Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.10.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.10.1931, Blaðsíða 1
I. árg. Akureyri, Laugardaginn 17. Okt. 1931. 60. tbl. Frá kaupdeilunni. Verkamenn /egg/a níður vinnu. Blað atvinnurekenda, >Is- lendingur«, segir það eitt geta bjargað út úr krepp- unni, að lækka laun íægst iaunuðstu og fátækustu þegnanna. tivergi farið fram á kaup- Jækkun í öðrum kaup- stöðum landsins. Útlit er fyrir, að bæjarstjórnin Æetli að halda kauplækkunarkröfu sinni til streytu og kemur æ betur og betur í Ijós, að þó svo væri látið í veðri vaka í fyrsíu, að lækk- unin ætti aðeins að ná til atvinnu- bótavinnunnar, ef einhver verður, þá var ætlunin sú, að lækka kaup- ið í ALLRI bæjarvinnu, og þá auð- vitað við alla vinnu í bænum. Stjórn Verkamannafélagsins hefir sent bæjarsljórn ályktun síðasta fundar, um að félagið ætli að sjá um að ekki verði unnið fyrir bæ- inn neðan við taxtakaup. Bæjar- stjórnin hefir engu svarað. Einnig hefir stjórnin gert tilboð í gröft vatnsveituskurðsins og krefst tveggja króna og fimmtfu aura gjalds fyrir hvern lengdarmeter í skurðinum- Vatnsveitunefnd (meiri hlutinn) hefir tjáð sig fúsa að greiða kr. 2,00 fyrir hvern rúmmeter í skurðinum, sem mun jafngilda kr. 2,25 fyrir lengdarmeter. Undanfarið hefir verið unnið á íveim stöðum í bænum fyrir bæinn, en fyrir áeggjan stjórnar Verka- mannafél., var lögð niður vinna á báðum þessum stöðum í gær- morgun. Pað liggur í loftinu, að atvinnurekendur í bænum séu al- búnir að lækka kaupið, ef bæjar- stjórninni tekst að koma því niður. Hjálparnefnd stjórnar Verkam.fél., er á vaðbergi út um bæinn að grenslast eftir, hvort nokkurstaðar sé unnið fyrir neðan taxtakaup. — Verkamannafélagið hefir fund um málið á morgun. «íslendingur«, sem út kom í gær, ræðst dólgslega á Verkamannafélag- ið fyrir að vilja ekki gera verka- menn að fótaþurkum kaupkúgara. Veður blaðið blekkinga-elginn um það, að kaupgjald þurfi að lækka, til að bjarga atvinnuvegunum — og, á auðvaldsvísu, á auðvitað að lækka fyrst hjá þeim, sem fátæk- astir eru og verst launaðir. Er hér á ferðinni gamli draugurinn, sem verklýðsfélögin verða sífelt að glíma við, og vakinn er upp af há- tekjumönnunum, sem krefjast alls af öðrum, en einskis af sjálfum sér. Er engin ástæða fyrir verkamenn, að leggja eyru við þvaðri slíkra manna. Ætti að byrja á að lækka kaupið þeirra, kæmi annað hljóð í strokkinn. Fróðlegt er að líta yfir kaup- gjaldsmálin í landinu. Sést þá best, hvort ástæða er að lækka kaupið nú, og hver sanngirni það væri. Fyrir síðustu þingum lágu beiðn- ir frá háttlaunuðum embættismönn- um, um að dýrtíðaruppbót þeirra væri ekki lækkuð. Kváðust þeir ekki geta unað við það, að laun þeirra, sem eru til jafnaðar 3—6 sinnum hærri, en meðal tekjur verkamanna héf þetta ár, lækkuðu, því þau hrykkju þeim ekki meir en svú til framfærslu. Þingið varð að FUNDUR feiaoi r verður haldinn í Alþýðuhúsinu Sunnudaginn 18. þ. m. og hefst kl. 127» síðdegis. DAQSKRÁ: 1. Inntaka nýra félaga. 2. Kaupdeilan við bæiarstjórnina og atvinnubótamálin. Félagar, mætið stundvíslega, þvf fundurinn verður stuttur. Utanfélagsmenn hafa ekki aðgaiig að fundinum, nema með sérstöku leyfi- — Akureyri, 16. Okt. 1931. Félagsstjórnin. vísu ekki við þessum beiðnum, en þó játuðu það allir, að laun, sem væru undir 4 þús. kr. mættu ekki lækka. Ekkert bæjarfélag á land- inu hefir lækkað kaup við starfs- fólk sitt. Fast starfsfólk einstakl- ingsstofnana býr við sama kaup og áður. Nýbúið er að semja um kaup verkamanna á Hvsmmstanga. Samið var um sama kaup og áður. Ekkert bæjarfélag á landinu hefir farið frarn á kauplækkun hjá verka- mönnnm annað en Akureyrarkaup- staður. Á þessu sést, að engin ástæða er til að lækka kaupið nú. Verka- menn þola það síst allra og það er í fylsta ósamræmi við greiðslu kaup- gjalds í landinu yfirleitt. Eigi að Iækka kaup, á . að byrja á bæjar- stjóranum, kennurum bæjarins og öðrum starfsmönnum, sem marg

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.