Alþýðumaðurinn - 13.10.1931, Blaðsíða 3
a lÞýðumadtjrinn
Hitt og þetta. Skæðadrífa.
Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýska-
landi er í þann veginn að klofna.
Megn óánægja hefir síðasta ár ríkt
innan flokksins, yfir aðgerðaleysi
og afiurhaldssemi flokksstjórnarinn-
ar. Hafa margir jafnaðarmenn farið
yfir til kommúnista, þó þeir séu
hvergi nærri ánægðir með þá, og
sífeldar viðsjár hafa altaf verið
með vinstri og hægri örmum flokks-
ins. Er búist við að flokkurinn
klofni formlega þegar þingið kem-
ur saman og muni nýi flokkurinn
verða fjölmennur, jafnvel af þing-
mönnum og ráðherrum.
Nú, meðan gengi peninganna er
eins óvíst og það er, gera ýmsar
þjóðir ráðstafanir til að fyrirbyggja
okur í skjóli vaxandi dýrtíðar. —
Englendingar hafa sett á strangt
eftirlit með þessu. Danir og fleiri
þjóðir koma á eftir. Hvað gerir
ríkisstjórnin hér — í reyndinni - .
Hún hefir lofað öllu fögru í út-
varpinu- En hvað g e r i r hún.
Norðmenn hafa stofnað norsk-
rússneskt olíusölufélag, sem hefir
aðsetur sitt í Björgvin, og hefir fél-
agið þegar látið byggja tröllaukna
olíugeyma þar í grendinni. Er ætl-
un féiagsins að reka ensku olíu-
hringana úr landi.
Eftir reynslu okkar íslendinga af
flugferðunum að dæma, mundum
vér varla trúa því, að fleygir og
færir fuglar þyrftu á hjálp flugvél-
anna að halda, eða að loftskipin
gætu orðið þeim að gagni. Svo
er þó fullyrt að hafi orðið nú í
haust. Kuldar hafa verið miklir og
snjókoma á Ölpunum siðari hluta
í sumar. Hefir kveðið svo ramt
að þessu, að farfuglahópar hafa
staðnæmst norðan fjallanna á leið
sinni suður í heitu löndin. — Er
sagt að dýravinafélag — þýsk-aust-
urrískt — hafi leigt flugvélar til að
ílytja þessa ferðalanga í þúsunda-
tali suður yfir fjöllin, og þykir
harla merkilegt, Sagan er ótrúleg,
en talin sönn.
B/að VerklýðssambandsNorð-
urlands kemur ekki út ef einn
maður verður lasinn af kvefi.
Mesta stolt kommúnistanna hér
nyrðra er það, að hafa náð Verka-
manninum á sitt vald. Að hafa
yfirráðin yfir blaði Verklýðssam-
bands Norðurlands, er ekki lítill
uppsláttur í þeirra augum. En reynsl-
an er óþægilega opinská og vægð-
arlaus. Styrkurinn, sem blað V.S.N.
hefir í »mergðinni,« sem að því
stendur, er sá, að verði Guðmann
lasinn af kvefi, getur blaðið ekki
komið út. í sumar kölluðu þau
Guðmann, Björn Grímsson og
Elísabet sig >verkalýðinn*. Eins og
Verkam. sýnir, er Guðmann verk-
lýðssambandið, sem að honum
stendur. Pað er fáment og góð-
mennt á vígstöðvunum þeim.
„Sterk hreifing", sem dó.
Guðmann er enn að tala um >sterku
hreifinguna« í jafnaðarmannafélag-
inu í Reykjavík fyrir því að reka
Erl. Friðjónsson og fl. úr flokkn-
um. Þessi sterka hreifing var nú
aldrei annað en fleipur unglings, er
Einar Olgeirsson hafði logið fullan
af óhróðri um E. F. Og hreifingin
dó í fæðingunni — af of miklum
styrkleika líklega.
tír bæ og bygð.
Gengi eftirtaldra mynta var í gær
skráð í bönkunum á þessa leið:
Dollar kr. 5,-757*
Þýsk mörk - 135,92
Pesete - 52,23
Sænskkróna — 133,09
Norsk - - 126,48
Dönsk - - 125,85
Gullgildi íslenskrar krónu talið nú
64,87. aurar.
Á Sunnudaginn andaðist að heimili
sínu hér í bænum Kristín R. Hans-
dóttir, 81 árs að aldri.
Fisksölusamlag er nýstofnað á Siglu-
firði, aðallega til að sjá um sölu á
ísfiski. —
|GuðmundurFrímann|
húsgagnasmiður
| Munkaþverárstr. 13. Akureyri 1
Smíðar hverskonar húsgögn, 1
sem óskað er, svo sem í borð- 1
stofu, skrifstofu og svefnher- =
bergi. Allt af nyjustu gerðum. =
Selt í heilum settum og ein- 1
stökum stykkjum. Sent gegn 1
póstkröfu út um land. Hver 1
sem reynir viðskiptin, verður =
ánægður, því verðlð er j
hvergi lægra og trá- |
gangur hvergi betri. §
Vegna óveðra seinkaði >Dronning
Alexandrine* svo í hafi, að hún kom
ekki til Reykjavíkur fyr en í nótt —
tveim sólarhringum á eftir áætlun.
Frá barnaskólanum.
Til þess að reyna að iétta að mestu
lesbókaskattinum af foreldrunum og
aðstandendum barnanna, en tryggja þó
jafnframt töluvert lesefni þegar í stað
og mikið í framtíðinni, verður. það
nýmæli tekið upp í vetur, að hvert
barn borgi aðeins eina krónu í les-
bókasjóð og bærinn aðra krónu á
móti. Fyrir þetta fé verða keyptar
lesbækur, sem börnin fá að nota
meðan þau eru i skólanum, en skól-
inn á og varðveitir. Verði þessari til-
högun haldið áfram, sem ég vona,
eignast skólinn smámsaman mikið les-
bókasafn, og þessi litli skattur ein-
staklings og heildar, sem nú er ein
króna, mun þó jafnframt fara !ækk-
andi. — Vænti ég að menn sjái þá
»praktisku« hlið á þessu máli, og
skilji hvernig á því stendur, er börn-
in biðja um krónuna, og fagni því að
losna við lesbókakaupin.
Snorri Sigfússon.