Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.10.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.10.1931, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Laugardaginn 24. Okt. 1931. 62. tbl. Ný átök. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu á Laugardaginn var, eru kQmnir fram tveir listar við kosningar á þremur fulltrúum á aðalfundi Síldar- einkasölu íslands, sem útgerðar- menn í Norðlendingafjórðungi e'ga að kjósa. Margir mundu nú líta svo á að útgerðarmern hlytu að vera einhuga um fulltrúaefriin, nema þá að persónulegur valdastrekking- ur ylli klofingi meðal þeirra. En við nánari athugun sést, að hér, sem .annarstaðar í Iífsbarátíunni, skiftast menn í tvo flokka, sem hafa óltkra hagsmuna að gæta. — Öðru megin eru stærri útgerðarmenn og saltendur, sem einir vilja sitja að veiði og söltun síldarinnar. Hinu megin smábátaeigendur, sem stunda síldveiðina í smáum stíl til nokkurs- konar búdrýginda, þegar annað betra er ekki fyrir hendi. Stærri útgerðar- menn reka síldveiðarnar og verkun síldarinnar, sem gróðafyritæki. Síld- veiðar smábátaeigendanna er aðeins einn þátturinn í sjálfsbjargarviðleitni þeirra, sem þarf að vera rekinn á svo ódýran og hagkvæman hátt sem framast er unt, ef hann á að koma að liði. Þegar Síldareinkasalan var stofn- uð, var það aðallega tvent, sem fyrir forgöngumönnum þeirrar hugr myndar vakti- Fyrst það, að gera tilraun á þenna hátt til að sameina síldveiðamennina til félagslegra á- taka til að lyfta síldarútveginum upp úr því ófremdarástandi, sem hann var kominn í. Og í öðru lagi að gera smábátaútgerðarmönn- um kleyft að stunda síldveiði, sér til hagsbóta. Með stofnun Síldareinkasölunnar var fenginn einn seljandi fyrir alla síld. Áður voru smábátaeigendur algerlega upp á stærri síldveiðend- ur komnír með sölu á því litla er þeir öfluðu. Urðu að sæta því verði, sem stærri síldarútgerðar- mennirnir vildu gefa þeim, hvort sem það var hátt eða lágt. Gagn- vart Síldareinkasölunni stóðu þeir jafnt að vígi og stórútgerðarmenn- irnir. Sátu við sama borð, hvað sölu og verðlag síldarinnar snertir. í skjóli Síldareinkasölunnar átti því síldveiði smábátanna að geta dafnað og aukist, fjöldanum til hagsbóta, eins og fyrir stofnendum hennar hafði vakað. En allt frá því að Síldareinkasal- an tók til starfa, hafa stærri útgerð- armenn reynt að ná yfirráðum í stjórn hennar, til þess að geta not- að hana sér einum til hagsbóta. — Hafa þeir borið fram frumvörp, er hnigu í þessa átt, á öllum þingum, er háð hafa verið síðan. Á síðasta þingi var loks látið undan þessari áleitni og útgerðarmönnum gefin jöfn aðstaða og sjómönnum til yf- irráða í Síldareinkasölunni, Þegar svo var komið, að helm- ingur yfirráðanna var kominn í hendur útgerðatmanna, hlaut að myndast barátta á milli stórútgerð- ar- og smáútgerðarmannanna. — Reynsla smábátaeigenda af Síidar- einkasölunni -- einkum það ár sem er að líða, eins og nánar verð- ur komið inn á síðar — hefir opn- að augu þeirra til fulls fyrir því, að hagur þeirra er ekki trygður, nema í stjórn Síldareinkasölunnar sitji menn, sem skilja aðstöðu þeirra og þarfir og vilja gera jafnt fyrir alla. Þeir hlutu því að bjóða fram við þessar kosningar fulltrúa- efni, sem þeir, af reynslu og þekk- ingu, treysta til að gæta hagsmuna þeirra í stjórn Síldareinkasölunnar. Þess var getið hér á undan, að smábátaeigendum yrði því aðeins gagn að síldveiðunum, að þeir gætu rekið þær án mjög mikíls tilkostn- aðar. Ef þeir geta sjálfir verkað síldina, er altaf ótvíræður hagnaður að síldveiðunum. Hér sannast, sem víðar, að »holt er heima kvað*. — Og það stendur eirimitt svo á fyr- ir smábátaeigendunum hér norðan- lands, að þeir geta vel verkað síld- ina af bátum sínum; ef ekki hver út af fyrir sig, þá með félagssöltun. Þegar fram að síldartíma kemur, hætta flestir vélbátarnir þorskveið- um Þeir, sem ekki hafa nægilega margt heimilisfólk til að starfa við þorskveiðarnar að vorinu, hafa ráð- ið til sín fólk til alls sumarsins. — Þótt margir af þessum mönnum verki fisk sinn sjálfir, er það ekki nægilegt starf fyrir »landfólkið«, sem verður að hafa sumaratvinnu við bátana- Ef því bátarnir leggja síldina, sem þeir veiða, upp til verkunar í öðrum veiðistöðvum, situr fólkið atvinnulítið heima. Hvað miklu þetta munar fyrir lítil sjávarþorp, sést á eftiríarandi dæmum. Dalvíkingar höfðu í sumar veiði- leyfi fyrir 4009 tunnur síldar. Þeir keyptu verkun á alla síldina á Siglii- firði. Verkunarláunin munu hafa verið 5 krónur á tunnu- Þetta ger- ir 20 þús. krónur, sem hefði runn- ið í vasa Dalvfkinga, hefðu þeir saltað síldina heima. Ekki stærra þorpi en Dalvík er, dregur um minna. Ólafsfjörður er mannfleiri en Dal- vík, enda hleypur á stærri tölum hjá honum, Ólafsfirðingar höfðu veiðileyfi fyrir 9000 tn. síldar, og keyptu verkun á hana alla á Siglu- firði. Verkunarlaunin hlaupa hjá þeim upp á 45 þús. kr., sem hefðu

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.