Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 1
ALÞÝDUMAÐO I. árg. Akureyri, Laugardaginn 14. Nóv. 1931. 68. tbl. TunnusmíOiD dnpið. Haldinn aukafundur í bæjarstjórn til þess að drepa þær einu at- vinnubætur, sem um gat verið að ræða að unnar yrðu hér í bæ. Hallgrímur Davíðsson með til- boð frá Ingvari Guðjónssyni upp á vasann um ódýrar norsk- 2X tunnur en óheyrilega dýrt tunnuefni. Tillögur fjárhagsnefndar miðað- ar við að verkamennirnir fengju 25 aura um klukkustund, ef tunnusmíði yrði. Á Þriðjudaginn var hélt bæjar- stjórnin hér aukafund um væntan- legt tunnusmíði hér í bæ. Fundur þessi var mjög merkileg- ur fundur, einkum sakir þess, hve greinilega þar kom í Ijós hinn sterki viiji fjárhagsnefndar fyrst og fremst, og síðan meiri hluta bæj- arstjórnar, til þess að nota atvinnu- bætur, ef einhverjar yrðu, til þess að þrýsta niður kaupi verkarnanna hér í bæ. — Hallgrímur Davíðsson var með þrjú tilboð upp á vasann frá Ingv- sx\ Guðjónssyni, sem öll áttu að hjálpast að því, að eyðileggja að nokkrar tunnur yrðu smíðaðar hér, nema að kaup verkamanna færi niður úr öllu veldi. Fyrst var tilboð frá Ingvari um norskar tunnur, sem áttu að kosta hingað komnar 70 aurum minna en í ár. - Ingvar er umboðsmaður fyrir norskan tunnusala, og hefír miklar tekjur af því, að þessi tunnusali geti selt tunnur sínar hér á landi. Það þarf því engan að undra, þótt Ingvari sé ekkert sérstakt kappsmál, að smíðaðar séu tunnur hér í bæ. Vitanlegt er að þetta tunnutilboð Ingvars er ekkert annað en tilbún- ingur hans og Hallgríms, sem hafði tilboðið upp á vasann. Það er fyrirfram víst, að engum manni dettur í hug að festa kaup á tunnum nú á þessum tíma, svo óhætt er að flagga með tilboð um ódýrar tunnur. Einkasalan, sem ein hefir rétt til innflutnings á tunnum, er nú sem stendur stjórnlaus. Útflutnings- nefndin fer frá um næstu áramót. Framkvæmdarstjórinn, sem hefir haft með tunnukaupin að gera, veit að hann fær lausn í náð, þegar ný útflutningsnefnd tekur við. Það verður því enginn til þess að kaupa tunnur af Ingvari, þótt hann bjóði þær ódýrt, enda mun ekki þurfa að efa, að tunnutilboð Ingvars verður hækkað, þegar til virkileikans kemur, um að tunn- urnar verði keyptar. Annað tilboð Ingvars var um tunnuefni. — Það tilboð var með nokkrum öðrum svip en tilboðið um ti/nn- urnar. — Lestin af tunnustaf kostaði eftir tilboði Ingvars 10% meira en lest- in af tunnustaf, sem fjárhagsnefnd hafnaði kaupum á fyrir viku síðan. Vissa er fyrir um, að það tunnu- efni, sem fjárhagsnefndin hafnaði kaupum á, að það var valið efni, en enginn veit um það efni, sem Ingvar var að bjóða, hvort það er valið eða ekki. Þriðja tilboð Ingvars, sem var um tunnugjarðir, er í samræmi við tilboðið um tunnustaf hans. — Dýrt og óaðgengilegt. Frammistaða Ingvars í þessu tunnumáli, sem Hallgrímur Davíðs- son var að flagga með á bæjar- stjórnarfundi, var þessi: Ingvar Ouðjónsson þykist geta boðið mikið ódýrari síldartunnur frá Noregi nú en fyrri hluta þessa árs, þótt tilboð hans um efni í síldartunnur sé mikið hærra en nokkur annar hefir boðið í fyrra og í ár, og vitanlegt er að vinnulaun á tunnum í Noregi eru engu lægri nú en í fyrra. Fróðlegt væri að vita, hvernig Ingvar Guðjónsson ætlar að fá ó- dýrari tunnur nú en í fyrra og í vor með því að greiða sömu vinnu- laun og í fyrra, og greiða hærra fyr- ir efni en þá. Með þessum kynduga tunnu- spekúlanti flaggar svo fjárhagnefnd- in og byggir sínar ákvarðanir á. Fyrir utan þessi merkilegu afrek fjárhagsnefndar, að láta Ingvar Guð- jónsson fylla hana af tilboðum, £r virðast gerð í þeim eina tilgangí. að hræða frá tunnusmíði hér í bæn- um, hafði nefndin samið við Hjalta Espholin um tunnusmíði á þeim grundvelli, að Hjalti fengi 1 krónu fyrir að smíða hverja síldartunnu. í fyrra samdi sama fjárhagsnefnd við Hjalta um að honum yrði greidd kr. 1,75 fyrir hverja tunnu, og lagði þá til í bæjarstjórn, að bærinn tæki á sig skaða af því, ef tunnurnar seldust ekki fyrir það verð, að Hjalti fengi 1,75 fyrir smíðið. — Nú má ekki nefna á nafn, að bærinn taki á sig nokkra áhættu af tunnusmíðinni. Þetta hefir fjárhagsnefnd ogmeiri hluta bæjarstjórnar farið fram!! síð-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.