Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 31.10.1931, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 31.10.1931, Síða 1
Bresku kosningarnar á Priðjudaginn var fóru þannig, að fylgjendur sambræðslustjórnarinnar fengu 559 þingsæti en andstöðu- fiokkarnir 54. íhaldsmenn fengu 475 sæti, frjálslyndir 70 sæti, verka- mannaílokkurinn, sem audvígur var stjórninni, 52 sæti, MacDonald- flokkurinn 14 sæti og óháðir 2 Atkvæðatölur fiokkanna eru enn ekki komnar, en þær eru ekkert í samræmi við þingsætafjöldann. — Veldur því hið löngu úielta kosn- ingafyrirkomulag Englendinga, þar sem nær því allt af sitja minni hluta þingmenn á þingum. Enska þjóðin hefir enn kastað sér í faðm íhaldsins. Er því nú spáð, að það muni nota sér að- stöðuna til að ganga erinda auð- valdsins; demba á verndartollum, knýja fram kauplækkun og annað það, sem auðvaldinu þóknast. — Um samkomulagið milli þeirra, sem börðustu hlið við hlið nú í kosn- ingunum, er ýmsu spáð. En ekki er ólíklegt að kastast geti í kekki í breska þinginu, þegar íhaldið fer að smíða eftir sínum nótum. Út! í 62. tbl. Alþýðumannsins er greinarkorn með fyrirsögninni: Fyrsti snjórinn. Qreinin virðist í sjálfu sér ósköp meinlaus, en af því þar er haldið fram hugsunarhætti, sem er mjög óheiliavænlegur, og »eitur í mínum beinum* get ég ekki látið hjáiíða að andmæla því, sem þar er haldið fram. Höfundurinn fárast um krakka- svarminn á götunum og gang- síéttunum með sleðana sína og á- vaipar lögregluna til þess að sker- ast í leikinn og hindra þennan ófögnuð og iætur prenta með breyttu letri: ^Sleðarnir eiga að vera inni«. Nei, nei og aftur nei. Sleðarnir eiga að vera úti. Hér þarf ekki fyrst og fremst að grípa ti' lögregluvaldsins til þess að reka krakkana inn með sleðana sína. Hér þarf miklu fremur velvild og skilning á þörfum barnanna og högum heimilanna, og svo aðstoð- ar stjórnenda bæjarins til þess að leiða útþrá barnanna á þann veg að ekki sé til hindrunar. Mæðurnar munu eiga nógu stríð- samt, þó að krakkarnir þeirra séu ekki jafnharðan rekin skælandi inn og þau fara til leika- — Bötn- utium verður að ætla sérstök svæði til og frá í bænum þar seni þau mega vera óáreitt. Annars er umferðin hér í Akur- eyrarbæ ekki svo óskaplega mikil, síst á útjöðrum bæjarins, að þetta komi að nokkurri sök. Hér eru eng- in vandræði á ferðum. En vand- ræðin eru í því fólgin að koma fólkinu út, og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Pað eru hrein vandræði. Er það sárt að vita af hinni uppvaxandi kynslóð sitjandi inni í ofnhita í kvikmyndahúsum, kaffihúsum, öl- knæpum eða öðrum slíkum stöðum, þegar nógir ísar eru í kring, poll- urinn lagður og sléttur eins og spegill eða nægar brekkur fyrir sleða- og skíðaferðir alveg heim undir bæ. Enginn vafi er á því að mikil ó- hreysti stafar af of miklum inniver- um. Er það því fagnaðarefni, að börnin leila svo mikið út, sem þau gera. Þeirri útþrá þarf að halda við alla æfina. Mér er það engin raun að mæta krökkunum á gang- stéttinni með sleðana sína og skófl- ur, iðandi af starfslöngun, lífsgleði og hreysti. Langar mikiu fremur inn í hópinn þeim til hjálpar. En það er mér raun og áhyggjuefni að yngri kynslóðin leitar inn, gerir stöðugt meiri og meiri kröfur til upphitunar, allskonar lífsþæginda, æsandi og kitlandi nauína. Afleið- ingin af því háttalagi er því auðvit- að veiklun, allskonar tyrming og aumingjaskapur. Ut með sleðana, skíðin og skaut- ana undireins og tækifæri býðst, eða þá þeir, sem ekki hafa öðru ti! að dreyfa, tunr.ustafi og hrossleggi. Út! Lárus J. Rist. Athugasemd: »Aiþýðurn.« neiíar því eindregið, að í greininni »Fyrsti snjórinn« fel- ist sá hugsuna>háttur, að það eigi að bæla börnin inr.i. Hinu heldur hanrr frarr, að það eigi alls ekki að þola sleðafargar.ið á gangstéttunum, og um daginn hafi ails ekkert sleðafæri verið komið, svo að sleð- arnir áttu að vera inni en ekki úti. Og óþarfi virðist það vera af Lár- usi Rist, að eggja til þeirra yfir- troðslu á lögreglusamþykt bæjar- ins, að gera gangstéttirnar að leik- völlum ófyrirleitinna krakka, í stað- inn fyrir að nota þá staði, sem ætl- aðir eru til leika. Götur bæjarins og gangstéttir eru engir leikvellir, og það er ekki nóg að koma börn- unum út úr húsunum, það þarf að koma þeim út úr bænum. Og ekki

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.