Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 28.11.1931, Blaðsíða 2
2 AL ÞÝÐUMAÐURINN ingsnefnd Síldareinkasölunnar og framkvæmdastjóri á þeim fundi. — Þar var samþykt — með fáum atkvæðum þó, því meirihluti fund- armanna var farinn — að krefjast þess, að greiddar væru 4 kr. út á hverja hrásíldartunnu, til viðbótar við það, sem búið væri að greiða, en yrði þetta ekki gert, skoraði fundurinn á Alþingi að leggja Síld- areinkasöluna niður. Líka var sam- þykt að skora á Alþingi að slaka svo á fiskveiðalöggjöfinni, að útiending- um væri heimilt að verka síld í landhelgi. Er það vel farið, að sjómenn og verkalýður skuli hugsa þau mál, sem hann varða miklu. — En þá verður líka að gæta þess, að gera ekki kröfur út í loftið — stilla þeim í skynsamlegt hóf. Það verður að telja að Verkamannafélagið hafi gert, með þeim tillögum, sem hér hafa verið birtar. Þær ganga allar í þá átt, að tryggja aðstöðu verkalýðs til lands og sjávar, en heimta ekki alt í einu, eins og þeir gera, sem ekkert hugsa um annað e.n að heimta. Þeir, sem nú koma til að taka við stjórn Síldareinkasölunnar, eiga ærið verk fyrir höndum, að kippa stærstu ágöllunum í lag. Takist nýrri stjórn að forða einkasölunni úr því kviksyndi, sem hún nú er stödd í — nú á næsta ári, er ekki réttmætt að heimta öllu meira af henni, Hún hefir þá afkastað ærnu verki. Til þessa starfs á verkalýð- ur til iands og sjávar að styðja hana, fyrst og fremst. Það þarf að skapa traustan grundvöll undir það, sem á að standast árásirnar í fram- tíðinni. »Geysir« syngur í fyrsta sinn á þessum vetri, í Nýja Bíó, kl. 5 á morgun. Leikfélagið sýnir »Húrra—Krakki* í kvöld og annað kvö'd. íþróttafé'ögin hér fengu íþróttakvik- mynd með íslandi, og sýndu hana í Nýja-Bíó í fyrrakvöld og þrisvar í gær, Aðgangur var afar lágur, og sýning- arnar vel sóttar. Hitt og þetta. Englendingar ætla að fara að byggja útvarpsstöð, svo sterka að hún nái til allra nýlenda Breta, hvar á hnettinum sem eru. Er þetta talin eiga að vera tilraun til að bínda nýlendurnar meir en ver- ið hefir við »móðurlandið«. Danir ráðgera að banna innflutn- ing á á ýmsum óþarfavarningi. Annar aðal foringi fasista í Þýska- landi, hefir nýlega verið kærður fyrir landráð, og honum vikíð úr flokknum. Hefir nú nétturinn4 mál hans til meðferðar Þessi mað- ur hefir lengi leikið lausum hala og talað og ritað heldur gálauslega, en orsökin til þess, að hann er nú skyndilega gerður »óskaðlegur«, er talin sú, að jafnaðarmenn hafi hótað að gera bandalag við komm- únista til að gera bvitingu, ef þessi maður væri látinn leika lausumhala. Um miðan þennan mánuð voru atvinnuleysingjar í Þýskalandi taid- ir 4 milj. og 844 þúsundir. — Á sama tíma er talið að atvinnuleys- ingjum í Englandi fækki um 30—40 þús- á viku hverri. Eins og tilhlýðilegt er, var mikið um dýrðir í Moskva 7. þ. m. á 14 ára afmæli rússnesku byltingarinn- ar. Mest bar þar þó á hersýning- unum eins og fyrri daginn. Er sagt að um 40 þús. herdeildir hafi farið í skrúðgöngu yfir rauða torg- ið í Moskva þann dag. Einnig voru hafðar stórfeldar sýningar á allsk. nýtísku hernaðartækjum, sem fram- leidd eru í stórum stíl. Um dag- inn höfðu allir landsins menn ó- keypis aðgang að ölium leik- og samkomuhúsum landsins, þar sem fram fór margt til gagns og skemt- unar. Nýlega gaf þýskur verkfræðingur út bók, sem olli miklu umtali og jafnvel æsingum víða um Þýska- land. Bókin var um notkun eitur- gass í hernaði, og gaf fræðslu um það, hvernig búa mætti til eiturgas, svo það gæti orðið eign almenn- ings. Og síðast í bókinni getur höf. þess, að hann sé fús að gefa hverjum sem er, leiðbeiningar um það, hvernig gasið verði framleitt á sem einfaldastan hátt. Annars er mikið rætt um notkun eiíurgassins í næsta stríði- Halda margir því fram, að aðal notkunin fari ekki fram á vígvöllunum, heldur verði flugvélar látnar hella því yfir frið- sama borgara óvinaþjóðanna og þeirra þjóða, er þær fá matvæli og aðrar nauðsynjar frá. meðan á stríð- inu stendur. í öðru lagi þykir það ekkert tilhlökkunarefni, ef eiturgasið fer að verða í höndum hvaða bófa sem er, þó á friðartímum sé. íhaldið í Fínnlandi sækir mjög á að afnema áfengisbannlögin þar f landi. Setti það á stofn nefnd til að gera tillögur í málinu, og hefir hún nýlega skilað áliti og tillögum til ríkisvaldsins. Leggur nefndin til að leyfður verði tilbúningur og sala á vínum með a!í að 12% áfengis- styrkleika. Hafi ríkisstjórnin einka- leyfi til þessa. Sérstökum héröð- um leyfist þó að hafa algjör áfeng- isbannlög hjá sér. Íhaldíð í Finn- landi veit það, að öruggasta með- alið til að tryggja sér völd í land- inu, er að spiila þjóðinni með á- íengisneyslu. Og nú er hinn bág- borni fjárhagur landsins notaður sem átilla til að drepa þessa mikil- vægu menningarviðleitni alþýðunn- ar, því frá henni eru bannlögin komin. Um at'drif þessa máls í finska þinginu er ekki hægt að segja fyrirfram. Jafnvel stjórnar- flokkurinn er talinn tvíbentur í mál- inu. Bændaflokkurinn, með alla al- þýðu að baki sér, er mótfallinn hverskonar tilslökunum sem er á bannlögunum. ísland kom á Fimtudagskvöldið og fór aftur í morgun. Með því fóru' fulltrúarnir héðan á aðalfund Síldar- einkasölunnar. Dómsmálaráðherrann hefir verið hér í bænum undanfarna dsga. Hefir hann húsvitjað í skólunum og haldtð fundi með flokksmönnum sínam,- Hann fór suður með íslandi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.