Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 12.09.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 12.09.1931, Side 1
ALÞYÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Laugardaginn 12 Sept. 1931. 50. tbl. Skemda síldin. Á að velta skaðanum af skemdu síldinni yfir á Einkasöluna. Hjá nokkrum saitendum hér norðanlands hefir síldin skemst af sólsuðu, og er mælt að allmikið beri á þessari skemd hjá tveimur út- flutningsnefndarmönnunum. Hafði útflutningsnefndin skipað svo fyrir, að hér við fjörðinn skyldi þessi sólsoðna síld vera sorteruð burt úr síldinni, en þegar það kom í ljós, að allmikið bar á sóísuð- unni hjá vissum mönnum, var alt í einu hætt að sortera síldina, eða, eftir því sem mælt er, sortering- unni slegið á frest fyrst um sinn. Þessí ráðstöfun, að hætía sorter- ingunni, eða að slá henni á frest, virðist all einkennileg, eða jafnvel grunsamleg, og þessvegna munu hafa risið upp allháar raddir um það, að saltendurnir, sem síldin hefir skemst hjá, eigi ekki að faka afleiðingunum af skemdunum, heldur eigi að velta þeim yfir á Einkasöluna í heild. í vor var gerð samþykt um það í útflutningsnefnd Síldareinkasöl- unnar, að síldareigendur bæru á- byrgð á síld þeirri, sem þeir veiddu og létu salta, þar til hún værí af- hent Einkasölnnni. Var af þeim ástæðum söltunin gefin frjáls, að því leyti að skipin sjálf eða síldareigendur réðu því að mestu hjá hvaða saltanda þeir lögðu síld sína upp til verkunar. í sambandi við söltunina hlut- aðist Einkasalan ekki tjl um annað en það, að leyfa ekki meiri söltun á hverri síldarstöð, en það, sem telja mátti að vel væri hægt að annast verkun á- Með þessu hafði útflutnings- nefndin lagt hreinan grundvöll að þvf, að þó síld skemdist í höndum saltenda, þá náði það mál ekki til Einkasölunnar, heldur var það sfld- arverkandinn, sem bar ábyrgð á því gagnvart síldareigandanum, að síldin kæmist óskemd gegnum hendur hans til Einkasölunnar. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt það, að síldareigendur eru engan veginn eins vandir að þeirri síld, sem þeir vilja láta salta, eins og þyrfti að vera, til þess að hún gæti orðið góð vara, og meðferð saltenda var misjafnlega góð á síldinni, og enganveginn eins góð og vera þyrfti til þess að hún væri óskemd, þegar til útflutnings kæmi á henni. Sú ráðstöfun útflutningsnefndar, að láta síldareigendur bera ábyrgð á síldinni þar til hún var afhent Einkasölunni til útflutnings, var því gerð til þess að síldareigendur og saltendur, sem bæði voru vand- ir að því að salta ekki nema góða síld og vönduðu verkun hennar, nytu þess fytlilega, en hinir, sem vanræktu þetta, yrðu að bera hall- an af því, ef sí'.din reyndist ekki góð vara þegar til útflutnings kom á henni. Hafi nú útflutningsnefndin horfið frá samþyktinni frá í vor, lítur út fyrir að hún hafi ekki þolað að horfa framan í virkileikann, þegar það kemur í ljós, að sumum salt- endum hefir mistekist að halda síld- inni frá skemdum. Er slíku vart trúandi, enda mjög illa farið, ef svo skyldi vera. Fyllilega má gera ráð fyrir því, að þeir sfldarsaltendur, sem komið hafa síldinni óskemdri yfir heitu dagana í sumar, hafi lagt fram ali- mikið meiri vinnu og fyrirhöfn til þess að varna því að hún skemd- ist af sólsuðu, en hinir, sem síldin hefir soðnað hjá, og eigi því fylli- lega að njóta þess, að síldin er ó- skemd, bæði á þann hátt, að þeirra vinna sé virt meira af Einkasölunni en hinna, sem ekki hafa varið síld- ina skemdum, og eins að skaðan- um af skemd síldarinnar sé ekki velt yfir á þá síld, sem þeir hafa skilað sem góðri vöru til Einkasöl- unnar. — Það verður að teljast- sem eitt af aðalhlutverkum Einkasölunnar, að stuðla að vöruvöndun eftir martti. — Ef þeir síldarverkendur, eða síldareigendur, sem vöru sína vanda, eru settir við sama borð og hinir, sem það gera ekki, er vonlaust um að síld okkar verði nokkurntíma sú vara, sem hún þarf að verða til þess að ná nokkru áliti meðal neytenda. Það er enn svo, að þar sem síld okkar ísléndinga er seld í smásölu utanlands, að síldarseljandinn telur sig þurfa að leggja mikið á hana auk venjulegs verslunarhagnaðar, td þess að vega upp á móti því, sem úr síldinni gengur vegna skemda. Síldin verður því óeðli- lega dýr fyrir neytendur, saman- borið við aðrar hliðstæðar vörur, og veldur það, meðal annars, því, hversu erfiðlega gengur að stand- ast samkeppnina, sem annarsstaðar frá vinnur að því að ýta íslensku síldinni út af þeim markaði, sem hún hefir haft, eða vinna henni nýan markað. Vöndun á gæðum síldarinnar frá fyrstu hendi, og öll meðferð hennar, sem viðráðanleg er, er því eitt af aðalskilyrðum fyrir því, að sæmilega gangi með sölu hennar á útlendum markaði.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.