Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 10.10.1931, Page 1

Alþýðumaðurinn - 10.10.1931, Page 1
ALÞÝÐUM AÐD RINN I. árg. Akureyri, Laugardaginn 10 Okt. 1931. Atvinnubætur bæjarstjórnarinnar. í þriðjudagsblaðinu gafst ekki rúm eða tími til að geta nánar til- laga atvinnubóta- og fjárhagsnefnda, sem lagðar voru fyrir bæjarstjórnar- íundinn þann dag, en þær eru svo merkilegar á sína grein, að þær verða birtar hér, svo bæjarbúar sjái svart á hvítu hvernig hugsað er fyrir þeirra tímanlegu velferð, þar sem íhaldsflokkarnir ráða. En áður en tillögur þessar verða birtar og athugaðar, er ekki úr vegi að athuga nánar þörfina fyrir at- vinnuaukningu og aðrar ástæður, er net'ndirnar hefðu átt að taka til- lit til, ef þær hefðu ekki verið staur- blindar fyrir öðru en lækkun verka- launanna. Margir verkamenn hafa haft mjög rýra sumarvinnu Hlutur sumra háseta er ekki háifur eftir sumarið við það sem hann hefir verið und- anfarið. Dýrtíð vofir yfir vegna hinnar geysilegu lækkunar krón- unnar. Vissa fyrir að einstakir at- vinnurekendur láta ekkert gera, vegna ástandsins, sem nú ríkir. — Þar sem efnamenn og atvinnurek- endur þykjast ekki hafa lagt fyrir undanfarin góðærisár, er ekki von til að verkamenn hafi gert það. — Og þó að máske þurfi ekki að gera ráð fyrir hungri og neyð hjá þeim sem atvinnan hefir brugðist í sum- ar, þá er þó skuldasöfnun vís, meðan hægt er að ganga á það lagið. — Hefðu nefndirnar viljað líta í kring um sig, gat athygli þeirra ekki farið fram hjá þeim raunveru- leika, að allir bæjir landsins hafa gert og eru að gera ráðstafanir, hver hjá sér, til að létta undir með verkamönnunum. Nauðsynin er öllum ærlegum rnönnum auðsæ. Þær þyrftu því ekki að vera hrædd- ar um að þær yrðu einhver ein- stæð undur náttúrunnar, þó þær gerðu eitthvað að gagni. — Ekki þurftu nefndirnar heldur að vera í vandræðum með nauðsynleg verk- efni. Þau lágu allstaðar fyrir, eins og bent hefir verið á hér í blaðinu. Atvinnubótamálin voru búin að vera á dagskrá í bæjarstjórninni. — Ekki varð þess þá vart, að nokkur bilbugur væri á nokkrum bæjarfull- trúanum að gera eitthvað að gagni í þessum málum. Öll blöð bæjarins — nema Dagur — höfðu rætt mál- ið og voru sammála um að eitt- hvað þyrfti að gera. Og ekki var að óttast flokkinn, sem að Degi stendur; flokkinn »með alhliða við- reisn kaupstaðanna* á stefnuskrá sinni. Hann myndi fyrst og fremst vilja styð/'a hinn veika í baráttunni. Eða því hafði flokkurinn lofað bæði í útvarpsræðum og í blöðum sín- um. — Þannig var þá ástatt og útlits á vettvangi atvinnubótamálanna, er nefndirnar settust á rökstóla, og verða nú birtar tillögur þeirra. Eftir að nefndirnar höfðu athug- að alla málavöxtu, töldu þær »rétt að leggja til við bæjarstjórn*, að »gert verði ráð fyrir þessum fram- lögum á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1932 (leturbr. hér) til verk- legra framkvæmda: a) Til Leirugarðs kr. 10 þús. b) — grjótmulnings — 4 — c) —- vegagerða, upp- fyllinga, skurða og grjótgarða - 30 — d) —vinnu við tunnugerð - 120 — e) — vinnu við lagning vatnsveitu — 16 — 58. tbl.'j | FDNDDR í Verkamannafélagi Akureryar verður haldinn í Alþýðuhúsinu Sunnudaginn 11. þ. m. og hefst kl. 3V2 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýra félaga. 2, Ráðstafanir gegn kauplækkun bæjarstjórnar. Félagar, mætið stundvíslega, þvf fundurinn verður stuttur. Utanfélagsmenn hafa ekki aðgang að fundinum, nema með sérstöku leyfi. — Akureyri, 9. Okt. 1931. Félagsstjórnin. Þessar tölur iíta svo sem nógu vel út á pappírnum, en það er með þessar tillögur nefndanna eins og myndina af stelpunni, sem ekki »tók sig út« nema í sérstökum ramma; í rammanum, sem um þær er, verða þær harla bágbornar. Fyrst er nú það, að nefndirnar gera ekki ráð fyrir neinum fjárfram- lögum fyr en á næsta árs reikningi. Tekjur næsta árs koma ekki inn í bæjarsjóðinn fyr en eftir 1. Apríl. Að bíða eftir vinnu þangað til, mun mörgum þeim finnast langt, sem stendur uppi tómhentur og bjargarlítill nú á haustnóttum. í öðru lagi er ekki um neinar aí- vinnubótatillögur að ræða hjá nefnd- unum. AWmnubœtur eru ekki annað en það, sem unnið er umfram venjulegar framkvæmdir. Að vísu er gert ráð fyrir 5000 krónum hærra

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.