Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.11.1931, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurinn ÚTVARPIÐ. 15/n—17/n 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl. 10,15, 16.10 og 19.30 Veðurfregnir — 19,05 Pýskukensla. — 19,35 Enskukensla. — 20 Klukkusláttur. — 20,30 Fréttir. Sunnudaginn 17. Nóv.: Kl. 11 Messa í Dómkirkjunni, B. J. — 18,40 Barnatími. — 19,15, 20,20—21. Grammofón- hljómleikar. — 20 Fréttir. — 21,30 Danslög til kl. 24. Mánudaginn 16. Nóv.: Kl. 20 Bókmentafyrirlestur, Guðbr. Jónsson. — 21 Alþýðul., síðan einsögnur, Einar Markan, Priðjudaginn 17. Nóv.: Kl. 20 Skólaþættir, Ól. Ólafsson. — 21 og 21,35 grammofónhljl. — 21,15 Erindi, Jón Sívertsen. Hitl og þetta. Ekki hefir verið talað um annað meira undanfarið en kosningarnar í Englandi og stjórnrhál Breta yfir- leitt. íhaldið hefir dáðst mjög að MacDonald og samvinnupólitík hans, og látið í veðri vaka, að með myndun þjóðstjórnarinnar væri vandi Englands leystur, Oaman er að líta snöggvast yfir þessi mál og sjá hvað þjóðstjórnin enn hefir unnið af því, sem henni var ætlað að gera, annað en að vinna síðustu kosningarnar. Hér fer á eftir kafli úr grein um þessi mál, er stóð í »Alþýðublaðinu« nýlega: »Pegar verklýðsstjórnin féll í Eng- iandi og »þjóðstjórnin« kom í stað- inn, sagði hún að það væri hið stóra hlutverk sitt að »halda uppi pundinu*. Pjóðin hefði aldrei ver- ið svo hætt stödd síðan 1914. — Ef pundið félli úr gullverði þýddi það bölvun, sem ekki yrði með orð- um lýst (»an unutterable calamity«). Snowden hélt ræðu í útvarp til þjóðarinnar, og kvað »hræðilegan háska* stenda fyrir dyrum. »AUur iðnaður Bretlands mun falla í rúst- ir og atvinnuleysi aukast margfalt*, sagði hann. Hagfræðingar Eng- Iandsbanka voru sendir í útvarpið til 'pess að lýsa þeim skelfingum, sem myndu stafa af falli pundsins. MacDonald sendi sjálfur út mynd af umslagi með nokkurra miljón marka frímerkjum á. Pannig hafði þýska markið farið! Átti að fara á sömu leið fyrir pundinu? Nei, þjóðin öll átti að fylkja sér um »þjóðstjórnina«, sem þá myndi »frelsa pundið«! og endurreisa láns traust Englands. Allir áttu að leggja fram jafna fórn á alt,ari föðurlands- ins. — 10% af 40 stpd. árslaunum. 2% — 40 stpd. vikulaunum. 5X — 1000 stpd. vikulaunum. Enski flotinn svaraði með upp- reisn. Pá sló »þjóðstjórnin« af og tók það til bragðs að taka 80 milj. stpd. lán með ca. helmingi hærri vöxtum en venjulegir voru á þeim tíma, til þess að endurreisa láns- traust Englands! Auðvitað varð alt þetta til að eyðileggja lánstraust Englands. Oullið streymdi út úr Iandinu. Og þá, mánuði eftir að »þjóðstjórnin« kom til valda, varð hún að gera einmitt það, sem hún var mynduð til að koma í veg fyrir, hverfa frá gullinnlausn, banna gull- útfl. lœkka pundið í stað þess að halda því uppi. Óg það undarlega kom fyrir. — Með breyttri pólitík kom breytt hagfræði! Enn átti öll enska þjóð- in að fylkja sér um »þjóðstjórnina«. Ekki af því að hún héldi pundinu uppi, heldur af því að hún hafði látið jaað lalla. Auðvalds-hagfræð- ingarnir (City-Edítors) fyltu blöð- in. — Times sagði, að þetta væri »vit- urleg og nauðsynleg ráðstöfun«. Daily Express: »að þetta væri besti atburður síðustu ára; loksins erum við lausir við gullgildið — fyrir fult og alt,« Daily Mail: »Pað er byrði af okkur létt. Pessi gullkálfur hefir verið tilbeðinn of lengi.« Evening Standard: »Petta er póli- tík, sem vér höfum prédikað árum samar. Nú mun fjárhagsleg end- uireisn þessa lands byrjar á þessu ári.« Fjármálaritstj. News Chronicle: Nú mun alt fara vel. — Snowden í þingræðu: Pótt vér höfum yfirgefið gullinnlausn í bili tr.un pundið ekki lækka! Hjgspeki ensku »þjóðstjórnarinn- ar« er þessi: Vegna sparnað- ar á launum hermanna og atvinnu- leysisstyrkjum, framkahar hún upp- reisn í flotanum og verður að fresta »sparnaðinum« í mánuð og taka í þess stað útlent lán, 80 milj. stpd. með vöxtum, sem eru okur- vextir fyrir Bretland á þessum tíma. Pað lán veiður hún að borga að fullu um næstu áramót með verð- föllnum pundum, og mun það þá verða orðið ca. 96 milj. stpd. (með núverandi gengi stpd). Mismun- urinn er meira en nemur hinum fyrirhugaða ^sparnaði*-.1 Síðan þetta var ritað hefir íhald- ið komist að völdum í Englandi. Ný þjóðstjórn er mynduð. Ihaldið er þar í meiri hluta. Hugsjónir þess verða fram- kvæmdar. Pundið heldur áfram að falla. Amerísku olíuhringarnir hafa á þessu ári takmarkað olíuframleiðsl- una eftir mætti, til að halda olíu- verðinu uppi, og ráðgera að gera slíkt hið sama á næsta ári. En þetta hefir ekki komið að gagni enn þá. Einkum er það rússneska olían, er gerir þeim róðurinn erfiðan. Rúss- land er nú orðið fjórða mesta olíu- framleiðslu-land í heimi, og býður olíuverðið allstaðar niður. Auglýsingum í »AIþýðumanninn<i er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Abyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson. Prentsm. Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.