Alþýðumaðurinn - 25.08.1931, Blaðsíða 1
DRINN
I. árg.
Akureyri, Þriðjudaginn 25 Ágúst 1931.
47. tbl.
Frá Alþingi.
Þau tíðindi hafa gjörst síðan síð-
asta blað kom út, að ný ríkisstjórn
er í heiroinn borin. Var það á
Föstudaginn' var að forseti lýsti
stjórnarmynduninni í báðum deildum.
Tryggvi Pórhallsson er forsætis- og
atvinnumálaráðherra, Jónas jónsson
dóms-, kenslu- og kirkjumálaráð-
herra og Ásgeir Ásgeirsson fjár-
málaráðherra.
Umræður urðu um þessa stjórnar-
myndun í báðum deildum. Tóku
andstöðuflokkar hennar fremur
kuldalega á móti henni. Formaður
Alþýðuflokksins lysti því yfir, að
flokkurinn væri í beinni andstöðu
við hana, og formaður íhaldsflokks-
ins lýsti því yfir, að hann og flokk-
ur hans liti á stjórnina sem minní-
hlutastjórn, þar sem flokkurinn, er
styddi hana, hefði ekki meiri hluta
kjósenda á bak við sig. Annars
kvað íhaldið vera harðánægt með
fjármálaráðherrann og flogið heíir
fyrir að Ásgeir sé valinn fyrir
þess tilstilli. —
Getið hefir verið hér í blaðinu
átakanna, sem urðu í þinginu út af
framlengingu vei'ðtollsins. Lögðust
jafnaðarmenn á" móti, en íhaldið
bjargaði málinu gegnum efri deild,
þar sem Framsókn skorti afl til að
koma því í gegn af eigin ram-
leik. Samþykt Landsreikninganna
fyrir [929 og fjáraukalög fyrir 1930
var annað örðugasta mál Framsókn-
ar. Ætlaði íhaldið í Ed. að fella
hvorutveggja fyrir stjórninni, en þá
gerði )ón Baldvinsson því þann
grikk að sitja hjá ^við atkvæða-
greiðsluna. Kvað hann réttmætt,
að fyrst íhaldið hefði haft ánægju
af því aö hjálpa Framsók með fram-
•^engingu verðlollsins gegnum deild-
ina, þá yrði það af gleðinni yfir
að fella þessi mál fyrir stjórninni.
Tóbakseinkasalan hefir verið sam-
þykt; einnig breyting á lögum um
verkamannabústaði. He'unild fyrir
ríkisstjórnina að fella niður Y* verk-
legra frarakvæmda, sem gert erráð
fyrir á fjárlögum, ef þröng verður í
ríkisbúiau, var feld í ed. Sú breyt-
ing hefir verið gerð á Síldai'einka-
sölulögunum, að aðalfundur Síldar-
einkasolunnar ár Jivert kys 4 menn
í útflutningsnefnd, en atvinnumála-
ráðherra skipar 1, en aðalfund skulu
sitja 14 fulitrúar. 7 kosnir af út-
gerðarmönnum og 7 kosnir af Al-
þyðuflokknum, úr hópi sjómanna: 2
sunnan — 2 vestan — 2 norðan —¦
og einn austanlands.
Þinginu var slitið í gær, en þing-
frcttir verða sagðar áfram næstu
kvöld.
í gær kaus þingið í útflutnings-
nefnd Síldareinkasölunnar, fyrir þann
tíma, sem eftir er þar til nýju lögin
koma í gildi, þá Böðvar Bjarkan,
Björn Líndal og Einar á Eyrarlandi.
ii ver
Oóðir félagar og samherjar!
Aldrei fyr hefir verið jafn nauð-
synlegt fyrir verkamenn á Akureyri,
að efla Verkamannafélag Akureyrar
til öruggrar sóknar og varnar gegn
atvinnuleysi og kauplækkun. Aldrei
fyr hefir verið jafn brýn nauðsyn
til að verkamenn hlutuðust til um
rekstur atvinnutækjanna og um
verklegar framkvæmdir kaupstaðar-
ins, tit þess að draga úr hinni yfir-
fallandi fjárkreppu. Aldrei fyr hefir
jafn mikið riðið á, að allir verka-
menn á Akureyri væru samhentir
um, að fylgja fram með gætni og
NYJA BIO
Miðvikudagskvöld kl. S1/'
„Blái
engillinn".
Pýsk hljóm-, tal- og söng-
mynd í 10 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Emil Jannings og
Marlene Dietrich.
»Blái engillinn* er verðlauna-
mynd ársins 1931 og besta
myndin, sem hér hefir sést
um lengri fíma.
Ný mynd!
Fimtudagskvöld kl. 8xj^
Útlagar.
Heimsfræg söngmynd.
fyrirhyggiu, en þó með einurð og
festu, hverskonar tillögum, sem til
bjargráða miða.
Bjargráðin verðum við verkamenn
sjálHr að finna. Ræða þau á fé-
lagsfundum, og beita sfðan krafti
þeim, sem góður félagsskapur get-
ur skapað, til að hrinda því til
framkværnda, sem að vel athuguðu
máli þykir líklegt til bóta,
Við getum búist við, að þurfa
að togast á við íhaldssama at-
vinnurekendur og þröngsýna og
afturhaldssama bæjarfulltrúa. Það
r .