Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 2
alÞýðumaðijrinn inn og viðgerðin á vansmíði stífl- unnar og vatnsleiðslan úr Mýrar- lónslæknum varð að lokum — og jafn hárri úpphæð lægri en Akureyrarbúar eyddu þá árlega til óþarfa-vörukaupa, þó léleg kol frá Bretlandi og saccharin og cigarettur séu ekki taldar. Petta er eitt dæmið upp á bú- hyggni Akureyrarbæjarstjórnar á síð- ustu 10 árum. Þeir, sem ekki versla með kol né steinolíu, verða auðvitað að greiða sinn skerf fyrir hita og Ijós, þó léleg séu, meðan þeir draga andann, 3. Des. 1931. F- B. Arngrímsson. fflillisíiilaríorsalaii 1031. Illir andar voru á sveimi í síðasta »íslending« til þess að reyna að koma því inn hjá mönnum, að milli- síldarsalan í ár, sé svipuð öðrum axarsköftum framkvæmdarstjórnar Einkasölunnar. Slíkt orðagjálfur er svipað og annar órökstuddur óhróð- ur, sem sí og æ hefir verið borinn á stjórn Einkasölunnar, og sem meg- in hlutinn af er tómt fleypur. Af því að þessi umrædda milli- slldarsala er eingöngu mitt verk, þá langar mig til að gera nokkra grein fyrir þeim samningum, vegnaþeirra eitur-tungna, sem virðast lifa og hrærast til að vekja sundrung og ala á tortryggni til þeirra, sem vinna af góðum hug, Ég hefi nú að vísu ekki heyrt ó- ánægju frá neinum þeirra, sem flutt hefir verið síld vtt frá í haust, *út af því að síldin hafi verið seld of lágu verði. Strax og fyrsta millisíldar- veiði byrjaði í haust, skýrði ég salt- endum frá, fyrir hvaða verð og hvaða »Kvantum« hefði verið selt fyrfram. Og ég veit ekki betur en menn pá hafi verið alment ánægðir með söl- una. Og einstaka menn létu ánægju sína í ljós yfir því, að búið væri að rryggja fyrirfram sölu á ákveðnu »Kvantum« fyrir þetta verð. Um það leyti, sem þessi samning- ingur var gerður, var norska milli- síldarveiðin nokkru minni en á sama tíma árinu áður, en þá var eftir þriggja mánaða tímabil, sem þessi síldartegund veiðist á. Utflutningur- inn frá Noregi um þessar mundir var mjög lítill, og verðið á henniþá í Höfn lék á frá 30 — 50 kr. tunnan, 100 kg., eftir stærð. En eftir þetta tók að mestu leyti fyrir veiði og út- flutning á norskri millisíld, og hér við land byrjaði engin veiði fyr en í Septemberlok, mjög dræm þó, og aðeins við Eyjafjörð. Afleiðingin af því, hve lítið aflaðist bæði í Noregi og hér, varð sú, að þær fáu tunn- ur, sem fluttust frá Noregi til Hafn- ar, frá miðjum Október til Nóvember- loka, voru seldar fyrir 4,5—75 kr. tunnan eftir stærð, og millisildin héð- an var og hefir til skamms tíma verið seld fyrir 80 — 85 kr„ besta stærðin, i heildsólu, og í smærri sölu jafnvel 90—100 kr. Eins og gengur og gerist, eru sögurnar ein- lægt ýktar, því hér hefir þao heitið svo, að öll ísl. síldin hafi verið seld í Höfn fyrir 100 kr. tunnan, enda hafa aðrir millisíldarkaupendur í Höl'n, sem séð hafa ofsjónum yfir þeim hagnaði, sem Brdr. Levy að þessu sinni hafa haft af forsamningnum, minsta kosti af því, sem þegar er selt, ekki sparað að blása að kol- unum, af því að þeir vissu að þeir áttu ekkert á hættu mpð það, með- an ekki var fengið það »Kvantum«, sem Brdr. Levy samkv, samningum höfðu keypt. Það er enginn vafi á því, að Brdr. Levy, í þetta sinn af sérstakri heppni, hafa hagnast vel á þeim samningi, sem þeir gerðu í sumar, minsta kosti á því, sem þeg- ar er komið ut. En menn verða líka að athuga, að frá söluverðinu dregst töluverður kostnaður, svo sem flutningsgjald, vátrygging, plássleiga, ápökkun, yfii-færsta á peningum og vextir af þeim, sölukostnaður ytra, útlán í 1 — 3 mánuði og áhættan við það etc. — Samningar um þessa millisíldar- sölu stóðu yfir rúman mánuð, áður en að samkomulag náðist. Verð það . sem selt var fyrir, var 10 aurum lægra kílóið en þegar það undan- farin ár var hæst, — Nú var £ þessum tíma vitanlegt að öll mat- væli voru fallin stórkostlega í verði, og flestar íslenskaf afurðir lítt selj- anlegar. Kaupgetan alstaðar lítil og ástandið yfirleitt ömurlegra en það heflr verið í manna minnum,- ís- lenska saltsildin lá í hrönnum óseld bæði utanlands og innan, og það, sem af henni seldist fór fyrir afar- lítið verð. Það kemur ekki beinlínis þessu máli við, en í þessu sambandi vil ég þó geta þess að það. er, a& mínu áliti að nokkru leyti sjálfskap- arvíti eða óvarkárni að kenna, hvernig lítur út fyrir að fara muni um afkomuna af hafsildarframleiðsl- unni í ár, sem sé af því að stofnað var til alt of mikillar framleiðslu, og miklu meir en nokkur líkindi voru til að seljast myndi, með þeirri þátttöku sem fyrirfram var vitínleg frá hálfu útlendinga. Eins og nú útlitið var á þeim tíma- er millisíldarsamningurinn var gerð- ur, um afkomuna af hafsíldarfram- leiðslunni og yfirleitt allri framleiðslu í ár, sem vissulega hlaut að leiða af sér afkomu bágindi og þröng meðal almennings hér við fjörðinn £ vetur, þá hefði ég talið það óafsak- anlegt glapræði, ef eg hefði stofnað millisíldarveiðinni í sama forræðið með því að láta sölu á þessu bjarg- ræði, sem allur fjöldinn gat notið góðs af, einnig reka á reiða, og eiga á hættu að bæði norska feit- síldarveiðin og eins veiði hér við land yrði svo mikil, að lítið verð fengist fyrir það, sem hér kynni að aflast, þegar hægt var fyrirfram að ná samningum við áreiðanlegt firma, sem aldrei hefir hlaupið frá gerðum samningum, og jafnframt n<1 verði, sem vitanlegt var þá, að trygði framleiðendum og verkalýð minst 40 kr. meðaltal fyrir síldina sjálfa og vinnu við hana, miðað við 95 kg. vigt, og þess utan að eiga víst, að fá þessa greiðslu strax eftir að síldin var komin út og vigtuð. Þrátt fyrir það háa verð sem tal- að er um að fengist hafi fyrir þann hluta samningssins, sem nú er búið að senda út (um helming af Kvantum- inu), þá sé ég nú mest eftir þvi að hafa ekki reynt mitt ýtrasta til að«'

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.