Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.09.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall föður okkar, Jóns Jónatanssonar fyrrum pósts, og heiðr- uðu útför hans með nærverusinni eða á annan hátt. Börnin. hann úr glasi — kaupi mjólkina í glasatnli. Fyrir nokkru sagöi kaupmaður einn mér þessa sögu, sem gerðist seint á stríðsárunum: Kaupm. pantaði vörur frá Kaupmannahöfn. Innkaupsverðið var 1000 krónur. Eftir 6 vikna flæking og aliskonar kostnað fékk hann vör- urnar, og þegar hann var búinn aö setja á þær venjulegt útsöluverð, var vöruslattinn kominn upp i tæpar 3000 krónur, Þelta var nú eitt af því versta, sem þektist á striðsárunum, og við skulum gera ráð fyrir að framleiðandi varanna, (þær voru framleiddar i Dan- mörku) hafi ekki fengið nema 2/s hluta þess verð, sem þær kostuðu í Kaup- mannahöfn, þá er útkoman þó ekki teljandi verri, en á mjólkinni, sem framleidd er svo sem hálftíma bíl- keyrslu frá Akureyri. Eitthvað hlýtur nú að vera meira en liíið bogið við þelta. Er þess að vænta, að forstöðumenn Mjólkursamlagsins skýri málið, svo hið sanna og rétta komi i Ijós. Mjólkurvinur. „Tíða koma Hallgerði hitllngar". »Verkam.< 22. þ. m. ritar af sinni vanalegu glöggskygni um atvinnu- málin. Farast blaðinu svo orð: »Akureyrskur verkalýður, sem sér fram á mikla neyð á komandi vetri, eftir tekjurírt sumar, hlýtur að gera þá kröfu til stjórnarvaldanna í bæn- um, að þau sjái henni fyrir vinnu, þegar skjólstæðingar þeirra, atvinnu- rekendurnir, hafa svikist um það*. Nú viia það allir, að allir stærri atvinnurekendur í Akureyrarbæ hafa á þessu sumri veitt jafnmikla at- vinnu og áður, og sumir meiri, nema Söltunarfélag verkalýðsins. Til stjórnar þessa atvinnufyrirtækis hlýtur því »Verkam.« að beina þess- um orðum. Eina atvinnurekandans hér í bæ, sem í gegn um Björn Grímsson, lofaði bæjarbúum minst 50—60 þús. króna atvinnu í sum- ar, en hefir svo »svikist« um það. Víða koma Hallgerði bitlingar, þegar »Verkam.« er farinn aðsnopp- unga vesalings Björn og aðra sam- herja hans fyrir svikin við verka- lýðinn. a■ b. c. Vínveitingarnar á Hótel Borg. Reykvíkingar eru ekki skildir við dómsmáiaráðuneytið og vínveitingarn- ar á Hótel Borg. Á Mánudagskvöld- ið voru haldnir tveir borgarafundir í Reykjavik um málið. Sóttu þá um þúsund manns. Samþyktar voru — svo að segja mótatkvæðalaust — áskoranir á ríkisstjómina um að af- neraa breytinguna á vínsölutímanum, segja upp Spánarsamnignum og fi. — Enginn mælti stjórninni bót á fund- unum. Atvinnubótamálin í bœjarstjórn. Tillögnr þær, sem Verkamannafélag- ið gerði i atvinnubótamálunum á fundi sínum á Sunnudaginn var, og birtar voru í síðasta blaði. komu fyrir bæj- arstjórnarfund á Þriðjudaginn. Var tiilögunum öllura vísað til atvinnu- bótanefndar og fjárhagsnefndar í sam- einingu. Einnig bar Karl Magnússon fram nokkrar viðbótatill. frá kommún- istasellunni hér, sem látnar voru fara sömu leið. Þar á meðal var sú till., að bærinn sjái um að þeir verkamenn, sem ekki fái stöðuga aívinnubótavinnu, >séu lausir við allar greiðslur á skött- um til bæjar og ríkis<!!! KauphöIIin í London var opnuð á Miðvikudagsmorguninn. Sama og engin verðlækkun átti sér stað. Utdráttur úr dagskrá ríkisútvarpsins 27/9—S9/í 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl. 19.30 Veðurfregnir — 21 Veðurspá og fréttir. Sunnudaginn 27. Sept.: Kl. 10 Prestvígla í Dómkirkjnnní — 20,15 Erindi, Guðm. Friðjónss- — 20,50 Samleikur. — 20,55 Óákveðið. — 21,25 Danslög. Mánudaginn 28. Sept.: Kl. 20,30 Alþýðulög, f>. G., K. M.^ f>. Á. og E. Th. — 20,50 Grammof.hlj., — 21,25 Grammof.hlj., Priðjudaginn 29. Sept.: Kl. 20,30 Hljóml., E. Th. — 20,50 og 21,25 Grammof.hlj, Svo er áætlað, eftir skýrslumc" söfnuðum þar um, að konur í Bandaríkjunum í Norður-Amerík» beri á á sig 16 þúsund smálestir af andlitsfarða yfir árið, 2 þús. smá- lestir af varafegurðarlitum, og noti svo 8 þús. smálestir af fegurðar- vainasöltum til að ná þessu draslr af sér aftur. Hvað alt þetta kostar mikið fé fylgir ekki sögunni, en það mun vera blessaður skildingur Stokkhólmsborg hefir tekið 30 miljóna kr. lán til að standast út- gjöld, er stafa af kreppunni. Eftir áætlun sambands verklýðs- félaganna í Bandaríkjunum í Norð- ur-Ameríku, mun tala atvinnuleys- ingja þar fara í vetur upp í 7 millj- ónir, eða strax og uppskerustörf- um er lokið. til leigu með Ijósi og hita, á Klapparstíg 1. Stofa

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.