Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.10.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.10.1931, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðiírinn Tilkynnin Allir millisíldarveiðendur hér við fjörðinn, eru ámintir um að gefa mér upp, eigi sjaldnar en þriðja hvern dag', hve mikla síld þeir hafa veitj: og hvaða stærðartegundir, svo hægt sé að fylgjast með hve tnikil sild er til á hverjum tíma. Aðgreining síidarinnar eftir stærð verður að vera nákvæm, að öðrum kosti mega eigér.dur hennar búast við að þeir verði látnir sortéra hana upp. er hún er metin til útflutnings. — Næst verður síld send út um miðjan þennan mánuð. — Upplýsingar um sortéringu síldarinnar veittar. Akureyri 8. Okt. 1931. Halldór Friðjónsson. — Aðalumboðsmaður. — Utdráttur úr dagskrá ríkisútvarpsins 1 '/io—18/io 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl, 10,15, 16.10 og 19.30 Veðurfregnir — 19,05 Þýskukensla. — 19,35 Enskukensla. — 20 Klukkusláttur. — 20,30 Fréttir. Sunnudaginn 11. Okt.: Kl. 14 Messa í Fríkirkjunni, séra Árni Sigurðsson. — 15,30—16,30 Hljómleikar frá Iiótel Borg. — 18,50 Barnatími. — 19,15 og 19,35 Hljómleikar. — 20 Erindi, Helgi Pétursson — 21 Hljómleikar, kórsöngur, og þar á eftir danslög til kl. 24. Mánudaginn 12. Okt.: Kl. 20 Erindi, V, Þ. Gíslason. — 21 Alþýðulög, útvarpskvartett- inn. Einsöngur, Elísabet Waage Grammofónhljómleikar. Þriðjudaginn 13. Okt.: Kl, 20 Erindi, Kristín Matthíasson. — 21 Hljómleikar, F. Á. og E. Th. Upplestur, Magnús Árnason. Grammofónhljómleikar. Hitt og þetta. >Lögrétta« segir frá því nýskeð, að breskur fjármála- og bankamaður hafi stungið upp á því, að til þess að festa gengi peninga um heim allan, sé komið upp alþjóðabanka, er hafi það verk með höndum að skrá heilds'öluverð á ýmsum lífs- nauðsynjum. Vill hann hafa banka þennan fjarri fjármálasollinum, og hefir stungið upp á íslandi sem heimili hans, Fingrof fór fram í Englandi 7. þ. m. og eiga allsherjar kosningar að fara fram þann 27. Fjóðstjórnin — samsteypustjórnin — gengur með ákveðna fjármálastefnuskrá til kosn- inganna, Síðustu fregnir herma, að verkamannaflokkurinn snúist nú meir og meir til fylgis við MacDonald. Nankingstjórnin í Kína hefir gefið út 10 ára áætlun, eftir rússneskri fyrirmynd, yfir framkvæmdir þar í landi. Tekur áætlunin til iðnaðar- landbúnaðar og viðskiftaframkvæmda og er næsta stórfeld. Á að koma á fót stórkostlegum iðjuverum, ný- rækta landflæmi og margfalda versl- unarflotann. Hráefni til iðnaðar eru næg í landinu, og býst stjórnin við, að Kínverjar búi mest að sínu eins og áður, þótt athaínalífið breytist. Kreppan kemur við í Færeyjum eins og víðar. Hlutur margra sjó- manna þar á sumarvertíðinni er ekki nema um 200 krónur og þar á ofan liggur ftskurinn óseldur Verklýðs- félagið á Fórshöfn hefir skorað á lög- þingið, að leggja fram fé til atvinnu- bóta, og er búist við að unnið verði að vegalagninum o.fl. í vetur til að bæta úr atvinnuleysinu. Fýska stjórnin hefir sagt af sér, en situr þó þar til ný er mynduð. Hindenburg hefir gefið út boðskap, er nálgast mjög einræði. Eru höml- ur lagðar á ritfrelsi manna og ræðu- frelsi, auk fleira. Er þessu tekið illa af þjóðinni, eins og vonlegt er. Ætti nú þess ekki að vera langt að bíða að upp úr sjóði. Aðalbankarnir í O.slo og Stokk- hólmi hafa lækkað forvexti úr 8 af hundraði ofan í 7. Kauphallirnar hafa verið opnaðar fyrir nokkru. Dúnn fæst í Kauptél.Verkamanna Stakkar — með rennilás — nýkomnir i Vetrarhfifur nýkomnar. Kaupfélag Verkamanna. Peningaliudda krónum' í, — fundin á götunni. Geymd hjá Dua Benediktssyni. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson. Prentsm. Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.