Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 24.11.1931, Page 1

Alþýðumaðurinn - 24.11.1931, Page 1
ALÞYÐUMAÐDRINN I. árg. AVureyri, í’riðjudaginn 24. Nóv. 1931. 71. tbl. ra Ingvar Ouðjónsson, sem kunnur er hér um slóðir fyrir margra hluta sakir, ritar í ísl. síðast alllangt mál út af grein í Alþ.m. >Tunnusmíðið drepið«. Ingvari skal ekki láð það, þó honum séu aum kaunin eftir greinina í Alþ.m., því það þarf eng- inn að efa að hann hefir vonast eftir að sakleysishjúpurinn á tunnu- tilboði hans gæti hulið það svo að ekki skini í tilganginn. En fyrst hann Iangar til að meira sé sagt um tunnutilboð hans, þá er Alþ.m. vel til með að gera það. Ingvar er að fræða lesendur blaðsins á því, að hann sé umboðs- maður fyrir norskt firma, sem hafi selt Síldareinkasölu íslands, fyrir milligöngu hans, »mjög mikið af tunnum og satli«. Er það saltið, sem skemdi síld- ina fyrir sumum saltendum í fyrra? Eða saltið með fiskruslinu sem einkasalan fékk í sumar? Eða er það eitthvað annan salt sem Ingvar á við ? — Annars virðist það all einkenni- legt, aö einkasalan þurfi á Ingvari að halda, sem millilið milli hennar og þessa tunnufirma í Noregi. — Pegar eígandi firmans var hér á ferð í sumar, virtist hann rata fylgd- arlaust inn til framkvæmdarstjóra einkasölunnar hér, og hefði þá átt að geta gert sín tunnutiiboð án að- stoðar Ingvars, ef tilgangurinn væri að þau ættu að takast alvarlega,— Bréf Ingvars til einkasölunnar virð- ist líka benda til þess, að alvaran með lága tunnuverðið sé ekki mjög sterk hjá honum. Fresturinn, sem einkasölunni er settur til þess að svara tilboðinu, er ekki nema einti virkur dagur. Bréfið, sem tilboðinu fylgir, er dagsett 7. Nóv., sem er Laugar- dagur, er tekið fram, að svars sé óskað eigi síðar en næstkomandi Priðjudag. Bæjarstjórnin hafði ákveðið að hafa fund um væntanlegt tunnu- smíði í vetur þennan Þriðjudag, sem talað er um í bréfi Ingvars, svo það var ekkert undarlegt þó Ingvar vildi vera búinn að binda Einkasöluna með samningi um tunnukaup, áður en bæjarstjórninni gæfist kostur á að samþykkja nokk- uð um smíði á tunnum hér í vetur. Á þessum stutta tíma — einum degi — átti einkasalan að ákveða um öll sín tunnukaup og saltkaup fyrir næsta ár. Henni átti sýnilega ekki að gef- ast kostur á að leita tilboða víðar. Ingvar verður að þola það bóta- laust, þó almenningur geri ekki mikið með slík tilboð, sem þetta tunnutilboð hans, ekki síst þegar á það er litið, að stjórn einkasöl- unnar er sem stendur engin. Hún hefir ekki einusinni þorað að heita Akureyrarbæ því, að kaupa tunnur af honum, af því að hún hefir talið, og það réttilega, að völd hennar væru úr sögunni. Petta hlaut Ingvari að vera Ijóst, þegar hann sendi einkasölunni um- rætt tilboð, því þetta vita allir menn hér í bæ; og maður, jafn tíður gestur á skrifstofu einkasölunnar eins og Ingvar er, getur ekki skot- ið sér undir þekkingarleysi í þess- um efnum, þó hann muni geta það allvíða á öðrum sviðum. Skemtileg verður frásögn Ingvars um ástæðurnar fyrir lága verðinu á tunnunum, þegar hún er athuguð niður í kjölinn. »Orsökin er aðallega sú«, segir NÝJA BI Ó Midvikudagskv. kl. 8xjr. Raffles. í aðalhlutverkunum: Ronald Colman Og Kay Francis. Spennandi tal- og hljómmynd í 8 þáttum, sem allir þurfa að sjá! I FUNDUR i MKureyrar verður haldinn f Alþýðuhúsinu Miðvikudaginn25. þ. m. og hefst kl. 4 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra fálaga. 2. Erindi frá fjárhagsnefnd um tunnusmíði. 3. Síldareinkasalan. Félagar, mætið stundvíslega, þvf fundurinn verður stuttur. Utanféiagsmenn hafa ekki aðgang að fundinum, nema með sérstöku Ieyfi. — Akureyri, 23. Nóv. 1931. Félagsstjórnin.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.