Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 1
I. árg. A'ureyri, Laugardaginn 5. Des. 1931. 74. tbl. Síldareinkasðlunoar. Af fundi þessutn berast ekki glæsí- legar fiéttir. Samkvæmt bráðabyrgðar- yfirliti eru skuldir einka-ölunnar taídar rúmar 2 miilj. kr. og 109 þúsund síldartunnur liggja enn öseldar hér beima óg erlendis. Á Fimtudaginn var þriggja manna nefnd send á fund ríkisstjórnarinnar til að spyrjast fyrir um hvað hun hygði með skuldir einka- sölunnar, en Inín svaraði því til, að hún réði ekki ein fram úr því, það yrði næsta þing að gera. Tillaga kom fram frá fulltrúum út- gerðarmanna í Suðurlandskjördæmi, urn að einkasalan gefi sig upp sem gjaldþrota fyrirtæki, og láti ríkisstjprn- in gera hana upp Lika komu fram tillögur frá fulltrúa útgerðarmanna á Austfjörðum. Taldi hann niðurlagn- ingu einkasölunnar, án þess að annað lögverndað fyrirkomulag komi í stað- inn, dauðadóm yfir íslenskum síidar- útvegi, en vildi að nefnd manna gerði tillögur um framlíðarskipulag síldar- útvegsmálanna, er lagðar verði fyrir næsta Alþingi. Pá fíutti hann áskor- un til útgerðarstjórnar ríkisins, að gerð verði tilraun með útflutning á ísvar- inni síld frá Austfjörðum, en þar er nú mikill millisíldarafli, eins og kunn- ugt er. — í fyrrakvöld voru umræður orðnar heitar og neitaði Sveinn Benediktsson að hlýða fundarsköpum um ræðutíma — kvaðst tala svo lengi sem sér vel líkaði. Sleit fundarstjórí þá fundinum. Kl. 10 í gærmorgun var fundur sett- ur aftur og tillögum útgerðarmanna- fulltrúanna vísað frá með rökstuddri dagskrá frá fundarstjóra, þess efnis, að þar sem núverandi útflutningsnefnd færi með mál og reikninghald Síldar- einkasölunnar til næsta nýárs, væri ekki tímabært að ákveða að gefa einka- söluna upp, og tæki fundurinn því fyrir næsta mál á dagskiá. Pegar til kosningar úlflutningsnefnd- ar kom, komu fulltrúar stórútgerðar- manna sér ekki saman um neitt full- trúaefni ög sátu því hjá, en jafnaðar- menn kusu þessa menn f nefndina: Erling Friðjónsson Ak. Finn Jónsson Ísafírði. Gunnlaug Sigurðsson Siglufirði. Jón Pétursson Reykjavík. Og til vara: Haildór Friðjónsson Ak. jón Kristjánsson — Porsteinn Sigurðsson — Haraldur Gunnlaugsson — Einnig annan endurskoðanda einka- sölureikninganna: Porst. Porsteinsson, Akureyii. Rikisstjórnin tilnefn.'r fimta manninn í útflutningsnefndina og snnan endur- skoðandann. Pegar að fundarsliium kom, vildu þeir Sv-inn Benediktsson og Hav- steinn Bergþórsson láta bóka í fund- argerðabókina yfirlýsingu frá sér, um það að þeir teldu framkomu þeiria, sem eyðilögðu tillögu þeirra félaga, glæpsamlega, og þeir teldu þá eiga að sæta ábyrgð fyrir þá framkomu, ef þe r tkki væru sekir við hegningar- lögiri E i fundarsljóri neitaði að láta bóka yf iiýsinguna. Var fundi slitið um hádegi í gær. Mun nánar verða sagt af fundinum þegar fulltrúarnir koma heim. Kaupfélag Alþýðu í Rvík hefir á- kveðið að opna ekki sölubúð, meðan verslunarástandið er eins og það er um þessar mundir, en stjórn félagsins annast pöntuu á nauðsynjavörum fyrir félagsmenn, sem þeir svo fá fyrir kostnaðarverð. Hfpi Akureyrar og viðsklftin við Breta síðan 1917. Síðan haustið 1914, er ég kom hingað 22. September, hefir Akur- eyrarkaupstaður notað mest innflutt kol og steinolíu til herbergjahitun- ar og matsuðu, en steinolíu og paraffínkerti til Ijósa, þar til raf- orkustöð bæjarins var byggð 1922, við neðsta Glerárfossinn- Tjónið, sem bæjarbúar hafa bak- að sér með því að byggja þá stöð, sem notar aðeins 16 metra fallhæð, og láta þar við sitja; í stað þess að byggja hér suður í bænum, niður við sjó raforkustöð, notandi 86 til 87 m. nýtilega fallhæð, Glerá stífluð yst í Trölihylsgljúfrinu, eins og ég kvatti raforkunefnd Akureyr- ar og bæjarbúa til að gera árið 1920 og a'rið 1921, þ. e. nærri sex- falt sterkari stöð fyrir ®/s miljón kr. gulls, hefir numið síðan hauslið 1921, að þrætan milli Jóns Sveinssonar bæjarsljóra og mín, stóð sem hæst út af ráðstöfun raforkunefndar og meirihlufa bæjarstjórnar, 71/* miljón kr. guhs, sé miðað við kostnað innfluttra kola og annars eldsneytis í bænum síðan, en 2 (tveimur) miljónum króna gulls, sé miðað við vissar tekjur af raforkustöð hér niður í bænum, notandi áðurnefrida fallhæð; rafmagnið frá henni selt til Ijósa á 30 aura kvst,, ti! íðnaðar á 6 til 8 au. kvst. um árið, en ti1 herbergjahitunar og matsuðu á l1/* til 2 aura kvst. Kostnaður stöðvarinnar í suður- Jbænum, samkv. áætlun minni, birtri f blöðum bæjarins, var að eins 150 þús. kr. hærri, en kostnaður stöðv- ar þeirra B. og W. við neðsta foss-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.