Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 08.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.09.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðum að urinn Hérmeð tilkynnist, að 1. þ. m. andaðist að heimili sínu hér í bæn' um Jón Jónsson frá Bœndagerði. — Jarðaiförin er ákveðin Mánu* daginn 14. Sept. n. k. og hefst með húskveðju á heimilinu, Oddeyrar- götu 10, kl. 1 e. h. Að henni lokinni verður líkið flutt til greftrunar að Lögmannshlíð sama dag. A ðstandendurnír. eyrar, sem hér hefir verið nefnd. — Þegar er orðinn svo tilfinnanlegur vatnssktírtur víða í bænum að ekki verður lengur hjá því komist að auka vatnsveituna með því að leggja nýja vatnsæð alla leið frá neðstu þró og niður í bæ. Meiri hluti vatnsveitunefndar hefir séð nauðsynina á þessu hvoru- tveggju, bæði því, að treysta ekki lengur á það, að rörin í botni Glerár bili ekki, og hinu, að vatnið verði aukið í vatnsveitunni svo að vatnsnotendur hafi nægilegt af því. .1 ' * Seint í Júní s.l. knúðu þeir Erl- ingur Friðjónsson og Tómas Björns- son fram samþykt í vatnsveitu- nefndinni um að lögð yrði ný vatnsæð frá neðstu þró vatnsveit- Unnar og niður í bæinn. Aúðfuhdið var strax að Jónarnir í nefndinni, Sveinsson og Guðlaugs- son, voru á móti þessu, þótt þeir et:ki vildu felia tillögu hinna. Þegar mál þetta kom fyrir bæjar- sljórn, var því vísað til fjárhags- neíndgr til umsagnar um það, hvort bærinn gæti greitt vatnsveitunni fé, sem hún á hjá honum, og nem- ur 50 þús. krónum. Fjárhagsnefnd kemst að þeirri niðurstöðu, ad bærinn geti ekki greitt vatnsveitunni neitt af því sem hún á hjá honum, og leggur til að ekkert verði gert við vaínsveituna. Á sama tíma sem fjárhagsnefnd sér ekki útvegi til þess að bærinn greiði vatnsveitunni nokkuð af því fé, sem hún á hjá honum, eru tveir launahæstu starfsmenn bæjar- ins að byggja yfir sig hús, með aðstoð bœjarins. Þessir starfsmenn bæjarins hafa 4—ö-fold laun á móti því sem verkamenn, sumir hverjir, hafa nú í árstekjur. En samt lætur bærinn það sitja fyrir, að hjálpa þessum sínum dýrustu starfsmönnum, og •bindur með því svo getu sína, að fjárhagsnefnd telur meirihluta bæj- arstjórnar trú um það, að bærinn geti ekki endurgreitt vatnsveitunni 10-20 þús. af fé hennar, svo hún geti framkvæmt verk, sem enga bið þolir; og um ieið aukið at- vinnu í bænum. Þeirri hugsun verður alls ekki varist, - að það sé meir viljaleysi fjárhagsnefndar að kenna, en að ekki sé hægt að útvega fé til um- ræddrar stækkunar á vatnsveitu bæjarins. í nefndinni sitja eingöngu viljalausir og áhugalausir menn, sem hvorki sjá hina brýnu þörf á aukinni atvinnu í bænum, eða skynja nauðsyn þess að bæjarbú- um sé trygt nægilegt vatn til af- nota. — (Framh) Bæjarmál. Á tveimur síðustu bæjarsljórnar- fundum hafa verið eftirtektarverð mál til meðferðar. Fjárhagsnefnd, sem er nægilega afí- urhaldssöm til að falla i kram aftur- haldsins hér í bæ, lagði það til í sparnaðarskyni, að ekki yrði höfð nein kvölddeild við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar næsta vetur. Á þessari sparsemi hagnast bærinn um 600 til 900 krónur. En eins og kunnugt er, eru það aðallega þeir unglingar, sem sækja kvölddeildina, sem ekki geta efnanna vegna "feótt skólann að deginum til. Eru bundn- ir við störf eða eru að sæta þeirri vinnu, sem hægt er að fá, til þess að hafa ofan af fyrir sér. Ö l bæjarstjórnin var með þessu, nema Erlingur Friðjónsson, sem mót- mælti þessum nánasarhætti fjárhags- nefndarinnar, og sýndi fram á það ranglæti, sem fátæku mentafólki væri sýnt með því að útiloka það frá skólanum. Annað málið, sem áslæða er til að veita eftirtekt, er vatnsveitumálið. Meiri hluti vatnsveitunefndar flutti þá tillögu, að byrjað væri á lagningu nýrrar vatnsæðar hér ofan við bæinn, en vildi ekki fara lengra á þessu hausti en upp ur.dir Glerána. þóttist hún vera með þessu að auka atvinnu í bænum. Erlingur Friðjónsson sýndi fram á, hversu aulalegt það væri, að vinna þetta nauðsynjaverk aðeins að litlu leyti, og þaniiig að það gæti ekki komið að neinu gagni fyrir vatns- noíendur, sem daglega liðu skort á vatni. — Hélt hann því fram, að verkið ætti að vinna að fullu á þessu hausti. — Með því eina móti gæti að því orðið mikil atvinnuaukning fyrir verkamenn, en ekki með því ómerkilega káki, sem meiri hluti vatnsveitunefndar vildi hafa á verkinu. Kom fram tillaga um, að vafnsæð- in yrði þegar lögð alla leið upp að neðstu þró, ef gjaldfrestur fengist á efni til verksins. Voru á fundinum gefnar upplýsing- ar um að hægt myndi að fá alt að 9 mánaða gjaldtrest á efninu, en samt var feld með yfirgnæfandi meiri hluta tillaga um að gera á þessu hausti annað en þetta ómerkiíega kák og gagnlausa verk. Aðeins tveir menn í bæjarstjórninni, þeir Erlingur Friðjónsson og Tómas Björnsson, lögðu það til að verkið yrði unnið að fullu á þessu hausti. Einkennileg deila er risin upp í Verslunarskólanum syðra. Sk vor var Jóni Sívettsen sagt upp skólastjóra- stöðunni. í haust var svo Vilhj. Þ, Gíslason magister ráðmn skólastjóri og hús þeirra Thorsbræðra keypt handa skólanum. En 1. þ.m. auglýsir Jón Sívertsen, að hann haldi áfram Versl- unarskóla íslands í sama húsi og skólinn áður hefir starfað f — með sömu kennurum og sömu nemendum og í fyrra. Hafi skólanefnd skort heimild til að segja sér upp skóla- stjórastöðnnni og skeyti hann upp- sögninni engu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.