mennings, á hún 10 rað og nægi-
legt framkvæmdaþrek til að vinna
almenningi ógagn.
Og vinir hennar og stuðnings-
menn styðja hana altaf, þegar vond
verk eru á ferðinni.
Að minsta kosti mun sprúttsal-
inn hér aldrei hafa verið eins
ánægður með stjórnina og nú.
Hljómurinn af skildingum háset-
anna mun þegar vera farinn að
skemta eyrum hans. Og auravonin
til viðbótar við þær 20 þúsundir,
sem hann kvað hafa haft í ágóða
af sprúttsölunni undanfarin ár, mun
ekki blanda galli í bikarinn.
En ef fólkið tæki nú upp á þeim
óvanda, að setja viðskiftabann á
áfengissöluna og bifreiðastöðina,
sem áfengið flyfur? Hvernig færi
þá um þessa þjóðþrifaráðstöfun og
hver væri þá gróði hjálparenglanna?
Pað getur alt komið fyrir á þess-
um síðustu og verstu tímum.
Verkamaður.
Varfærni útvarpsíns.
í*að þarf ekki að saka ríkisút-
varpið um það, að það geri athuga-
semdir við framíerði æðstu valda
rikisins, eða deili á þau. Á þetta
að vera svo kallað hlutleysi í frá-
sögn.
Á fyrra sunnudag sendi fréttaritari
útvarpsins hér, Halldór Friðjónsson,
útvaipinu stutt fréttaskeyti. í því
var, meðal annars, þessi klausa.
»Nokkrum tíðindum þ^kir það
sæta, og mælist illa fyrir hjá mörg-
um, að áfengisverslun ríkisins flytur
hingað um þessar mundir áiengi á
bílum frá Reykjavík. Þykir, sem