Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.11.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.11.1931, Blaðsíða 1
Raddir almermings. Með fslandi í morgun lögðu full- trúar á aðalfund Síldareinkasölunn- ar af sfað suður til Reykjavíkur til að sitja þar fundinn. Undanfarna daga hafa síidarmálin verið mjög á vörum almennings, sem von er, þar sem búast má við stjórnar- skiftum í Síldareinkasölunni, en mál hennar að öðru leyti og fjárhagur á hverfanda hveii. í fyrrakvöld hafði Verkamannafé- lag Akureyrar þessi mál til með- ferðar á fundi sínum. Voru um- ræður mjög á einn veg og all ítar- Iegar. Voru að þeim loknum born- ar upp og samþyktar eftirfarandi tillögur: Tillögur um Síldareinkasölu íslands Samþyktar á fundi Verkamannafé- lags Akureyrar sc/n 1931. »Par sem fulltrúar stórútgerðar- manna hafa farið með meirihluta- vald í Síldareinkasölu íslands að undanförnu, verður að íelja að stór- útgerðarmennirnir beri algerlega á- byrgð á rekstri einkasölunnar og öllum þeim miklu hrakföllum, sem að einkasölunni hafa steðjað nú upp á síðkastið, vegna rangrar og máttvana stjórnar á henni. Lítur því fundurinn þannig á, að stórút- gerðarmennirnir einir verði að bera hallann af mistökunum í rekstri einkasölunnar, og samþyk'kir eftir- farandi: 1. Fundurinn krefst þess, að sam- vinnufélögum sjómanna, sjómönn- um á veiðiskipunum og smábáta- eigendum, sem síld hafa lagt inn hjá einkasölunni síðastliðið sumar, verði greitt út á síldina minst 5 kr. fyrir hverja fersksíldartunnu, að frá- dregnum öllum kostnaði, og sitji það fyrir greiðslu til stórútgerðar- manna. 2. Fundurinn krefst þess, að all- ar þær skemdir, sem orðið hafa á síldinni í sumar hjá saltendum, séu greiddar fullu verði af þeim, og sjómenn beri engan halla af skemd síldarinnar. 3. Fundurinn vítir það harðlega, að millisíld sú, er veiðst hefir hér í haust, hefir verið seld fyrir svo lágt verð íyrirfram, að síldareigend- ur eru stórskaðaðir, og skorar á útflutningsnefnd Síldareinkasölunnar að rannsaka hvernig í þeirri óhappa- sölu liggur, og birta það almenn- ingi. — 4. Fundurinn skorar á væntan- lega útflutningsnefnd Síldareinka- sölunnar: a. Að hún hlutist til um að Síidar- einkasalan fái svo ríflegt lánsfé til reksturs, að hún geti greitt meira og fyr út á síldina en ver- ið hefir, svo samvinnufélög sjó- manna, sjómenn og smábátaeig- endur, fái greiðslu fyrir síldina í tíma. b. Að hlutast til um, að ekki verði heimt inn hærra útflutnings- gjald af síldinni, sem út hefir verið flutt þetta ár en af öðrum útfluttum sjávarafurðum eða l1/8/^ af verði síldarinnar. c. Að gera enn á ný kröfu um það til Alþingis, að iækkað verði út- flutningsgjald af síld niður í \YU% af verði síldarinnar eins og nú er á öllum sjávarafurðum. d. Að hlutast til um að sem allra mest verði saltað af síld hér á Akureyri og Jötunheimum næsta sumar, þar sem það myndi verða Akureyri og nágrenni hennar stór hnekkir, ef síldarverkun Sunnudaginn 29. nóv. 1931; kl. 3,30 e. h., verður fundur haldinn í ferkakvennafél. „Elning“ í Verklýðshúsinu. FUNDAREFNI: II. Inntaka nýrra féiaga 2, Félagsmál. 3. Skemtinefndin starfar. Sjá götuauglýsingar. STJÓRNIN. minkaði að mun, þar eð síldarverk- un er orðin önnur aðal atvinnu- grein landverkafólksins hér yfir sumarið. e. Að hlttast til um að allar síldar- tunnur, sem Einkasalan notar, verði smfðaðar í landinu, efni til þeirra valið, og smíðið vand- að meira en verið hefir.« Eins og sjá má á ofangreindum till„ fela þær í sér ákveðnar kröfur um endurbætur á öllum rekstri Síldareinkasölunnar. Var þess ekki vanþörf, svo liniega sem á málum hennar hefir verið tekið undanfarið. Einnig voru samþyktar á fund- inum nokkrar tillögur um sama efni, sem kommúnistar báru fram. (Form. félagsins bar fram hinar til- lögurnar), Fóru þær í sömu átt og tillögur þær, sem birtar voru í síð- asta blaði Verkamannsins, en voru þó teknar út úr forsendum þeirra mestu viíleysurnar, eins og sú, að einkasöluna skuli nota sem vopn á móti útgerðarmönnum. AHar voru tillögur þessar þýðingarlausar, þó félagið sæi ekki ástæðu til að fella þær. — Á Miðvikudagskvöldið efndu skip- stjóra- og sjótnannafélögin til fund- ar um þessi mál, Mætti útflutn-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.