Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 31.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 31.10.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUM AÐ URINN nóg með það. Á leikvöllum og við skíðabrekkur, sem bærinn er skyldugur að leggja börnunum til, þurfa að vera eftirlitsmenn, sem halda börnunum að leikjum, og hafa eftirlit með því, að uppvöðslu- samir og illa innrættir krakkar geri ekki öðrum börnum vistina þar ómögulega- Margir foreldrar þora ekki að láta börnin sín fara til leikvalianna, meðan þar er ekkert eftirlit. — Vínsalan á Hótel Borg. Fá mál hafa farið meira í taug- arnar á Reykvíkingum, en tilhliðr- unarsemi dómsmálaráðuneytisins við hótelhaldarann á Hótel Borg, er það framlengdi vínveitingatímann á hótelinu. Frá þessu hefir verið lítillega sagt hér í blaðinu og einn- ig getið þeirra mótmæia, er þetta hefir hlotið í Reykjavík. En nú er nýít komið upp í þessu máli. Klögun á hendur hótelhald- aranum, fyrir óleyfilega vínsölu, er fram komin og hefir málið verið undir rannsókn undanfarið. Blaðið »Sókn«, sem gefið er út af Síórstúku íslands, skýrir frá þess- um málum 22. þ. m. á þessa leið: »í síðasta blaði var sagt frá kvöld- vínveitingaleyfi því, er dórnsmáia- ráðherra veitti »Hótel Borg«, svo og þeim mótmælum, er samþykkt hefðu verið gegn þessari ráðstöf- un. Dómsmálaráðh. er nú kominn neim, en he'irekki breytt þessari ein- kennilegu ráðstöfun. En fyrir nokkru síðan iögðu 3 fyrverandi og einn núverandi þjónn á »Hótel Borg« fram skýrslu um hvernig vínveit- ingaleyfi hótelsins væri notað, og sendu hana til lögregiustjóra, með ósk um rannsókn á málinu, Lögreglan hefir tekið málið til rannsóknar og hafa allir þeir þjón- ^r, er nú vinna á hótelinu, og þjónar þeir er skýrsluna gáfu, verið yfirheyrðir. Er skemst frá að segja, að allir þjónarnir hafa borið það að selt hafi verið vín út úr hótel- inu, á óiöglegum tíma sem lögleg- um, og að það hafi verið gert eftir skipun húsbændanna. Að annað- hvort þeirra hafi ætíð afhent allt það vín sem selt er, því að þau ein hafi lykla að vínkjallara húss- ins. — Það er með öðrum orðum fullkomlega sannað, að eigendur hótelsins hafa þverbrotið svo sem verða má allar þær reglur, er hótel- inu eru settar um vínveitingaleyfi. Og þar með sannaður sá almanna- rómur er um bæinn hefir gengið, að vínsalan á »Hótel Borg« væri svo að segja takmarkalaus, og væri stórkostlega að auka drykkjuskap í bænum.« Þannig segist blaðinu frá þessu máli, en það sem hér fer á eftir, sýnir hvernig margir Reykvíkingar hugsa til þess: »Þetía hótel, sem er uppbygt með allskonar fríðindum af hendi hins opinbera, svo sem: stórar á- byrgðir, lága skaíta, gjaldfrest á sköttum, vínsöiuleyfi og þriðju hverja flösku í sölulaun, hótelið, sem átti að vera prýði höfuðstað- arins og alls landsins — og bera átti vott um hve gott væri að gista landið, og hve menning íslands væri mikil — það heldur ekki sjálf- sögðustu reglur um veitingaleyfi, þótt það sé byggt með tilstyrk rík- is og bæjarfélags, þótt það starfi í landi, sem hafði gert vínið land- rækt, enda eina hótelið á öllu land- inu, sem Ieyft er eða trúað fyrir vínveitingum. Sér er nú hver trú- menskan!! ! Heimili Reykvíkinga var það nefnt, fyrst í stað, og alment var álitið, að nú hefðu bæjarbúar feng- ið góðan samkomustað- Þar komu menn af öllum flokkum og stétt- um, og þar komu bindindismenn- Þeir komu þar í þeirri trú, að vín- inu væri haldið innan vissra tak- marka og að það yrði ekki mis- brúkað. — En meðan þeir sátu þar, í þess- ari fánýtu trú, var verið að selja vín út, á ólöglegum tíma, í breyii- legum umbúðum o s frv. — Þvílík gestrisni! Þvílík virðing fyrír gest- unum! Og svo — þegar þetta hef- ir gengið svona um eins árs tíma eða vel það, þá kemur nýtt leyfi um aukna sölu. Sjálfur dómsmála- ráðherrann veitir það, og það verður svona eins og kóróna á alt hneykslið, en er látið heita svo, að það sé tilraun til að freista þess, að kenna mönnum siðlegri með- höndlun á víni — kenna mönnum að vera samkvæmishæfir!! Þarna fann ráðherrann skólann, sem var ímynd þeirrar siðfræði og prýði, er hyggst að kenna íslendingum að drekka sér til gleði og gengis!!* En dómsmálaráðherrann virðist halda með Hótel Borg. Hann hef- ir ritað um málið í »Tímann«, og er ekki á honum að skilja, að hann álíti þá hreifingu, er vaknað hefir upp á móti vínfarganinu á Borg, á nokkrum rökum bygða. Hærri! Hærri! Eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu, fékk útflutningsnefnd Síldareinkasölunnar lögskipaða menn til að skoða síld þá, sem enn ligg- ur óseld á Siglufirði og hér við fjörðinn. Áður en þetta gerðist, höfðu yfirsíldarmatsmennirnir skoð- að síldina og gefið útflutnings- nefndinni skýrslu um hana. Þessir lögskipuðu skoðunarmenn eru þvf nokkurskonar há yfirsíldarmatsmenn og hafa þeir undanfarið verið að skoða síldina á Siglufirði. Nú hef- ir síldarsaltendum á Siglufirði fund- ist þessir há-yfirmenn alt um of fundvísir á skemda síld; hafa þeir því haldið fund með sér og sam- þykt að krefjast þess, að fá lög- skipaða menn til að skoða hjá sér síldina upp eftir þessa sendimenn Einkasölunnar. Verði þetta gert, fáum vér þarna h æ s t-yfirsíldar- matsmenn, og hver veit, hve háa menn vér fáum í framtíðinni. En verst af öllu er, að hve háa síldarmatsmenn sem vér fáum, er síldin jafn skemd eftir sem áður, og jafn fjarri því að vera verslun- arvara, fyrst útflutningsnefndin ekki bregður inn á það eina ráð, sem

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.