Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.10.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn lofaði hún að sk'pin færu lil hemilis- hafna sinna. Urðu töluverðar um- ræður um það meðal sjómanna, hvort ganga skyldi að þessu; óttuðust marg' ir, að skipin yrðu send eitthvað ann- að og svo yrði a!t svikið. — Lengst stóð fundur um þetta í »Valiant*; hann tók tvo tíma, en einnig þar var samþykt að ganga að þessu. Flotamálaráðherrann breski, Sir Austen Camberlain, hefir verið spurð- ur að því, hvort nokkuð yrði reyr.t að hefnast á mönnum þeim, er stóðu fyrir samtökum þessum, en e'ns og kunnugt er, liggur þung refsing við ef sjóliðsmenn óhlýðnast yfirboðurum sínum. En Sir Austen svaraði, að það sem liðið væri, væri liðið, og yrði engra hefnda leitað.* Kjötverðið. Blað bændanna, Dagur, getur orðið talsvert gamansamur öðru hvoru, þó árferði fyrir bændurna sé ekki til þess að brosa að, fremur en okkar bæjar- búanna. Hann getur t. d. núna í sláturtíð- inni farið að gera að gamni sínu út af því, hvað framleiðandinn fái lítið fyrir kjötið sitt hér í bænum, þó kjötið sé selt nokkuð háu verði. Dagur hefði um leið og bann fæddist, gétað talað um þessi mál í fullri alvöru, og helði sennilega unn- ið sér niiklar vinsemdir hjá bændum, ef hann hefði gefið þeim málum meiri gaum að undanförnu en hann hefir gert. En nú er hnokkinn orðinn næstum 14 ára gamall, og hefir alveg gleymt því að tala um lága verðið sem bænd- urnir fengu fyrir kjötið, þó það væri selt stundum nokkuð háu verði í bæ- inn. — Alþýðumaðurinn hefði vel getað talað við Dag um kjötverðið í fullri alvöru. En hann er lika til með að gera að gamni sínu eins og Dagur, þo árferðið sé slæmt. Dagur segir ao slátrunarkostnaður hjá K. V. — Kaupfélagi Verkamanna — sé 8 aurar á hvert kg. kjöts af meðal þungúm dilkskrokk. Dagur hlýtur að vera að gera að ð gamni sínu með að tala um þetta, þvi sláturkostnaðurinn mun vera mjög líkur þessu á sláturhúsi bændanna hér á staðnum, svo ekki er þörf á að tala um það, sem eftirtektarvert. Ekki verður Dagur minna gaman- samur, þegar hann er að tala um að sölukostnaður hjá K. V. sé 5 aurar á hvert kg. kjöts, því síðastliðið ár reyndist sölukostnaður á sláturhúsi bændanna hér á staðnum 25 aurar á hvert kg. kjöts. Kjötið selt út í bæ- inn á kr. 1,15 kg., en bændur fengu ekki nema 90 aura inn í reikninga. Væri svo slátrunarkostnaðinum bætt við þessa 25 aura, sem það kostaði í fyrra — og kostar sennilega enn — að selja kjöt af sláturhúsi bændanna út um bæinn, og dregið frá kjötverð- inu nú, eins og Dagur gerir við kjöt- verð K. V., þá myndu bændur ekki fá meira en 52 aura fyrir kjötið sitt inn í reikninga, eða 15 au. minna en Dagur reiknar út að framleiðeridurnir fii fyrir kjötið hjá K. V., svo allir geti séð að Dagur er býsna gaman- samur þegar hann er að tala um kjöt- verðið hjá K. V. Pá verður Dagur líka skemtilega fyndinn, þegar hann er að tala um dýralæknisskoðunina og gildi hennar. Bændurnir, sem reka féð til slátrunar í kaupstaðinn, ala upp afkomendur sína á kjöti, sem enginn dýralæknir skoðar, og virðist enginn háski af stíku standa á neinum þeirra 6 þús. býla, sem í landinu eru. Og eftir því sem flogið hefir fyrir, munu mjög ná- komnir menn Degi slátra fé sínu heima, án þess að dýralæknir sé þar viðstaddur, og flytja kjötið í bæinn til sölu núna í sláturtíðinni, svo sýni- legt er að Dagur er að gera að gamni sínu, þegar hann er að tala um að vanti dýralæknisskoðun á kjöt K. V., fyrst hann vandar ekki um við sína allra nánustu í þessum efnum. >1 í:c, -i»;4 í h, i n y r Auglýsingum í »Alþýðumanninn« er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Yerkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. ÞeirviljarekaErling. Blað Guðmanrts og Einars segir frá því, að einhver vel metinn piltur í liði Einars Olgeirssonar í Reykja- vík hafi viljað reka Erling Friðjóns- son úr Alþýðuflokknum. »Betri er belgur en barn,« segir gamalt máltæki. Þetta hefir Einar og hans lið vilj- að um langt skeið, að reka úr AI- þýðufiokknum ekki einasta Erling Friðjónsson heldur og alla helstu menn flokksins. Þess vegna hrúga þessir menn upp feiknum öllum af óþverra- greinum í »Verkam.« og »Verklýðs- blaðinu* um alla þá menn innan Alþýðuflokksins, sem mest og best hafa fyrir flokkinn starfað, og von- ast þeir eftir með þessum óþverra- greinum sínum að geta vakið tor- tryggni flokksmanna gagnvart for- ystumönnunum. Nafniausar óþverra-greinar um Jón Baldvinsson, Héðinn Valdi- marsson, Ólaf Friðriksson, Stefán Jóh. Stefánsson, Finn Jónsson, Harald Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson, Erling Friðjónsson og fl., hafa átt að undirbúa þær framkvæmdir, sem Einar og hans menn hafa æltað að fremja, sem er að reka alla þessa menn úr Alþýðu- flokknum og marga fleiri. En svo er þessi litli lærisveinn Einars svo barnalegur, að segja frá þessu, að nú vilji þeir fara að byrja. Og þeir Reykvíkingamir ætli að byrja á Erlingi Friðjónssyni norður á Akureyri. Einar og hans lið hefir þó haft vit á því að þegja um þennan vilja sinn fram að þessu, því það Ieit þó dálítið betur út með allar óþverra-greinarnar, ef ekki var sagt strax frá því, hver væri aðal tilgang- urinn með þeim. Héldur fer nú Guðmanni líti? fram að greindinni til. Hann heldur áð það hafi ein- hverja þýðingu, þótt einhver flónsk- ur unglingur suðíir í Reykjavík vilji reka E. F. úr Alþýðuflokknurn. — Sú athöfn verður þó áð fara fram í Verkamannafélagi Akureyrar, eina

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.