Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.09.1931, Blaðsíða 2
9 alÞýðum aðurinn Ekki verður betur séð, en að það sé misráðið, að sortera ekki þá síld, sem skemst hefir. Fram að þessu hefir verið góður síldarafli. Hefði vel mált veiða síld í stað þeirrar sem ónýt varð, og á þann hátt fá góða vöru fyrir ónýta, sam- hliða því, sem við það myndaðist atvinna fyrir sjómenn og verkafólk í landi, við veiði og verkun nýrrar síldar. Sennilega mætti nota þær tunnur, sem koma utan af skemdu síldinni undir nýja síld, í stað þess að láta þær liggja ónotaðar til næsta árs, ef þær þá verða nothæf- ar eflir svo langa geymslu. E. F Gripið á málum. Síðan >Alþýðumaðurinn« ræddi síðasí við kommúnistana hér á staðnum, hefir »Verkamaðurinn« gert nokkrar íilraunir til að krafsa í bakkann fyrir þá. Verður hér á eftir gripið á nokkrum þessum at- riðum, sem »Verkam.« kepiur inn á. I. Áður stærðu kommúnistar sig af því, að þeir berðust fyrir kaup- hækkun, en eftir hrakfarir þeirra í þeim málum, eru þeir þó farnir að skammast sín ofurlítið; og bera það nú fyrir sig, að þeir hafi með þessu verið að framkvæma sam- þykt, sem gerð var á sfðasta þingi Alþýðuflokksins, og hneig í þá átt, að Alþ.fl. starfaði að því að sam- ræma og hækka kaup verkalýðsins í landinu. Aliir sjá nú hversu lík- legt það er, að kommúnistar starfi að því að framkvæma samþykktir Alþýðuflokksins. Fiokkur, (komm- únistaflokkurinn) sem hefir það at- riði ofarlega á stefnuskrá sinni, að vinna af alefii gegn Alþýðuflokkn- um, og í reyndinni hefir ekkert annað gert, en að reyna að fram- kvæma þetta aleina stefnuskrárat- riði sitt!! — Alt má nú segja! Um samþykt Alþýðufl.þingsins er það að segja, að hún ræðir aðal- lega um það, að samræma kaup verkaiýðsins á hinum ýmsu stöð- um á landinu, og hækka það, þar sem það er lœgst. Eftir svona skynsamlegri leið gátu kommúnist- arnir ekki farið Nei, á þeim ból- aði ekkert, þar sem kaupið var lœgst, en þar sem það var hœst á landinu lögðu þeir að. Hinir gætnari menn verklýðshreyfingarinnar reikn- uðu rétt út ástandið og útiitið í landinu. Peir ákváðu að halda því, sem hæst var fengið — og tókst það. Kommúnistarnir höfðu skömm af sínum aðgerðum, og þeir skaða, er þeir þóttust vera að vinna fyrir, eins og auðvitað var. Annars er sannleikurinn í þessu máli þessi: — Kommúnistarnir gátu ekki fylgt hinum gætnari mönnum verkalýðsins, af því þeir fóru skyn- samlegar leiðir. Þeir þurftu því að finna eitthvað upp, sem væri sér- stætt fyrir þá — og lentu þá auð- vitað á gagnstæðu skynseminnar — vitleysunni, Því fór sem fór — og ekki nema von að hrak- bálkaliðið reyni að gera eitthvað ti! að hylja vansæmd sína og lodd- araleik í þessum málum. II. Eins og sjá má af grein í Verka- manninum fyrir stuttu síðan, er nú svo komið, að kommúnistarnir eru farnir að. fyrirverða sig fyrir svik sín við innbæjarfólkið, sem á sum- aratvinnu sína undir dugnaði og forsjálni stjórnar Söltunarfélags verkalýðsins. Hlaut svo að fara, þó þeir, sem þar hafa hlaðið flest- um syndum á bak sér, reiði ekki samviskuna í þverpokum. Eitt af örðugustu viðfangsefnum alþýðuhreyfingarinnar hér í landi, var það, að vinna bug á því valdi, sem sérstakir atvinnurekendur beittu verkafólkið, með því að ógna því rneð atvinnumissi, ef það léti ekki að vilja þeirra í stjórnmálum. All- an timann, frá því alþýðusamtökin hófust, hafa þau verið að kveða niður þenna draug svívirðingarinn- ar, og hefir víða vel á unnist, enda er almenningsálitið orðið það nú, að það þykir hinn mesti svívirð- ingarblettur að nota sér aðstöðu, sem atvinnurekandi, til, að þröngva verkafólki sfnu til þreyta öðru- vísi í opinberum málum en sam- viska þess býður. En ekki voru þeir kommúnistarnir fyr búnir að afla sér yfirráða í Söltunarfélagi verkalýðsins,. en þeir tóru að beita vakii sínu eins og svívirði- legustu atvinnurekendur. Það er enginn leyndardómur, að bæði í sambandi við átökin um yfirráðin í Verkamannafélaginu s. I. vetur og kosningarnar í vor, var því óspart haldið að innbæjaríólkinu, að at- vinna þess hjá Söltunarfélaginu væri undir því komin, að það gerði að vilja kommúnistanna í þessum kosningum. Munu orð Björns Grímssonar í þessa átt ekki vera liðin úr minni ýmissa innbæjar- manna ennþá. En svívirðingarnar hjá Birni voru ekki fullkomnaðar með þetta. Við kosningarnar í vor lofaði hann, fyrir munn Einars Olgeirssonar og fylgi- liðs hans, að 12—15 þúsund tunn- ur skyldi Sölíunarfélagið, minstr salta á innri hafnarbryggjunni í sumar, ef Einar yrði margminnur á kjördegi. Kommúnistarnir eru ósparir að lofa. Um efndirnar hugsa þeir minna. Á því hefir innbæjarfólkið fengið að kenna. Stjórn Söltunar- félagsins svaf þar til í ótíma. Síðan rak hver skyssan aðra. Svo langt komst hún út á braut óhappaverk- anna, að Söltunarfélagsfólkið má þakka íhaldinu í bæjarstjórninni það, að það var ekki rúið inn að skyríunni með glannalegum kaup- um á síld, sem vafalaust hefðu skaðað félagið um 6—7 þús, kr. hefði stjórnin fengið að ráða. — Björn Grímsson iofaði 12—15 þús. tunna söltun. Fólkið fékk svik í staðinn. Um 80 manns hefir verið að mestu atvinnulaust í sumar, segir »Verkam.« síðast. Það er Söltunarfélagsfólkið. Innri hafnar- bryggjan hefir staðið auð í sumar, — annað besta söltunarpláss hér í bænum. Stjórn Söltunarfélagsins hefir haldið henni fyrir þeim salt- anda, sem að nokkru hefir bætt úr atvinnuleysinu í innbænum, en hefir orðið að búa við erfiðasta söltunarplássið f bænum. Og nú má Söltunarfélagsfólkið borga leigu

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.