Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 3
A lÞýðumað urinn 3 í--------------------------- alÞVðumaðurinn. Oelinn út af Alþýðuflokks- mönBum. Kemur út á hverjum Priðjudegi, og aukab'öð þegar með þarf. Áskriítargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, <________________________________- hafa Kvantumið hærra en 3000, því betri er einn góður fugl í hendi en 10 á þaki. — En undanfarin 2 ár hefir millisíldarveiðin verið svo lítil hér við land, að ég lagði ekki svo mikið upp úr þessu; og hugsaði mér að best væri að sjá hverju fram yndi, þegar búið væri að tryggja sölu á þessu Kvantum. Og Brdr. Levy lögðu heldur enga áherslu á Kvantumið. Þegar maður fyrirfram getur náð samningum við áreiðanlegt firma um verð, sem fyrirsjáanlegt er að gefur góða afkomu, þá álít ég óafsakan- legt, ekki síst í ári sem þessu, að kasta sér inn í lukkunnar iðu með hvaða verð kann að fást. Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um það, að ef enginn samningur hefði verið gerður fyrirfiam um millisíldarsöluna, og kylfa látin ráða kasti, þá heíði sala á henni alveg farið út um þúfur. ef nokkur veiði að mun hefði orðið í Noregi og hér. •— Nú hefir það í þetta sinn brugð- ist þannig að kanskc hefði mátt vænta að fá hærra verð ef ekki heíði verið seit fyrirfram. En lukku- hjólið er ekki lengi að snúast og enn er aðeins kominn rúmur helm- ingur af því selda i markaðinn, — Áður en hinn helmingurinn er seld- ur getur margt breyst. Með samningum var trygt, að ekki bærist of mikið á markaðinn f einu af ísl, millisíld og átti það að geta haldið uppi sæmilegu verði ef ekki alt of mikið bærist að af norskri millisíld. En ekki hærra en verðið var á nor.sku millisíldinni, þegar samn. var gerður, þá var sýnilegt að kaupandinn átti töluvert á hættu með því verði sem hann keypti, ef norska millisíldarveiðin ekki hefði brugðist svo algerlega. Ég hefi nú gert nokkra grein fyrir hvers vegna ég gerði umrædd- an samning, og mér þykir ótrúlegt, þó hann verði borinn undir þá, sem við þessa veiði fást, áður en hann var undirskrifaður, að nokkur þá hefði verið sá glanni að hann hefði viljað hafna honum, sérstaklega eins og horfurnar voru fram undan með afkomu manna hér í vetur. Enda heyrðist engin óánægja um söluverð, sem öllum strax var kunn- ugt, fyr en eftir að flugufregnirnar um söluverð í Höfn bárust hingað. Pá vöknuðu þessir cpttrhy ggjumenn, því þá þóttust þeir sjá leik á borði til að vekja tortryggni og 'óánægju. Akureyri 30. Nóvember 1931. Pétur A. Ólafsson. Hitt og þetta. Ríkisstjórnin í Finnlandi hefir lagt fyrir þingið frumvarp, er gerir ráð fyrir að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um afnám áfengisbannlag- anna nú um áramótin. Óvíst er, hvort frumvarpið nær samþjrkki þingsins. Ýmsir vilja bera brigður á, að at- vinnuleysið fari eins minkandi í Englandi og stjórnin gefur upp. — Lög eru nýlega gengin í gildi þar í landi, sem svifta marga atvinnu- leysisstyrk, sem höfðu hann samkv. eldri lögum. Vilja andstæðingar stjórnarinnar halda því fram, að stjórnin telji þetta fólk horfið úr atvinnuleysingjahópnum, en langt sé frá að svo sé, og hafa skorað á stjórnina að rannsaka þetta og telja atvinnuleysingjana svikalaust fram. Á Mánudaginn var lá svo svört þoka yfir Englandi sunnanverðu og höfunum þar í kring, að öll umferð teptist, bæði á sjó og landi. — Skip rákust á og fóru upp á grunn, en ekki er vitað að stórslys hafi af þessu hlotist. Nýlega voru 24 hermenn reknir af enska herskipafiotanum fyrir ó- eirðir, sem þeir sífelt hafa haldið uppi síðan uppreistin varð á fiotan- um í haust. Skyldu ekki aðrir 24 fara sömu leiðina áður en langt um líður ? — Frá barnaskólanum. Éað er með vissu vitað, að heim- ilin, félagarnir og umhverfið allt hafa fyrstu og varanlegustu áhrif á börn- in, og leggja fjæstu drögin til mót- unar skapgerðar þeirra. Síðar kem- ur svo skólinn til hjálpar. En hann verður að byggja starf sitt á heim- ilunum, að lang mestu leyti, Þess- vegna er samstarf heimila og skóla sjálfsagt og gagnkvæmur skilningur nauðsynlegur. — Nú er það svo, að í fjölmennum bæ, eins og t. d. Akureyri, er harðla erfitt fyiir skól- ann að kynnast öllum heimilum barn- anna að verulegu ráði, og foreldra- fundir, án persónulegrar viðkynning- ar, hafa ekki reynst mikil meinabót í þessum eínum. Éess vegna óska ég nú efitir því, að sem allra flestir aðstandendur barnanna finni mig að máli hér í skólanum, og hefji með því þá við- kynningu, er leiða mætti til aukins- skilnings og samstarfs til umbóta á mörgu því er miður fer í hinu lang- þýðingarmesta máli allra dagsskrár- mála í uppcldi peirra, sem erfa eiga landiö. Að forfallalausu verð ég ávalt til viðtals hér í skólanum kl, 2—3ll2 á mánud., priðjud,, miðvikud. og fimtud. og væri þá bezt, að þeir sem börn eiga í 4. 5. og 6. bekkj- um, kæmu tvo fyrstu dagana, en aðstandendur barnanna í 1. 2. og 3. bekkjum, kæmu tvo hina siðari daga. Hefjum samstarfið, góðir aðstand- endur! — og gott eitt mun af því leiða. Snorri Sigfússon,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.