Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.10.1931, Blaðsíða 2
2 ALfÝÐUM AÐ URINN lillagi til Leirugarðsins en í fyrra; en svo er búið. Til vegagerða, skurða ect. var eytt árið 1929 287« þús. króna — 1930 33. þús. kr. og á þessu ári áætl- 26 þúsund. 1930 var grjótmulningurinn upp á rösk 8 þús. kr. og ? ár áætl. 4 þús. kr. Til vatnsveitustarfa var eytt á árinu 1929 yfir 33 þús. krónum; árið 1930 um 24 þús. krónum og í ár áætl. 22 þús. kr. Hér er því um alt annað en aukna atvinnu að ræða. d liðurinn hefir víst verið settur til að punta upp á pappír- inn. Pað á að vinna fyrir 120 þús. krónur, en nefndirnar gera engar tillögur um að nauðsynlegar ráð- stafanir séu gerðar til þess að þessi vinna vérði unnin. Pað er því auðséð að þær ætlast alls ekki til að hún verði framkvæmd. Svona eru þá atvinnuéöTctillög- urnar á að líta. Næst er að at- huga úr hvaða efni ramminn utan þær er unninn. Fálæti og trassaháttur atvinnu- bótanefndar í þessum málum er dæmafátt, Nefndin heidur engan sérstakan fund um málin, og að- eins einn nefndarmanna mætir á fundi meirihluta fjárhagsnefndar. — Gísli Magnússön og Karl Magnús- son láta sótsvartasta afturhald bæj- arstjórnarinnar að öllu leyti um málin, og er því ekki að undra þó eftirtekjan verði af verra taginu, í annan stað ber á það að líta, hversu algerlega óhæfir allir þeir menn, sem að tillögunni stóðu, eru til að fjalla um þessi mál. — Hvað þekkja þeir til skorts og atvinnu- leysis? Allir hafa þeir fasta at- vinnu, sem gefur þeim 6—8 þús. krónur í árstekjur, og eru flestir efnamenn í ofanálag. Hvað gera þeir sér í hugarlund hvaða ástand ríkir innanveggja hjá verkamönnum sem ekki hafa nema 10-15 hundr- uð krónur um árið? í þriðja lagi eru hér að verki fulltrúar atvinnu- rekenda, sem altaf mæna eftir kaup- lækkun. Hallgr. Davíðsson, sem altaf hefir barist gegn sæmilegu kaupi verkalýðsins, síðan hann kom að Höepfnersverslun, Jón Guð- laugsson fulltrúi Ragnarsbúsins, og Brynleyfur Tobiasson, fulltrúi K- E. A. Þeir eru komnir inn í bæj- arstjórnina til alls annars en að styðja verkalýð þessa bæjar. Pess- vegna telja þeir »hæfilegt«, að kaup- ið lækki um 20% ofan á 25% lækkun krónunnar. Þeim er nóg að standa við fulla jötu sjálfir- Á bæjarstjórnarfundinum á Priðju- daginn gerðist Brynleyfur Tobias- son svo djarfur, að mæla þessum ósóma bót, og taldi það vel við- unandi kaúp, að rá eina krónu — sem nú jafngildir 63 aurum — á klst. Til samanburðar má geta þess, að félag kennara hér í bænum tekur kr. 2,50 um tímann, og fastir kenn- arar við æðri skólana enn hærra, fyrir að sitja inni í ofnhita, upp- stroknir, við að troða borgaraleg- um stórlygum og blekkingum í æskulýðinn. Um meðferð bæjarstjórnar á mál- inu þarf ekki að tjölyrða. Hún vís- aði því til fjárhagsnefndar, öllum tillögunum, nema um lækkun kaups- ins það var eina tillagan, sem bæj- arstjórnin var reiðubúin ao sam- þykkja -- nema jafnaðarmennirnir. Peir kunna upp á 6, fulltrúar íhalds- flokkanna, þá alheimsreglu auð- valdsins, að taka tvo peninga af fátæklingunum fyrir hvern einn sem honum er réttur. Velgjörðamenn, hvort sem eru einstaklinga eða þjóða, gera heilt og fullkomlega það sem þeir gera, og láta ekki mikið yfir sér. íhalds- fulltrúunum f bæiarstjórninni fer öðruvísi í atvinnubótamálunum. — Peir eru að burðast við að sýnast, en eru ekkert. Og svo láta þeir fréttaritara sinn tilkynna það al- þjóð, að þeir hafi ákveðið að verja skuli, á þessum vetri, 180 þúsund- um til atvinnubóta í Akúreyrárbæ!!! Pað vantar svo sem ekki að ó- skammfeilnin ríði gerræðinu í her búðunum þeim. Pað mun ekki þurfa að segjæ verkamönnum þessa bæjar hvernig eigi að haga sér gagnvart þessu athæfi bæja?stjórnar. Peir eru ekki svo þrællundaðir, eða skyni skropn- ir, að þeir fari að þiggja einn pen- ing, og láta stela tveimur af sér í EFNflGERÐAR-VflRUR eru þektar um alt land. Vörugæði og- verðlag viðurkent af öllum sem reynt hafa. íslendingar! Kaupið íslenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er EGGERT STEFÁNSSON Brekkugötu 12. — Sími 270. Hf. Efnagerð Reykjavíknr staðinn. Sú eina útivinna, sem auðséð er að um verður að gera í haust, er lagning vatnsveituæðar- innar milli bæjarins og neðstu þró- arinnar. Pað verk var samþykt að láta gera, áður en þessi atvinnu- bótaósómi afturhaldsins kom til, og því engin ástæða til að draga það inn undir atvinnubótavinnu. — Reyni bæjarstjórnin það, sýnir hún, að það eitt vakir fyrir henni að lækka kaupið við bæjarvinnuna, í þeirri von að annað kaup í bæn- um fari á eftir. Pað má aldrei ske- Gamall verkamaður. Tílhæfulaus þvættingur er það sem þeir Guð- mann og Einar eru með í saursnepl- inum, að Erlingur Friðjónsson háft ritað grein í Alþýðublaðið þar sem því sé haldið fram að tapið áf skemdu síldinni *skuli lenda á sjó- mönnunum* — Alþýðublaðið hefir tekið upp grein Erlings um skemdu síldina, sem birtist í Alþýðumannin-- um fyrir skemstu. — í þeirri grein er haldið fram algerlega því gagn- stæða, sem sé því, að saltendurnir éigi að béra hallann af skemdunum, eii sjómennirnir ekki, eins og lés- éndur blaðsiiis' hljóta' að kannast viö. Samkvæmt útreikningi hagfræð- inganefndar í Danmörku, hsekkar verð á mörgum lífsnauðsynjum uih miðján þennan mánuð um 20—25% og meirá, ef húsaleiga hækkar, sem hætta virðist á að komið geti fyrir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.