Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 07.11.1931, Blaðsíða 3
A lÞÝÐUMAÐURINN 3 Vegna jarðarfarar verða verslanirnar „Hániborgu og ,,París“ lokaðar kl. 12—4 næstkomandi Priðjudag. Jón E. Sigurðsson. Pórsteinn Sigvaldason. það á niðurstöðum þessara mála, að báðum þessum knæpum er lok- að um stund. Pað er mikil bless- un fyrir borgina, meðan það stend- ur. — Frá bæjarvinnunni. Vatnsveitulagníngunni miðar vel á- fram. Unnið er í ákvæðisvinnu og hafa verkamennirnir upp fullkomin daglaun og meira, þeir sem afkasta- mestir eru. Samningar verkamanna og bæjar- stjórnarinnar voru miðaðir við vinnu í mildum jarðvegi, en um miðja vik- una voru verkamennirnir komnir með skurðinn í grýttan mel, en um gröft í slíkum jarðvegi var ekki samið. — Kom þá stjórn Verkamannafélagsins á vettvang og fékk mennina til að leggja niður vinnu, þar til samið væri um gröftinn í melnum. Var ekkert unnið á Fimtudaginn. En þá tókust samn- ingar rneð verkstjórum vatnsveitunnar annarsvegar, og verkamanna hinsvegar og stjórnar Verkamannafélagsins, að greiddar voru 4 krónur fyrir lengdar- meter í skurðinum i melum, og hét stjórn Verkamannafélagsins því, að láta það afskiftalaust, meðan verið væri að sjá hvort verkamennirnir hefðu ekki sæmilegt kaup við þessa vinnu. — Hófst vinnan aftur í gær- morgun. 730 atvinnuleysingjar voru skráðir í Reykjavik nú um mánaðamótin. Par af voru 41 kona. Umsækjendur um landsímaembættið eru tveir; þeir Guðm. Hlíðdal verk- fræðingur og GunnlaugurBriem verk- fræðingur. Umsóknarfrestur er út- runninn. Úr bæ og bygö. Ofsaveður gekk víða yfir land á Laugardaginn var, og olli sköðum, einkum vestan lands. í Ólafsvík hrakti fé í sjó út, bátar brotnuðu, símalínur slitnuðu niður á löngum pörtum og hey og hús skemdust. Manntjón varð ekkert, svo frést hafi. Meiösli. Við uppskipun úr »Súð- inni« á Ólafsvík á Laugardaginn var, meiddist einn verkamaðurinn svo að hann varð að flytja á sjúkrahús. Á leiðinni frá Siglufirði til ísafjarð- ar á Mánudaginn var, hrepti »Goða- foss< svo ilít veður, að verra mátti ekki vera. Einn háseti lærbrotnaði í þessu volki og var lagður inn á sjúkrahúsið á ísafirði. »Skuggsjá«-, annað hefti er níkom- ið út. Fæst hjá Sigurgeiri Jónssyni söngkennara, Spítalaveg 15. »Sögur Æskunnar«, 3ja bindi eru nýútkomnar. Tilvalin barnabók. Fæst hjá útsölumönnum Æskunnar cg flestum bóksölum Hreinn Pálsson er nýfarinn til Englands til að syngja á grammofón- plötui fyrir Columbiafélagið. Hafa plötur þær, er Hreinn söng á fyrir félagið í fyrra selst svo vel, að það pantaði hann út til að syngja. Áður en Hreinn fór héðan, söng hann í Nýja-Bíó fyrir fullu húsi. Einnig söng hann í Reykjavík við ágæta aðsókn á Miðvikudaginn var. Reykvíkingar ráðgera að koma upp bálstofu hjá sér á næstunni. Líkbrensla færist nú mjög í vöxt og þykir ekki fært fyrir höfuðstað ríkisins að vera án bálstofu lengur, Nýlátin eru hér í bænum, ekkju- frú Sólveig Einarsdóttir 83 ára gömul, Magnús Jónsson ísfirðingur Hjálpræöisherinn. Samkomur á morgun: Helgunarsamkoma kl. 10,30 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Fórnarsamkoma kl. 8 síðd. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. 69 ára og frú Aðalheiður Sigtrj'ggs- dóttir, kona Axels Björnssonar vél- stjóra, ung kona, dó að nýafstöðn- um barnsburði. Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 á morgun. Reknetabátarnir fengu góðan afla í gær — 10—15 tunnur hver. Hitt og þetta. Nýlega var síldarútgerð Dana hér vió land í sumar sem leið, til um- ræðu meðal stórmennanna við Eyr- arsur.d. Verslunarhúsin, sem tóku þátt í kostnaði við útgerðina, hafa hafa tapað á henni um 75 þús. kr., og ríkissstyrkurinn fór auðvitað líka út í veður og vind. Pótt útkoman væri ekki betri en þetta, létu hvata- menn þessa fyrirtækis all vel yfir öllu saman. Póttust mikið hafa lært í sumar, og alt myndi ganga betur í framtíðinni. Munu þeir hafa gleymt því, að s.I. sumar var hið lang besta fyrir útiveiðar, sem kom- ið hefir um fjölmörg ár. Eru því litlar líkur til að betur gangi næst. Hlutur sjómannanna, sem voru í leiðangrinum, var um 1000 krónur — það er að segja, þeirra dönsku. Færeyingar höfðu engu betra en íslensku sjómennirnir á síldveiðun- um í sumar. Sendinefnd danskra iðnaðarmanna er nýkomin heim úr Rússlandsför. Voru í henni verkfræðingar, for- stjórar atvinnufyrirtækja og aðrir »fagmenn«. Dvaldi nefndin marga mánuði í Rússlandi og skoðaði það besta, er Rússar hafa að sýna. — Lætur hún mikið af framförunum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.