Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 28.11.1931, Blaðsíða 3
A lÞýðumaðurinn 3 r ALPÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Priðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. i Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. ' Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar. ____________________________- Umdæmisstúkuþiagið var haldið á Laugardagskvöldið og Sunnudaginn. Sátu það 22 full- trúar; þar af 4 aðkomandi Kl. 5 á Sunnudaginn var haldinn opinn fundur og sóttu hann um 100 mannns- Fiutíi regluboði umdæm- isstúkunnar, Pétur Sigurðsson, snjalt erindi um bindindis- og siðgæðis- má!. Var að því gerður hinn besti rómur. Samþykt var á þinginu að veita styrk til útgáfu barnablaðs, er gæslumaður unglingastarfs í um- dæminu sæi um útgáfu á Einnig að hafa regluboða i þjónustu um- dæmisstúkunnar, að minsta kosti tveggja mánaða tíma í vetur. Er þetta regluboðastarf þegar hafið. Næsta þing var ákveðið á Akur- eyri, í Marsmánuði n. k. Nýtt Borgar-bneyksli. Enn er komin upp deila á Hótel Borg, sem líklega er ekki séð fyrir endann á ennþá. Bæjarstjórn Reykja- víkur veitti hinum nýja hotelhaldara á Borg, Birnl Björnssyni, leyfi til gistihúshalds með því skilj’rði að hann ræki ekki vínveitingar lengur en til kl. 9 á kvöldin undir sama þaki og gisdhúsið er rekið. En dóms- málaráðherra hefir veitt Birni leyfi til að veita vín til kl. 11 að kveldi og gistihúsveitingaleyfi þvert ofan í skilyrði bæjarstjórnar. Alt er sagt ganga sinn gamla gang á Hótel Borg. Blaðið »Sókn« segir að »frúin í húsinu* starfi á hótelinu eftir sem áður, eigendurnir láti gera upp kassann á kvöldin og nýji hótelhald- arinn þurfi æði oft í smiðju til ann- ara, er semja þarf um sakir hótels- ins. Ríkisstjórnin hefir sett mann til að gæta að öllu þessu á Borg, en heldur er sagt að matarvínin vilji svífa sóðalega á gestina, eins og fyrri daginn. Fjárhagsn. bæjarstjórnar Reykja- víkur flutti þá tillögu á bæjajstjórn- aríundi í síðustu viku, að bærinn höfðaði mál gegn hótelhaldaranum á Borg, þar sem hann veitti vín leng- ur fram á kvöldið en bæjarstjórn hefði heimilað. Var sú tillaga feld í bæjarstjórninni með 6 atkv. gegn 6. í gær svifti dómsmáiaráðuneytið Björn Björnsson vínveitingaleyfinu og lögreglan setti vinkjallarann undir inn- sigli. Hvaða snurða hefir hlaupið á þráðinn, hefir ekki verið tilkynt opin- berlega, en líklega hefir hótelið verið staðið að óleyfilegri vínsölu. Atkvæðamagn flokkanna við bresku kosningarnar hefir eigi verið birt í útvarpinu, og hefir þó mörgum leikið hugur á að vita um það, -í nýkomnu Alþýðubl. eru atkvæðatölurnar gefnar upp og eru sem hér segir: íhaldsflokkurinn 11 821 383 Verkamannaflokkurinn 6 428 572 Frjálslyndir (Samúels) 1 438 089 Frjálslyndir (Simons) - 720 988 McDonalds-flokkurinn 317 127 Óháði verkamannafl. 185 955 Frjálsl. (Lloyd George) 103 527 Óháðir 114 993 Kommúnistat 59 826 Nýi flokkurinn (Mosley( 32 106 Þegar þessar tölur eru athugaðar, sést hversu réttlátt það er að verka- mannaflokkurinn, sem er meira en hálfdrættingur við íhaldið, skuli ekki hafa nema 7« þingsæta móti því. Úrelt og ranglát kjördæmaskipnn níðist á almennum mannréttindum víðar en á íslandi. Úr bæ og bygð. Um 500 tunnur af millisíld voru sendar út með íslandi í tnorgun. Millisíld er farin að veiðast á Anst- fjörðum. Er hún stærri og magrari en síldin, sem veiðst hefir hér t firðinum, Dágóður fiskafli hefir undanfarið verið á Skjálfandaflóa, þegar á sjó hefir gefið. Nýlega brann baðstofa á bæ ofar- lega á Héraði. Sjötug kona var heima með þrjú ungbörn. Tókst henni — með hjálp fólks er síðar kom til — að bjarga rniklu af innanstokksmunum. Styrktarsjóður verkamanna í Reykja- vík er nýlega orðinn 10 ára. Hann var upphaflega stofnaður 1921 af nokkrum hluta af andvirði íslensku togaranna, sem seldir voru til Eng- lands um árið. Sjóðurinn var upp- haflega 104 þús. krónur. Tekjur hans hafa verið vextir af höfuðstólnum og einnar krónu tillag frá hverjum félags- manni á ári, en félögin, sem eiga sjóðinn eru: Sjómannafélag Reykjavík- ur, Verkamannafélagið »Dagsbrún« og Verkakvennafélagið »Framsókn«. Allar tekjur sjóðsins þessi 10 ár hafa numið 97 þúsundum króna, en 83 þús. krónur hafa verið veittar úr hon- um, mest til verkamanna og kvenna, sem hafa slasast við vinnu. Lægsti styrkur hefir verið 50 krónur, en hæsti styrkur 700 krónur. Stjórn sjóðsins skipa nú Sigurjón Ólafsson fyrverandi alþingismaður, Ágúst Jósepsson full- trúi og Sigríður Ólafsdóttir frú. Sjóð- ur þessi er langstærsti styrktarsjóður verkalýðs hér á landi. Unglingastúka verður stofnuð hér í bænum á morgun. Hefst stofnfund- urinn í »Skjaldborg« kl. 1,30 e. h. Stofnendur munu verða margir, en umdæmisgæslumaður unglingastarfs, Ffannes J. Magnússon og Snorri Sig- fússon skólastjóri gangast fyrir stofn- uninni. St. Akureyri nr. 137 verður vermdarstúka þessarar nýju unglinga- stúku.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.