Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 27.10.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 27.10.1931, Blaðsíða 1
ÝDUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 27. Okt. 1931. 63. tbl. Flugumennirnir. Jón Guðmann, setn verslar í banka- kjallaranum og gefur út Verkamann- inn, er altaf að stagast á því, að það hefði átt að stððva »Brúarfoss«, þegar tiann var á ferðinni um daginn, af því ekki hefði verið greitt kaup sam- íkvæmt taxta verklýðsfélagsins á Hvams- tanga, þegar fossinn var þar. Peir, sem veitt hafa athy§li skrifum og atferli Guðmanns þessa, munu hafa rent grun í það, að skraf hans um kaup og kjðr verkafólksins, væru líkast þvf et flugumenn eru að villa Á sér heimildir, svo þeir verði síður grunaðir um flugumenskuna. Það er kunnugt um Guðmann, að íþegar hann var að byggja hús yfir höfuðið á sér, vældi hann mann til þess að vinna við málningu á húsinu langt fyrir neðan taxtakaup. Mönnum er ekki kunnugt utn að hugarfar Guðmanns hafi batnað síðan hann bygði húsið. Lífernið er hið sama. Hann vinnur sér fyrir lifibrauði á -sömu hæð og rotturnar búa, með því að selja vörur, sem að mestu eru ó- vfearfar öllum almenningi, en sýnilega með dágóðum hagnaði, þegar litið er á ávðxtinn, byggingu þá, sem hann nú er að láta byggja, og sem er dýrust þeirra bygginga, sem gerðar eru af einstaklingum nú í ár, hér um slóðir. — Húsið uppi á brekkunni, iyggjngin inn með Hafnarstræti, féð sem stendur í verslun hans í kjallar- anum, er ávöxturinn af því sem hann með verslun sinni hefir krækt í úr vösum þeirra manna hér í bæ, sem hanu þykist vera talsmaður fyrir í kaupdeilumálum. Pað eina, sem Guðraann hefði get- •ð gert fyrir fólk, var að selja því >nauðsynlegan varning fyrir lágt verð, svo hagur hefði verið að því fyrir fólkið að versla við hann. Reynslan sýnir hið gagnstæða, bæði hvað vörur snertir og verð, og ávöxt- urinn af starfi hans er eingöngu hon- um sjálfum til hagsbóta, en fólkiun ekki. Flugumenskan er því auðsæ og frammistaðan f samræmi við hana. Nálega í hverju blaði Verkam., sem Guðmann hefir ungað út í kjallaran- um, hafa verið svívirðingar um stjórn "Verkamannafélags Akureyrar og þá menn, sem framarlega standa i þeim félagsskap. Stundum hefir blaðið verið hálft af þessum óþverra, aðra tíma nálega fult. Atvinnurekendum þykir vænt um þetta, því ef þessi skrif hefðu nokkur áhrif, myndu þau veikja samtök verka- lýðsins hér um slóðir, á þann hátt, sem atvinnurekendunum er til mestra hagsbóta. Þeir geta sjálfir staðið álengdar og horft á flugumenn sina, þá sem í Verkamanninn rita, halda uppi látlausu níði um þá menn, sem fremstir standa í verklýðshreifingunni, og notið í næði ávaxtanna, ef einhverjir yrðu, af starfi sjálfboðaliðanna f flugumensk- unni. — »íslendingur« þarf ekki að segja eitt orð, nema til málamynda. Flugumennirgir taka af honum ó- makið. Pað er viðtekið ráð flugumannanna, að ginna til þeirra verka, sem orðið geta þeim að liði, sem þeir annast verkin fyrir. Glamrið, vitleysan, fyrirhyggjuleysið og ofstækið f blaðasnepli Guðmanns, mun hafa átt sinn þátt í þvf að verka- kvennafélagið hér glæptist út í vinnu- stððvun í sumar, sem öllum sæmilega skýrum mönnum var fyrirsjáanlegt, að var félaginu um megn, og hlaiit að hafa í för með sér trúíeysi á félaginu í framtíðinni og hegðun þess. NÝJA BIO Þriðjudagskv* kl. 8ya; Einkaritari bankastjðrans Sýnd í síðasta sinn eftir áskorunum. Alþýðusýning. Miðvikudagskvöld kl. 8»/2: Hugprúði liðsforinginn. „Löjtenant Tovebals." Hljóm- og söngmynd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkin leika: Ramon Novarro og Dorothy Jordan. Mjög glæsileg og hrífandi mynd I. O. G. T. Si. BRYNJA199 heldur fund í Skjaldborg, Mrðviku- daginn 28. Okt. þ.á., og hefst kl. 8,30 e. h. Fundarefni: 1. Kosning embættismanna. 2- Rætt um vetrarstarfið. Fastlega skorað á stúkufélsga að . mæta á þessum fyrsta fundi eftir sumarhvíldina. Æðsti tem piar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.