Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.10.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUM AÐ URINN íunnið inn til fólksins í Ólafsfirði, hefði síldin verið verkuð þar heima, en nú kemur öll þessi upphæð til útgjalda fyrir Ólafsfjörð. Hríseyingar höfðu í sumar veiði- leyfi fyrir 7000 tunnur. Þeir verk- uðu síld sína heima. Verkunar- launin hjá þeim (kr. 4,50 á tn.) klaupa upp á 31 þús. og 500 kr. og þó nokkru meira, því þeir tengu að sérverka nokkuð af síldinni, þar sem matsmenn voru á staðnum. — Þessir peningar renna inn til Hrís- eyinga, gagnstætt því sem Dalvík- ingar og Ólafsfirðingar búa við, og eru fundnir peningar fyrir þá, því þeir létu heimafólk sítt verka síidina. Munurinn er auðsær og áberandi. Þó þessir staðir hafi verið nefnd- ir, hafa þeir enga sérstöðu í þess- um málum. Annar hver hiuti sög- unnar getur endurtekið sig í flest- um sjóþorpum norðanlands. Rauf- arhöfn, Skálar, Húsavík, Grenivík, Hjalteyri, Litli-Árskógssandur, Hrís- ey, Dalvík, Ólafsfjörður, Hofsós, Sauðárkrókur, SkagaslrÖnd, Hvams- tangi, Steingrímsfjörður og eflaust fleiri sjávarþorp geta stundað síld- veiði á smábátum, sér til hagsbóta, ef rétt er að farið. En því aðeins er þetta hægt, að í stjórn Stldar- einkasölunnar ráði menn, sem eitt- hvað vilja fyrir smáútgerðina gera — en eins og þau mál standa nú er síður en að svo sé. í sumar fóru Hríseyingar nokk- urnvegin sæmilega út úr viðskift- unum við Síldareinkasöluna, af því að stærri saltendur voru rétt við hliðina á þeim. Þegar stærri salt- endunum voru færðar tunnurnar og saltið heim til þeirra, var svo erfitt að neita smábátaeigendunum um það sama, þó að í nokkru brasi gengi um að fá tunnur og salt eins og með þurfti. Annars virðist það stefna framkvæmdastjórans, Péturs Ólafssonar, sem var einvald- ur hér í sumar ? þessum málum, að gera smábátaeigendum svo erf- itt og kostnaðarsamt fyrir, sem framast var unt. Viðskifti hans og Dalvíkinga sýna þetta best og verða þau því nokkuð rakin hér. Eins og áður er getið, höfðu bátar á Dalvík veiðileyfi fyrir 4000 tunnum, Var það ætlun útgerðar- mannanna að verka síldina heima og láta fólk það, er við bátana s*arfaði í vor, og þeir urðu að sjá fyrir sumaratvinnu, vinna að verk- uninni. Þeir fóru fram á að fá tunnur og salt flutt þangað á höfn- ina og að matsmaður væri skip- aður ti! að hafa eftirlit með söltun- inni. Við þetta var ekki komandi. Söltunarleyfi fengu þeir ekki nema þeir sæktu tunnur og salt inn til Akureyrar og skiluðu síldinni full- saltaðri til mats á þeirri útskipun- arhöfn hér við fjörðinn, sem fram- kvæmdastjórinn tiltæki. — Skeyti, sem Dalvíkingarnir sendu fram- kvæmdastj. um þessi mál, svaraði hann ekki. Næsta beiðni þeirra var að mega taka tunnur og salt í Hrísey — þurfa ekki að sækja það hingað inneftir — en því var líka neitað og skip, sem kom með tunnur til Hríseyjar, var látið fara inn til Jötunheima og losa þar tunnur og salt, en hvorttveggja var hér til, rétt við hliðina á þeirri sölt- unarstöð. Niðurstaðan varð sú, að Dalvíkingarnir vildu ekki leggja í allan þennan aukakostnað, er Síld- areinkasalan vildi gera þeim, og keyptu verkun á síldinni á Siglu- firði, en fólkið á Dalvík sat atvinnu- lítið heima. Aðrir smásaltendur hér úti með firðinum, hafa líka sögu að segja. Ólafsfirðingar hafa enn ekki salt- að síld þar heima, svo teijandi sé. En þeir hafa dágóð skilyrði til þess og gætu það sjálfsagt, sér til sæmilegs hagnaðar. Þeir hafa góða bryggju til félagssöltunar og upp- lagspláss sæmilegt, með því að laga það dálítið til, Og ekki vant- ar fólkið til að verka síldina. Getur varla hjá því farið, að síldarsöltun rísi þar upp, ef Síldareinsasalan sýnir sæmileg liðlegheit. Atvinna, sem skiftir fleiri tugum þúsunda, á ekki að ganga Ólafsfirðingum úr greipum. Því er haldið fram af P. Ól- og öðrum stórútgerðarsinnuðum mönn- um, að síldin hjá smábátamönnun- um sé ekki eins góð og hjá stærrr saltendunum. Reynslan er sú, afr síld þeirra er yfirleitt alt eins góð' og síldin á stærri söltunarstöðvun- um. Smásaltendurnir virðast hafa meiri áhuga fyrir vöruvöndun en stórlaxarnir og fara ekki fram á að síld þeirra sé tekin, nema hún sé góð vara. Það þarf því ekki að kvíða því að vöruvöndun fari aftur þó smábátasíidveiðin aukist. Þess var getið í upphafi þessarar greinar, að smáútgerðarmenn tækju sjálfstæðan þátt í kosningu fulltrúa á aðalfund Síldareinkasölunnar. Þetta er alveg rétt stefna. Þeir eiga ekki samleið með stærri útgerðar- mönnum, og framtíð þeirra, sem síldveiðenda og verkenda, er undir því komin að þeir eigi fulltrúa, í stjórn þess fyrirtækis, sem með síldarsöluna fer, hvort sem það nú heitir Síldareinkasala, samlag eða eitthvað annað. Verkalýður lands- ins hefir séð það að hann verður að sjá hlut sínum borgið sjálfur. Þessvegna hefir hann samtök og samvinnu um hagsniunamál sín. Smábátaeigendurnir verða !íka að hjálpa sér sjálfir. »Stóri bróðir« gerir það ekki. Einn af smœlingjunum. Úr bæ 09 bygð. Eiríkur Leifsson kaupmaður í Rvík setti upp íslenska skógerð á sl. vori. Heíir hann síðan gert ýms- ar tilraunir með íslensk skinn til skógerðar, og hepnast vel. Par á meðal hefir hann látið búa til mikið •af selskinnsskóm og selt þá til Eng- íands fyrir gott verð. íleppa og hos- ur býr hann til úr sútuðu sauðskinni. Eru skinnin klipt og loðnunni snúið inn. Er þetta hvorttveggja mjög hlýtt. Einnig hefir Eiríkur látið búa tilleik- íimis- og dansskó úr íslenska sauð- skinninu, og hefir hvorutveggja reynst vel. Abyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson, Prentsm. Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.