Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 01.09.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 01.09.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Pétur Sigurðsson, söngstjóri og tónskáld á Sauðár. króki, er nýlega látinn. Pétur var hinn mætasti maður í hvívetna og þegar o ðinn kunnur fyrir tónsmíð- ar sínar og söigstarf. Hann stóð framarlega í verklýðshreifingunni á Sauðárkróki. Var róttækur jafnaðar- maður, en stilti þó ætíð vel í hóf. Hefir verklýðsfélagið á Sauðárkróki orðið fyrir ærnum missi á einu ári, að sjá þeim á bak báðum, Þorvaldi heitnum Porvaidssyni og Pétri. því yfir, að hún er reiðubúin að tala viö yður um möguleika til aðstoöar við félag yðar til þess að fá taxta félagsins viðurkendan af atvinnurek- endum þessa bæjar. Vér erum því reiðubúnir til þess aö haida fund með yður um þessi mál kl. 6V2 f kvöld á heimili Erlings Friðjónsson- ar, eða síðar, ef þér óskið þess frekar*. Viröingarfyllst, Akureyri 29. Mai 1931 í stjórn Verkamannafél. Akureyrar. Erlingur Friðjónsson, formaður. Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldkeri. Fundur sá, sem talað er um í of- anskráðu bréfi var haldinn, og stjórn »Etningar« boðin aðstoð, ef hún undirbyggi málið, og geröi stjórn Verkamannafélagsins fastlega ráð fyrir því að stjórn »Einingar« myndi koma aítur til viðtals við sig um kaupgjaldsmálin, en svo varö þó ekki. í*arf í rauninni engan að undra þó sá óþverra blaðsnepill, sem Jón Guðmann er aðalmaðurinn við, og Einar Olgeirsson er ábyrgðarmaður að, fari meö jafn rakalaus ósannindi eins og þau, sem hér hafa veriö hrakin, því það er vitanlegt um báða þessa kumpána, að þeir eru feður að nafnlausum níðgreinum, sem birt- ar eru í Verkamanninum og Verk- lyðsblaðinu um bestu menn verk- lýðshreifingarinnar hér á landi, svo sem Jón Baldvinsson, Héðin Valdi- marsson, Ólaf Eriðriksson, Finn Jónsson, Guðmund Skarphéðinsson jog fleiri. „Rauða-planið”. Hefír hallinn á »Rauða-planinu« orðið 30 þúsund krónur? Nyjar upplýsingar í »Verkamann- inum« benda til þess. í fyrra sumar, meðan Einar OI- geirsson hafði aðsetur á Siglufirði, rak hann söltun þar fyrir hönd Síldareinkasölunnar. Var þessi sölt- unarstöð alment kölluð »Rauða- planið* því það þótti eiga vel við um þann fyrsta atvinnurekstur, sem Einar stóð fyrir hér um slóðir, að honum yrði líkt við kenningar þeirra íkommúnistanna til aðgrein- ingar frá öðrum. Einar hafði safnað saman liði sínu víða um .landið, til þess að vinna á þessaii söltunarstöð, og lét hann það uppi við samherja sína að vinnubrögðin á söltunarstöðinni ættu að vera til fyrirmyndar, og til þess að sýna að síldarsattendur tækju meira af sjómönnunum fyrir söltun sildarinnar en ástæða væri til. Þessi tilraun Einars til þess að gera síldarverkunina ódýrari en hún er hjá saltendum tókst þó ekki betur en svo, að eftir því sem end- urskoðendur Einkasölureikninganna skýra frá í athugasemdum sínum með reikningunum, varð um 11 þás. hróna halli á rekstri stöðvarinnar hjá Einari, þó reiknuð væru hæðstu verkunarlaun fyrir það af síld, $em þarna á >rauða planinu« var saltað og sérverkað. Nú hefir þó »Verka- maðurinn* 71. tbl- skýrt frá því að á ýmsri síldarverkun sé alt að 2 kr. gróði á hverri tunnu fyrir síld- arverkendur. Telur hann þessar þrjár verkun- araðferðir sem mestur gróði sé á fyrir saltendurna: Að hreinsa slor og tálkn kr. 2,00 hreinn gróði. Að hausskera og slægja kr. 1,45. Að hreinsa kr. 1,60. Mikill hluti þess, sem verkað var á >rauða planinu* var verkað með þeim aðferðum, sem hér eru nefndar, og er því sennilegt að af þeirri sfldarverkun, sem fram fór undir handleiðslu Einars, hefði átt að verða um 20 þús. kr. hagur, ef rekstur hans á síldarsöltun hefði gengið áh'ka og hjá öðrum saltendum- En reynslan varð allmikið önnur hjá vesaiings Einari. EUefu þúsund króna tap segja endurskoðendur Einkasölureikning- anna. Ef ganga mætti út frá að útreikn- ingur Verkam. um hagnað saltenda sé á rökum byggður, mun útkoman hjá Einari hafa orðið um 30 þús- kr. lakari en hjá öðrum saltendum, sem söltuðu álíka mikið og með Iíkum verkunaraðferðum og hann. Pað eru köld örlög fyrir vesal- ings E. O. að vera ábyrgðarmaður að því blaði, sem kemur því upp um hann að það hafi orðið 30 þús. kr. raunverulegur halli á söltunar- stöðinni hans á Siglufirði, miðað við aðrar söltunarstöðvar. Pessari stöð, sem átti að verða öðrum til fyrirmyndar í ódýrum rekstri. Úr bæ og bygð. Erling Krogh, norskur söngvari, er kominn til Reykjavíkur og syng- ur þar. Hann er talinn besti söng- maður Norðmanna um þessar mundir. Þingfréttum Útvarpsins var lokift á Laugardagskvöldið. Hefir fátt nýtilegt verið að segja af þinginu, enda ekki batnað í meðferðinni. Síðustu Föstudagsnótt var brot- ist jnn í sölubúð Friðbjarnar Niels- sonar á Siglufirði og stoliö þar um 1500 krónum. Nýlega er látin Þorgerður Guð- mundsdóttir ekkja að Kffsá í Krækl- ingahlíð, 102 ára gömul. SL Laugardagskv. var búið aft verka 204,494 tn. af síld á öilu landinu. Þar af voru 97,451 tunna saltsíld og 106,996 tunntrr sérverk- aðar. Einnig 46 tunnur af smásfld. Maður féll nýlega út af vélskipinu »Þingey« og druknaði. Hann hét Ragnar Jóhannsson frá Liflu Brekku f Arnameshreppi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.