Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 17.11.1931, Page 1

Alþýðumaðurinn - 17.11.1931, Page 1
I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 17. Nóv. 1931. 69. tbl. Ný ákvæði um meðferð Spánarvína. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, hefir dómsmálaráðuneytið gefið út nýja reglugerö um með- -ferð Spánarvínanna. Fara hér á eftir þær greinar reglugerðarinnar, sem aimenningi varða mestu. 7. gr. sForstöðumönnum útbúanna skal skylt að færa í frumbækur (tvírit- unarbækur) sérhverja afhendingu og geta nafns kaupanda og dagsetn- ingar í hvert skifti. Að öðru leyti er forstöðumanni áfengisverslunar í samráði við dómsmálaráðuneytið skylt að mæla fyrir um, hvernig bókfærslu og skilum útbúanna skuli hagað.« Síðari hluti 9- greinar hljóðar svo: »í engu veitingahúsi má veita áfengi nema í borðsal veitingahúss- ins, og ekki nema á tímabilinu frá kl. 12,30 til kl. 1,30 síðdegis, og frá kl, 7 til kl. 11 síðdegis. Frá kl. 2 til 7 síðdegis og eftir kl. 11,30 síðdegis má alls ekki neyta víns í veitingahúsi.« 10. gr. »Enginn má hafa með sér vín í veitingahús eða hafa það með sér þaðan. Veitingamanni er skylt að gæta þess, að ekki sé brotið gegn þessu.« H. gr. »ÓheimiIt er Áfengisversluninni, títbúum hennar og veitingastöðum að selja vín: 1. Peim, sem yngri er en 21 árs. 2. Þeim, sem vín sér á. er þeir beiðast kaupa. 3. Þeim, sem á 6 mánaða tíma- bili á undan kaupbeiðninni hafa orðið brotlegir við á- fengislöggjöfina ....... 13. »Hæfilegur skipsforði, er hafa má óinnsiglaðan, telst vera einn lítri á dag handa hverjum þremur skipverjum, á meðan skipið er hér við iand og sé eingöngu miðað við þá sem náð hafa 21 árs aldri. Af skipsforða má ekki selja og ekki gefa öðrum en skipverjum.* Reglugerðin öðlaðist gildi 6 þ.m. Það er náttúrlega gott og blessað að setja reglugerðir, en betra væri þó að þeim væri að einhverju leyti framfylgt. í sambandi við sölu Spánarvínanna verður ekki vart við annað, en eldheitan áhuga dóms- málaráðherra og útsölumanna hans á því að koma sem mestu af áfeng- inu út í fólkið. Lögreglueftirlit er ekkert, nema í Reykjavík, og al- menningur mun ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins, eins og það er. Reglugerðin ber það líka með sér, að dómsmálaráðherrann ætlast ekki til að hún hafi þau áhrif, að minna verði drukkið eftir en áður. í reglugerðinni er fram tekið, að Áfengisverslunin skuli jafnan hafa nægan forða af vínum í Reykjavík. Fer mjög vel á þessu samtímis sem verið er að banna innflutning á nauðsynjavarningi. í s. I. September framlengdi dóms- málaráðherra vínveitingatímann á Hótel Borg til kl. 11,30 á kvöldin. Þetta sagðist hann gera til að gera tilraun til að kenna mönnum að drekka vín eins og siðuðum mönn- um sæmir. Þessi ráðstöfun átti ekki að gilda nema til næstu ára- móta. —• Nú veit allur landslýður hvernig farið hefir á Borg, og allir mm nýja bió aam Þriðjudagsk v. kl. 9; Gula dansmærin. Hljómmynd í 8 þáttum tekin af A. W. Sandberg. Aðalhlutverkin leika: D'AI AI og W. Inkijinotf. Þelta er saga um hinn ei- lífa söknuð mannshjartans, þegar brotsjóar lífsins hafa bcrið menn að ókunnri strönd. Sagan um óskir, vonir og þrána eftir að kom- ast heim til ættjarðarinnar, sjá fornar stöðvar og heyra sitt eigið móðurmál. Ijúka upp einum munni um það, að þessi ráðstöfun hafi stórkost- lega aukið víndrykkjuna. Dóms- málaráðherrann virðist vera hæst ánægður með þessa tilraun sína, því, eins og reglugerðin ber með sér, hefir hann sett þetta íramleng- ingarákvæði inn í hana og þar með gert hana fasta um óákveðinn tíma. Hinn nýi hóteihaldari á Borg þarf því ekki að vera smeikur um að hann missi þessi fríðindi um ára- mótin. — í reglugerðinni er fram íekið, að ekki meigi veita vín nerna með mat, en engar takmarkanir eru settar um hve mikið má selja hverjum ein- staklingi. Hér er því aðeins um argasta fals að ræða- Enginn sið- aður maður neytir víns með mat til þess að verða ölvaður..

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.