Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUM AÐ URINN an í fyrra, í umhyggjunni fyrir verkamönnum í Akureyrarbæ, þótt öllum sé vitanlegt, að nú eru miklu fleiri atvinnulausir en í fyrra og þörfin miklu brýnni fyrir atvinnu- bætur, Pað er vitanlegt að Hjalti Esph- olin hafði í vor, fyrir sjálfan sig verkstæði og vélar, 75 aura af hverri tunnu fram yfir það, sem hann þurfti að greiða verkamönn- unum, sem hjá honum unnu. Þá hafði hann kr. 1,75 fyrir að smíða hverja tunnu, en nú ekki nema kr. 1,00. — Þegar Hjalti er búinn að fá sína 75 aura af hverri tunnu nú, fyrir það, sem hann ieggur til, eru eftir 25 aurar handa verkamönnunum, sem höfðu þar kr. 1,00 í vor fyrir tunnusmíðið. Verkamennirnir í innbænum, er haldið hafa Hallgrími Davíðssyni við á Höepfners lóðinni meðanauð- ið var, með vinnu sinni og við- skiftum við útlendu verslunina, ættu nú að minnast öriætis hans, þegar hann er farinn að skamta þeim kaup við bæjarvinnuna. Verkamennirnir á Sauðárkróki og sjávarþorpunum við Skagafjörð, ættu einnig að minnast 25 auranna, er Brynleifur ætlar nú að greiða Ak- ureyrsku verkamönnunum við tunnu- smíðið, þegar hann kemur næst til þeirra í sínum langa atkvæðabón- orðsleiðangri. Rétt væri þá að spyrja, hvaða kaup Brynleifur ætlaði að greiða við vegavinnu í Skagafirði, ef hann réði einhverju um það, hvort það ættu að verða 25 aurar um tím- ann. — Nýja-Bíó hefir fært sýningar sínar til kl. 9 í stað 8,30 að kvöldi. Mun þelta vera gert svo bíógestirnir geti hlítt á útvarpsfréttirnar, áður en þeir fara að heiman, en þær byrja kl. 8,30 eins og kunnugt er. Flóabáturinn »Unnur« strandaði á innsiglingu til Raufarhafnar á Þriðju- daginn var. Er um algert strand að ræða. Framtíðardraumar „sjálfstæðis”'manna. Fegurstu drauma mig dreymir á daginn í vöku“--- Stefna og framtíðarhugsjón sjálf- stæðismannanna frá fyrsta tugi þessar- ar aldar birtist skýrt og ákveðið í kjörorði þeirra: Vér viljum sjálfir ráða yfir voru landi. A þeim árum var það sjálfstæði þjóðarinnar, sem var framtíðardraum- urinn, og þá þóttu sporgöngumenn útlendinga hér á landi lítt til frama og gengis þjóðinni. Þá skipaði sjálfstæðisnafnið virðu- legan sess í meðvitund þjóðarinnar og engan dreymdi um það, að eftir tvo tugi ára myndi það verða orðið að stolinni skrautfjöður á óverðugasta stjórnmálaflokki landsins. Draumar þjóðarinnar, í sambandi við sjáifstæðisnafnið, voru glæsilegir í þann tíð — djarfir og stefndu hátt. Síðari ifma »sjálfstæðismenn« eiga líka sína drauma. En þeir eru öllu lágfleygari en draumar gömlu mann- anna. Er ekki þörf að færa mörg dæmi þessu til sönnunar. Þau eru kunn öll- um þeim, sem með stjórnmálum ís- lendinga hafa fylgst sfðustu ár. Nýjasfa dæmið skal aðeins tekið hér til meðferðar. Eftir að sjálfsforræði landsins, í stjórnmálum, var fengið, kom starfið fyrir sjálfsfæði atvinnuveganna fyrir alvöru til greina. Þegar fyrst var farið að stunda hér síldarútveg, voru það Norðmenn, sem öllu réðu á þeim vettvangi. Siðar var útlendingum, með lögum, bolað frá sildarverkun í landi og útflutningi síldar. Þá hófst leppmenskan og Svíar réðu hér lögum og lofum. Sjálfstæði íslensks sildarútvegs var ekki til. Með sfofnun Sildareinkasölu íslands var leppmenskan kveðin niður. Sjálf- stæði hlotið í þessari atvinnugrein, sem útlendingar báru fulla virðingu fyrir í fyrstu. Með vaxandi áhrifum og stjóm síð- ari tíma »sjálfstæðismanna« í Síldar- einkasölunni, hefir að visu altaf meir og meir verið gefið eftir fyrir ágangi útlendinga, en það er ekki stofnun- inni sjálfri að kenna, heldur þeimr sem þar hafa mestu um ráðið. Nú þegar stjórnarhögum einkasöl- unnar er svo komið, að í framtíðinnr er vissa fyrir að henni verður ráðið af mönnum, sem er það áhugamál og gera Síldareinkasöluna að því, sem hún á að vera: Tæki til sjálfstœðis og eflingar síldarútvegi Islendinga, hefur þetta gæsalappa »sjálfstæðis«- mannalið upp óp mikið og heimtar Síldareinkasöluna laga niður. Og hvað á að taka við? Leppmenskan á að hefjast á ný. — Framtiða draumurinn er sá, að þeir stærstu af saltendunum geti »reddað« sér með því að »komast inn á« ein- hvern Svíann og verka fyrir hatm sild á íslandi. Sjálfstæði síldarútvegs- ins, sem atvinnuvegar, á að fylgja með í ofanálag. Hvílíkar »sjálfstæðis-«hetjur! Von að þessir menn láti blöð sín »engjast í kvöl« vegna þess að dönsk skip skuli sigla undir sinnar þjóðar fána í íslenskri landhelgi. Skæðadrífa. Samræmi. Undanfarin ár heíir íhaldið farið með völdin í Síldareinkasölunni, með tilstyrk Framsóknarfulltrúans. Þegar rætt hefir verið um ávirðing- ar þessarar stofnunar, hefir íhaldið haldið því fram, að þær væru jafn- aðarmönnum að kenna, því þeir færu með völdin í Síldareinkasöl- unni. Nú, síðan kosningarnar á aðalfund Síldareinkasölunnar, hafa gefið jafnarmönnum aðstöðu til að fara með völd í Einkasölunni fram- vegis, ætlar íhaldið alveg af göflum að ganga yfir því, að nú verði breyt- ing á stjórninni, af því jafnaðar- menn verði í meirihluta. Samræm- ið er ágætt og íhaldslegt í hæsta máta. Viska Ólafs Þegar rætt var um styrk frá bæn- um á síðasta bæjarstjórnarfundi til tunnusmíðis, og Erlingur Friðjóns-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.