Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 01.12.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.12.1931, Blaðsíða 1
ALÞÝBÖMA I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 1. Des. 1931. 73. tbl. Frá tuDDHsmíiiDU sálop. Verkamannafélagsfundurinn, sem haldinn var síðastl. Fimtudag, hafði til meðferðar tunnusmíðamálið aft- urgengið frá bæjarstjórn. Hafði Hjalti Espholin sent fjárhagsnefnd- inni bréf, þar sem hann hafði kraf- ist þess, að við sig væri gerður vínnusamningur um tunnusmíðið, þar sem nann gæti fengið næga menn fyrir það kaup, er hann byði, og hefði trygt sér Vögregluvernd £egn vinnustöðvun!! í bréfinu var ekki getið um kjör verkamannanna, en ekki hafa þau verið glæsileg, því þegar fjárhagsnefndin vildi ekki gera samningana upp á þessar spít- ur, lofaði Hjalti að greiða 70 aura um tímann. En fjárhagsnefndin hefir víst ekki meir en svo bygt á lögverndaðavinnufriðnum hjá Hjalta, bví hún fól formanni sínum að skýra stjórn Verkamannafélagsins frá, hvernig málunum væri komið, og gaf svo dauðann og d ........ í Hjalta, þar til Verkamannafélagið væri búið að taka afsföðu til máls- ins. Það mun og hafa haldið aft- ur af nefndinni, að af þeim 21 mönnum, sem Hjalti gaf upp sem ráðna hjá sér, voru ekki nema 4, sem fjárhagsnefnd myndi hafa sam- þykt í vinnuna. Stjórn og kauptaxtanefnd félags- ins hafði samið eftirfarandi tillögur í málinu, og voru þær allar sam- þyktar á fundinum: »FéIagið heitir því að láta tunnu- smíði Hjalta Espholin hlutlaust með eftirfarandi skilyrðum: 1. Að lágmarkskaup á klukku- iíma sé ekki undir 90 aurum fyrir óbreytta verkamenn og kr. 1.10 fyrir beykira. 2. Að þeir félagsmenn úr Verka- mannafélagi Akureyrar, sem unnu að tunnugerðinni hjá Hjalta síðastl. vetur, sitji fyrir vinnunni, og að stjórn félagsins samþykki ráðningu annara þeirra manna, sem þar koma til með að vinna. 3. Að bærinn sjái um greiðslu verkakaups vikulega. 4. Að taxta Verkamannafélagsins sé fylgt, hvað kaffitíma snertir. 5. Að unnið sé minst á tveim vöktum. 6. Að eigi séu smíðaðar færri en 50 þús. tunnur, enda sé nægi- legt efni til byrjunar á tunnusmíð- inni fyrir hendi eigi síðar en um miðjan janúar 1932, og verði ætíð fyrirliggjandi úr þvf, þar til smíð- inni er lokið. 7. Reynist mismunur á verði tunnuefnis komið á staðinn og söluverði tunnanna meira en kr. 1,20, áskilur félagið verkamönnun- um t/i hluta þess, er fram yfir verður kr. 1,20. Enda hafi Verka- mannafélagið rétt til þess að setja mann, er fylgist með í reiknings- haldi tunnugerðarinnar, og gangi úr skugga um, að verkamennirnir fái sinn hluta.« Hjalti Espholin virðist þægt verk- færi kauplækkunarmanna, og hatla skammsýnn, ef hann heldur að hann fái að vinna án þess að Verkamannafélagið gefi samþykki sitt til þess. Honum er náttúrlega ekki of gott að troða illsakir við félagið, og láta sig dreyma um lög- regluvernd yfir taxtabrjótum hans. En reynslan mun sýna hver sterk- ari er og verður, þótt hinsvegar að Verkamannafélagið vilji sýna alla sanngirni í kröfum, vegna atvinnu- spursmálsins og bæjarfélagsins, eins og tillögur þær, er hér eru birtar, sýna. — NÝJA BIÓ Þriðjudagskv. kl. 9; Ný mynd. Rio Rita Tal-, hljóm- og litmynd í 10 þáttum. — Stórfræg mynd, sem hvarvetna hefir verið sótt mikið. Kl. 5 e.h. Raffles Alþýðusýning. Niðursett verð- Skæðadrífa. Viðk væmir. Framsóknarblöðin eru öldungis hissa yfir því að jafnaðarmenn skuli nokkuð hafa út á að setja at- haínir Framsóknar, og telja það svívirðingu hina mestu að þeir geri sínar athugasemdir við framferðí ríkisstjórnarinnar, af því að íhalds- siálfstæðið er í andstöðu við hana. Peir eru viðkvæmir Framsóknar- garparnir og eru jafnhræddir við sannleikann.hvaðan sem hannkemur. Samherfarnir, sem þó eru báðir keppendur um sæti íhaldsins í væntanlegri útflutn-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.