Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 10.11.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 10.11.1931, Side 1
AL ÞÝÐUMAÐD RINN I. árg. Akureyri, t’riðjudaginn 10. Nóv. 1931. 67. tbl. Samvinna. Mótspyrna. Ég var staddur í einni af minni sölubúðum bæjarins hér um daginn. Pað var hávaðasamt, því verið var að tala um kaupdeiluna milli bæj- arins og Verkamannafélagsins. — Slagurinn stóð fyrst á milli kaup- mannsins og tveggja verkamanna, en síðan bættist skipstjóri af einu vélskipinu í hópinn og veitti kaup- manninum að málum, Ég var áheyrandi. Lagði ekkert til málanna. Verkamennirnir héldu fram hlut verkamannanna með venju- legum rökum, en kaupmaðurinn og skipstjórinn töldu það eina bjarg- ræðið, að fá kaupið lækkað. Ekkert sérstakt var við þessa deilu. Engin ný rök í þessum mál- um. Ekkert kom þar fram, sem bent gæti á leið út úr þeim erfið- leikum, er að atvinnulífinu steðja Engar nýjar orsakir fundnar fyrir kreppunni. En deila þessi vakti athygli mína vegna þess hverjir það voru, sem deildu. Afstaða verkamannanna var ljós og auðráðin. Peir voru að verja rétt sinn og möguleika til lífsupp- eldis. Hitt var óskiljanlegra hvað kaupmanninum og skipstjóranum gat gott af því skinið að verkalaun almennings lækkuðu. í deilunni við sjómenn halda út- gerðarmenn því fram, að altaf sé tillit tekið til þess kaups, sem há- setarnir fá, þegar samið er um kaup yfirmanna á skipunum. — Hlutur skipstjóra á því að vera því minni, sem hásetarnir hafa verri kjör. Nú stuðlar kauplækkun hjá einum flokki verkamanna til þess sama hjá öðrum. Kauplækkun hjá verka- mönnum í landi gefur útgerðar- mönnum undir fótinn að lækk a kaup sjómannanna. Hagur allra þeirra, sem fast kaup taka fyrir vinnu sína, er því best tryggður með því að hvergi riðlist fylkingaf verkalýðsins, og kaupið falli hvergi — siro hægt sé að byggja kröfu um lækkuð !aun annara á. Þegar skipstjórar eru útgerðar- menn líka, er aðstaða þeirra skiljan- leg. Pá eru þeir keppendur verka- fólksins um gæði krásarirmar. En þegar þeir eru samherjar verkalýðs- ins í baráttunni við útgerðarmenn- ina, eins og þessi skipstjóri, sem hér hefir verið rætt um, hefir altaf verið og er, þarf alveg sérstaka hagfræði til að sjá sinn hag betri við það að hagur samherjanna versni. En þetta er mjög algengt fyrir- brigði meðal skipstjóra, og það verður ekki auðveldlega skýrt nema á einn veg. — Pann, að þeir viti harla lítið hvað þeir eru að gera, er þeir berjast við hlið útgerðar- mannsins gegn verkalýðnum. — Að þeir viti ekki að þeir um leið eru að berjast gegn hagsmunum sjálfra sín, svo ekki sé kent um verri hvötum. Eitt skal ég þó taka fram, skip- stjórunum til málsbóta, og það er, að ef þeir ganga með þá drauma, að þeir séu að verða útgerðar- menn, eru þeir bara dálítið á und- an tímanum sem kaupníðingar, En nú komum við að kaupmann- inum, sem vill lækka kaup verka- fólksins. Erlendis eru smákaupmenn og verslunarfólk hjá stórkaupmönnum, alstaðar með í samtökum alþýð- unnar, og víða framarlega. Versl- unarfólkið veit það, að altaf er leit- að samræmis milli kaups hinna ýmsu starfsveita verkalýðsins. — Lækki kaup almenns verkafólks, fylgir kauplækkun á eftir hjá versl- unar- og skrifstofufólki. Og í bar- áttunni, sem stétt, finnur verslunar- fólkið vel hve mikill styrkur því er að sambandinu og samvinnunni við verkalýðinn. Smákaupmennirnir erlendis hafa fyrir löngu fest sjón á því, að gengi þeirra er alt undir því kom- ið, að almenningur hafi við góð kjör að búa. Undirstaða almennr- ar velmegnunar er það, að hinn vinnandi lýður hafi sem hæst kaup. Peir taka því ótrauðan og öflugan þátt í baráttu verkalýðsins. Með því tryggja þeir sinn hag best. Við íslendingar höfum sérstöðu á þessu sviði. Sérstöðu, sem bygg- ist á misskilningi smákaupmann- anna og meginhluta verslunarfólks. Smákaupmennirnir eru víðasthvar stoð og styrkur atvinnurekendanna í baráttanni gegn alþýðusamtökun- um. Sumir þeirra gefa sig upp sem verstu alþýðuféndur. Verslun- arfólkið fylgir húsbændum sínum undantekningarlítið að málum. T.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.