Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 24.11.1931, Blaðsíða 3
A LÞÝÐUMAÐ URINN 3 liggur grunur á því, að Frámnsók- arstjórnin og stórbændurnir vilja það. — Yrði þá kaup manns, sem áður hefir unnið að vegagerð í Skaga* firði fyrir 60 aura á tímann og fengi nú \?>% í iækkun, tæpir 35 aurar á kl.st. — Skyldi Magnús Guðmundsson hafa ætlað sér nokkurntíma lengra niður á bóginn með vegavinnu- kaupið en þetta? Pað er alveg furðulegt, hvað Brynleifur vor getur orðið skap- vondur út af því, þótt honum sé bent á, út á hvaða glapastigu hann er kominn í þessu kaupgjaldsmáli, og að hann skuli vera að tala um s>ritfals« og »hrein ósannindi* og annað því um líkt, sem er stað- Iaust rugl úr honum, að nokk- uð slíkt hafi komið fram í Alþýðu- manninum eða á bæjarstjórnarfundi frá E. F. Brynleifi ætti að þykja vænt um bendingar í þessum efnum, því enn kynni hann að geta bætt ráð sitt, áður en hann ríður á stað íSkaga- fjörðinn næst. Húrra—krakki Leikur þessi hefir nú verið sýndur þrisvar sinnum við ágæta aðsókn og hefir vakið ómengaðan hlátur áhorf- enda. Leikurinn er fyrst og fremst skopleikur, en kemur þó hér og þar alvarlega við kaun mannlífsins, svo það er ekki á rökum bygt, sem ýms- ir halda fram, að hann sé svo »vit- laus« að ekki sé á hann horfandi. Leikurinn fer fram á heimili Guð- mundar Goðdals prófessors. Prófessorinn leikur hr. Skjöldur Hlíðar. Tekst honum vel að sýna skapbrigði perónunar og angis't þá, er prófessorinn er í mestan hluta leiksins, en er alt of ungur í hlutverkið. Bætir málrómurinn ekki úr skák, því hann er enn þá unglegri en útlit leikarans. Nýtur leikur hr. Skjaldar sín hvergi nærri eins vel, og hann í raun og veru vinnur til, vegna þess. Hönnu, konu próf., leikur ungfrú Elsa Friðfnnsson. Ungfrúin leysir hlutvetkið inætavel af hendi og með fyllstu samkvæmni frá upphafi til enda. — Thorkelsen sýslnmann leikur hr. Vigfús Jónsson málarameistari. Tekst Vigfúsi mæta vel að sýna þennan andlega og siðferðisiega spólurokk, en hárgerfi hans mætti vera snyrti- legra. — Matthildi Thorkelsen. konu sýslu- manns, leikur frú Emilía Jónasdóttir, traust og vel. Helga Stefáns rithöfundur er leik- inn af ungfrú Sigríði Stefánsdóttur, slétt og vel, og gerir ungfrúin ekki minna úr hlutverkinu en henni er lagt upp í hendurnar af höfundarins hálfu. — Úlfur Austmar málaflutningsmaður er ágæt persóna frá höfundarins hendi. Hr. Sig. Ein. Hlíðar fer með þetta hlutverk, snoturlega á ýmsan hátt, en nær hvergi nærri þeirri rólegu »kómik«, sem á að einkenna þessa persónu. Hvellur og kallandi mál- rómur fellur ekki inn í svona hlut- verk, og hinn leiði kækur Sigurðar, þessi sífelda tályfting og hoss, á alls ekki við. Að öðtum þræði tekst Sig- urði vel að sýna kæruleysi og yfir- borðsprakkarahátt þessa lagasnáps. Hilarius Foss, aðalpersónu leiksins, — húrra-krakkann — leikur hr. Jón Norðfjörð. Á þessari persónu eru ýmsir smíðagallar frá höf. hendi, og ber hún þess menjar, hve illa hefir gengið að fella hana inn íslenska staðhætti. En fjölbreytni hlutverksins breiðir að nokkru yfir gallana. Jóni tekst svo meistaralega að sýna þessa persónu að hvergi skeikar. Er hann svo jafn vígur á hárfínustu »komikina« og sprenghlægilegustu asnastrikin, að áhorfendur vhlægja jafnt að hvoru- tveggja, og það svo að ekki má vera meira. — Anna, vinnukona hjá Goðdal próf. er leikin af Margréti Steingrímsdóttur. Petta er ófyrirleitin og tilsvaraill laus- lætisgála og sýnir ungfrú Margrét hana í mjög »pússaðri« útgáfu! Tapar leik- urinn reyndar ekkert á þessu, því nóg er af *grófu« í honum samt. Tómas tútomma, smáhlutverk, er leikinn af hr. Agnari Magnússyni, blátt áfram og sæmilega. Vafalaust eiga bæjarbúar eftir að hlægja að »Krakka« þessum mörg kvöld ennþá. Pó ekki sé hægt að segja að leikfélagið færi áhorfendunum sérstök andleg verðmæti með sýningu þessa leiks, verður þó ekki annað sagt um hann en það, — að hann er góður til að hlægja að honum. Leikhúsgestur. Úr bæ og bygð. Sjálfvirka símastöðin í Reykjavík á að verða fullgerð og takast í notkun seinni partinn í vetur eða að vori. Sá böggull fylgir þessu skammrifi, að símagjöld hækka. Liggur hækkunin í því, að eftir að hver símanotandi hefir notað símann 400 sinnum — 400 símtöl ertt búin — verður að greiða 5 aura fyrir hvert símtal. Samkvæmt ábyggilegum heimildum hefir meðal- tal símtala frá hverju símatæki verið um 10 samtöl á dag. Ef fólkið því verðut eins málugt, eftir að nýja síma- stöðin verður tekin í notkun, og það hefir verðið, má búast við að síma- gjaldið fari upp í 250 krónur á ári, í stað 100 króna, sem nú er. Talsíma- notendur í Rvík hafa nú myndað með sér félagsskap og hyggja að geta haft áhrif í þá átt að fólkið fái framvegis að masa saman fyrir skikkanlega borgun. Leikfélag Reykjavfkur hefir sýnt »ímyndunarveikina« og »Hallsteinn og Dóra« það sem af er vetrinum. En nú er það farið að sýna nýjan leik, sem heitir »Drauga!estin«. Er leikur- inn í 3. þáttum og er mælt að hon- um svipi í ýmsu til leiksins »Á útleið«. Sumir reknetabátarnir fiskuðu óvenju vel í gær. Vélbáturinn Einar fékk um 70 tunnur í 15 net, og vélbátur- inn Búi um 50. Sá þriðji í röðinni var Njörður með 30 tunnur. Undanfarið hefir verið grafið eftir laugunum í Glerárgilinu: Hefir vátns- magnið aukist nær um helming við það, sem áður var og jafnvel von um meiri aukningu. Verður væntanlega

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.