Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 07.11.1931, Blaðsíða 4
4 AL ÞÝÐUM AÐURINN í Strandgötu 7, er nú mjög vel byrg af allskonar fatnaði karla, kvenna og unglinga, fatadúkum og öllu til fata- saums, allskonar clnavöru, allt frá hvítum léreftum upp í peysufatakiæöi. Kaupfélag Verkamanna. ÚTVABPIÐ. 8/n 10/11 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl, 10,15, 16.10 og 19.30 Veðurfregnir — 19,05 Þýskukensla. — 19,35 Enskukensla. — 20 Klukkusláttur. — 20,30 Fréttir. Sunnudaginn 8. Nóv.: Kl. 12 Messa og ferming í Dóm- kirkjunni, F. H. — 18,40 Barnatími. — 19,05 Grammofónhljómleikar, einsöngvar. — 19,35 Grammofónhljómleikar, íslenskir kórsöngvar. — 20 Skólaþættir, síra Ólafur Ólafsson. — 21 Grammofónhljómleikar og síðan danslög til kl. 24. Mánudaginn 9. Nóv.: Kl. 20 Skólaþættir, Ól. Ólafsson, — 21 Alþýðul., útvarpskvartettinn og síðan grammofónhljl. Þriðjudaginn 10. Nóv.: Kl. 20 Erindi, Árni Friðriksson. — 21 og 21,35 grammofónhljl. — 21,15 Upplestur, Þorsteinn Ö. Stephensen. þar eystra og hið besta af allri að- búð í ferðinni. Fara Danir ólíkt skynsamlegar að í þessum efnum en vér íslendingar, sem sendum mállausa unglinga til að komastað öllum sannleika um uppbyggingu verklýðsríkisins, sem svo ekki dvelja þar nema fáa daga — til að skemta sér. — Sagt er frá því að vísindamenn í Evrópu og sjálfsagt víðar um heim, vænti stórmerkra vísindafregna frá Oslo í næsta mánuði. Ungur efna- fræðingur í Oslo kvað hafa tilkynt það, að hann, í öndverðum Desem- bermánuði, muni gera heyrum kunnar niðurstöður af rannsóknum sínum á svonefndum fjörefnum, og þessar rannsóknir hafi Ieitt í ljós stórmerkar nýungar á þessu sviði. í sambandi við þessar væntanlegu vísindanýungar, er jafnvel farið að spá því, að í vændum geti verið miklar breytingar á mataræði manna, bygðar á þessum rannsóknum. Alt af ganga yfirvöldin í Pýska- landi lengra og lengra inn á ein- staklingsfrelsi manna þar í landi. Nýskeð hefir verið lagt bann á alla útifundi, kröfugöngur, flutning póli- tískra ræða á almannafæri o. s. frv. Einnig hefir mönnum verið bannað að bera einkennisbúninga, eftir því, í hvaða stjórmálaflokki þeir eru, en það hafa þjóðernissinnar gert nú í seinni tíð. Bann þetta er ekki sett lengur en fram í Marsmánuð n.k,, og er réttlæft með því, að svo mikið sé urn óeirðir í landínu, að þessar ráðstafanir séu nauðsynleg- ar. Hin megnasta óöld ríkir í Berlín, Fólkið er hamstola af hungri og neyð. Rán og gripdeildir eru daglegir viðburðir og færast sífelt í vöxt. Alt miðar að þeirri stóru stund, þegar engin bönn duga, engin lögregla, enginn her. Myndun bresku þjóðstjórnarinnar var tilkynt í gær. MacDonald er forsætiráðherra. — Annars eru í stjórninni 11 íhaldsmenn, 6 frjáls- lyndir og 4 jafnaðarmenn úr því broti verkamannaflokksins, er fylgdi MacDonald við kosningarnar. Sveita- og bæjarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar í Noregi. Hefir verkamannaflokkurinn tapað mörg- um sætum til hinna flokkanna, en þeir eru margir og sveipaðir margs- konar sauðargærum. Ekki er enn frétt um atkvæðatölur, en þær sýna best hinn raunverulega styrk flokk- anna, en eftir kosningarnar hafa verkamenn einn þriðja fulltrúanna. I. O. O. T. St. Akureyri nr. 137 heldur fund í Skjaldborg n k. Þriðju- dag kl. 8,30 e.h. Inntaka nýrra fé- Iaga. Skýrslur embættismanna kosn- ingar og innsetning. Tilkynningar frá Stórstúkunni og Umdæmisstúk- unni. Félagar! Mætið allir! Hvað er Meta? Meta-töflur eru notaðar í staðinn fyr- ir suðspritt til að kveikja á prímus- um. Einnig til að kveikja upp í ofnum og eldavélum í stað olíu. Miklu ódýrara í notkun. Reynið töflurnar. Aðalumboð á íslandi: H.f. Efnagerð Reykjavíkur Umboð á Akureyri Eggert Stefánsson. Kommúnistar töpuðu líka stórkost- Iega í kosningunum. Auðvaldsfréttastofurnar eru spar- ar á að gefa upp atkvæðamagn flokkanna í bresku kosningunum. Er minna hirt um að skýra frá því en »sigri« íhaldsins við kosningarn- ar. Það eina, sem fengist hefir upp um þetfa, er það, að á öðrum degi eftir kosningarnar var talið að verkamannaflokkurinn hefði þá feng- ið einn þriðja greiddra atkvæða, en ekki nema einn níunda hluta þing- sæta. Svo er kjördæmaskipun og kosningalöggjöfin réttlát í Englandi. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson. Prentsm. Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.