Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.11.1931, Blaðsíða 3
A lÞýðumaðurinn 3 partar á gangstéítunum hér, þar sem þessi götuofaníburður er búinn að eignast fleiri ára samastað. Pað er mælt að óþrif fylgi fá- tækt. Peíta er er ekki sannleikur nema að einnverju leyti. Enginn er svo fátækur, að hann þurfi að líta óþrifalega út, þegar hann ekki stendur í óþrifavinnu- Pað er skort- ur á fegurðarsmekk — fátækt á andlega sviðinu, sem óþrifun- um veldur að mestu leyíi. Bær- inn hérna er ekki svo fátækur, að hann þurfi þess, vegna að líta illa út- Hitt leynir sér ekki, að þeir, sem eiga að sjá um þrifnaðarmál hans. eru sorglega fátækir af nauð. synlegri fegurðarkend og skilningi á hlutverki sínu. B æ j a r b ú i. Hverju er að keuna? Á Laugardaginn var flytur Verka- maðurinr. smágrein um fjárhags- örðugleika Alþýðuhússins, og kemst svo langt í barldómnum, að blaðið gefur jafn vel í skyn, að hætta sé á að húsið verði tekið af verklýðs- félögunum. Rekstur hússins þetta ár heíir gengið vel, segir. biað- ið, en örðugleíkarnir stafa af því, að loforð um skuldabréfakaup í húsinu hafa ekki verið efnd. Petta er mál, sem verklýðsfélög- in þurfa að athuga, en þá um leið gera sér Ijóst, hverju er um að kenna, að svona er komið. Verkam. segir að ekki hafi verið staðið við gefin loforð um fjárfram- lög til hússins. Petta mun rétt vera, en hvers vegna? Af því að þeir, sem mest eggjuðu til stóræða í húsmálinu, fólkið, sem nú stendur að Verkam,, lofaði fé f vitleysu, er það hefir svo ekki getað staðið skil á. Verkafólkið mun yfirleitt hat'a staðið vel við Ioforð sín. Þá hefir líka einræðisbrölt og ó- drengskapur Einars Olgeirssonar komið niður á Alþýðuhúsinu, eins og annarstaðar, Við val fulltrúa- ráðsins, sem hefir húsmálið með höndum, var ekki hugsað um neitt annað en að það gæti orðið verk- færi Kommúnistaflokksins til að kljúfa Verklýðssambandið út úr verklýðssamtökunum, og sundra verkalýðnum við væntanlegar þing- kosningar. Petta varð til þess að menn voru kosnir í fulltrúaráðið, sem eru algerlega ófærir til að fara með húsmálið, eiga ekki traust nokkurs manns, og enginn vill eiga sitt undir. Petta orsakar það, að jafn vel menn, innan verklýðsfélag- anr.a, styðja þetta mál að engu, og leggja ekkert af mörkum til þess á meðan að þessir menn fara með völdin yfir húsmálinu- Sú stofnun, sem hefir Aðalbjörn Pétursson að formanni og Björn Grímsson og hans nóta að bakhjalii, öðlast hvorki traust né velvild innan verklýðsfé- laganna eða utan. Og sannarlega er sú kaldhæðni örlaganna beisk, að sömu menn, — kommúnistarnir, — sem óaflát- lega eru að benda á s i g sem bjargarhellur verkalýðsins, og þykj- ast geta umbylt heilum þjóðfé- lögum og leitt verkalýðinn inn í fyrirheitna landið, á jafn auðveldan hátt og pappírsblað er rifið í sund- ur, skuli nú verða að auglýsa það, að þeim hafi ekki tekist, á heilu ári, að semja um skaplega greiðslu á 3—4 þús. krónum fyrir Alþýðu- húsið — með veð í húsinu og á- byrgð verklýðsfélaganna á bak við sig. - Úr bæ og bygð. Útgerðarmöniiúm syðra hafa bor- ist skeyti frá umboðsmönnum þeirra í Englandi, þar sem þeim er tilkynt, að þeir selji ekki fisk fyrir íslend- inga framvegis. Berist svo mikill fiskur á markaðinn, að enskri út- gerð stafi hætta af, og muni þjóð- stjórnin breska gera ráðstafanir til að vernda útgerð Englendinga með því að leggja hömlur á innfiutning fiskjar. Er að þessu eigi all lítill hnekkir fyrir íslenska útgerð eins og nú standa sakir. Talsímanotendur í Reykjavík héldu fjölmennan íund á Laugardagkvöld- ið til að undirbúa stofnun félags tal- símanotenda þar í borginni. Pað sem hrindir þessari félagsstofnun af stað, er væntanleg hækkun á tal- símagjöldum. Þingmenn Reykvík- inga gangast fyrir félagsstofnuninni. Við lok þriðja fjórðungs þessa árs, nam útfiutningur íslénskra af- urða 30,5 milj. króna, en innflutn- ingur erlendra vara 29,6 miljónum. Á sama tíma 1930 nam útflutning- uri-nn 30,6 milj. kr. en innflutging- urinn 47,6 miljónum. Súðin kom hingað á L augardag- inn, og var þá orðin 11 dögum á eftir áætlun. Þingvellir hafa verið afgirtir í sumar. Er ákveðið að friða þá fyr- ir ágangi alls búfjár. í tileíni af þessu verða ábúendur Pingvallabæj- anna, að vera á burt með búpen- ing sinn síðasta dag yfirstandandi vetrar. — Bæjarstjórnarfundur verður hald- inn í kvöld. Verður þar gengið frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og kosin niðurjöfnunarnefnd. — Ættu verkamenn að sækja fund þennan vel, því alt af er fróðlegt að fvlgj- ast með samningu fjárhagsáætlunar- innar, Munu verða nokkur átök um sérstaka liði hennar. Esja á að vera hér í strandferð, vestan um land, á Laugardaginn. — Sú breyting verður á ferð skipsins, að það fer út frá Djúpavogi í stað þess að fara til Reykjavíkur. IJarf að taka það í þurkví úti til eftirlits og viðgerðar. Eftir þessu fellur • Desember-ferð Esju niður. Á Sunnudagsnóttina strandaði Enskur togari við vestri hafnargarð- inn í Vestmannaeyjum. Sleit upp af ytri höfninni. Mannbjörg varð, en sldpið talið mikið skemt. »Magnús í Storminum* hélt fyrir- lestur um áfengisbannlögin á íslandi í Samkomuhúsinu á Föstudagskvöld- ið var. Tíðindamaður blaðsins var ekki viðstaddur, en svo heíir honum verið frá skýrt, að hvorki hafi íyrir- lesturinn, eða umræðurnar á eftir, verið til uppbyggingar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.