Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.09.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 15.09.1931, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐD I. árg. Akureyri, í’riðjudaginn 15. Sept. 1931. 51. tbl. Atvinnuliætur. Akureyrarbær verður að láta vinna. Þó að hér hafi verið drepið á mál, sem óhjákvæmilega þarf að framkvæma sem allra fyrst, þar sem er endurbót vatnsveitu bæjar- ins, þá eru ýmsar aðrar verklegar framkvæmdir, sem engu að síður krefjast skjótrar úrlausnar. Allir þeir, sem ekki eru orðnir sam- dauna fjöruóþverranum sunnan við Strandgötuna hér, hljóta að hafa megna óbeit á öllum þeim óþverra, sem þar safnast saman, bæði sem ■rekald úr sjónum, og þangað flutt víðsvegar að úr bænum. Á svæð- inu milli Torfunesbryggjunnar og hinnar svonefndu Havsteensbryggju eru öll skólpræsi úr útbænum leidd til sjávar, Víða ná skólpræsin ekki nema spölkorn fram í fjörur.a, og er þá með fjöru allangur vegur fram til sjávar frá opi skólpræsanna. Qefur þá að líta framundan hverju skólp- ræsi haug af því sem oorist hefur fram í gegn um ræsin frá vatns- salernum og skólprennum húsanna, sem að þeim liggja. Úr þessum haugum dreyfir sjórinn meðan á flóði stepdur og flytur að sjálf- sögðu nokkurn hluta þess upp í fjöruna, þar sem það þornar upp. Ekki er það ósjaldan, að börn leiki sér í þessari óþverrafjöru. — Þó verið sé að aftra þeim frá slíku, er ekki eftirlit með þeim nægilegt til þess að þau, oft og einatt, geti ekki lent í fjörunni, þar sem ö'.lum þeim óþverra ægir saman, sem felst til, bæði frá skólpræsum bæj- arins og úr sjónum. Þó ekki væru aðrar ástæður fyrir því að uppfylling yrði gerð á fjörunum sunnan við Strandgötuna — en þær, sem verið hafa nefndar — þá eru þær ástæður svo knýj- andi, að ekki verður undan þeim komist. Og hefir dráttur á því orðið óheyrilega langur, að þetta verk yrði unnið. En nú eru aðrar knýjandi ástæður fyrir. Verkamennirnir hér í bæ hafa gengið dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman atvinnulausir í sumar. Þessir menn þurfa að fá eitthvað að vinna til þess að geta framfleytt heimili sínu. Þegar svo ber við, verður bærinn að láta vinna þau verk, sem hægt er að framkvæma og leggja trassa- háttinn á hilluna. Uppfylling sú, er geró yrði sunn- an við Sírandgötuna, ætti að vera með grjótkanti að sunnan, sjávar- tnegin. — Qrjótið er það efni, sem er æ- varandi, og reynslan búin sýna það, að vel hlaðnir grjótkantar á upp- fyllingum, sem að sjó vita hér við höfnina, standa óendanlega, Grjót er yfirdrifið í klöppunum hér rélt ofan við bæinn, og mætti fara að sprengja það nú þegar, og aka því svo þegar snjóa færi að gera að vetrinum, og uppfyllingar- efni er nægilegt í brekkunum hér fyrir ofan, sem vinna mætti að vetrinum og aka á sama hátt og grjótinu, ef haganlegra þætti, en að því yrði ekið á bifreiðum. Þó ekki væri tekið til uppfylling- ar nema svæðið frá uppfyllingar- kantinum í bótinni og niður að Havsteensbryggjunni, myndi það verða allgóð vetrarvinna í eina tvo vetur, því uppfyllingin ætti að vera nokkuð breið. Þeim sjómönnum, sem altaf eru á einlægum hrakningi með báta msm nýja bió m Þribjudagskvöld kl. 8'/2: Þú ert mér kær. Þýzk tal-, söng- og hljómmynd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkin leika hinir ágætu söngvarar: Mady Christians og Walter Jankuhnen. Mynd þessi er tekin með hin- um svonefnda *KlangfiIm*- útbúnaði, sem mikið orð fer af. — Er söngurinn í henni fram- úrskarandi góður og taiið mjög skýrt. Myndin er glæsi- lega leikin og hrífandi fögur að efni, og má fullyrða, að betri mynd hefir eigi sést hér.. sína vegna þrengsla við bryggjurn- ar hér, myndi þykja vænt um að fá uppfyllingu meðfram Strandgöt- unni á iöngum parti, þar sem þeir gætu bundið báta sína. — Enda myndi lítið kosta að byggja stuttar bryggjur suður frá uppfyllingu þeirri, sem gerð yrði, þar sem smá- bátar gætu athafnað sig. Það er ekki vansalaust fyrir bæj- arstjórn Akuieyrar, hversu illa að búið er að þeim sjómönnum hér í bæ, sem daglega afla í soðið handa bæjarbúum, þegar eilthvað er úr sjó að hafa. Eftir því sem fleiri bryggjur eru bygðar hér við höfn- ina, eru bátar þessara manna meir útilokaðir frá því að hafa aðstöðu á landi, því stærri skipin hrekja þá frá bryggjunum, en bryggjurnar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.