Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 05.12.1931, Blaðsíða 4
ALPÝÐUM AÐ URJNN I. O. G. T. St. Akureyri nr. 137. Fundur á Þriðjudaginn kemur á venjulegum stað og tíma. Inntaka nyrra félaga. Kosning í íramkvæmdanefnd ung- lingastúkunnar »Samúð«. Hagnefnd. Unglingast. »Sakleysið* nr. 3. Fundur í Skjaldborg kl. 1.30 á morg- un. Skemtinefndin staifar. Skorað íl börnin 'að fjölmenna. TJTVARPJB. Vis—7is 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl, 10,15, 16.10 og 1Q.30 Veðurfregnir — 19,05 Þýskukensla. — 19,35 Enskukensla. — 20 Klukkusláttur. — 20,30 Fréttir. Sunnudaginn 6. Des.: Kl. 17 Messa í Dómkirkjunni, B. J. — 18,40 Barnatími. — 19,15 Grammofónhlj. — 19,35 Upplestur G. Friðjónss. — 20 Skólaþættir, Ól. Ólafsson. — 21 Grammofónhljl. og síðan danslög til kl. 24. Mánudaginn 7. Des.: Kl. 20 Skólaþættir, Ól. Ólafsson. — 21 Alþýðulög, einsöngvar og síöast grammofónhljómleikar, pTÍðjudaginn 8. Des.: Kl. 20 Erindi, Árni Friðriksson — 21 Grammofónhljl, einsöngur Herold. — 21,15 Upolestur, Jón Sigurðss. — 21,35 Grammofónhijómleikar. 'J.'j - ' •—'—r"~-r7r------------- Karlmannsveski — með nokkru af þemngtsm og reilfningum í, hefir tapast. Finnandi er beðinn að skila því til undirritaðs, gegn góðum fundarlaunum. Axel Ásgeirsson. Sagt er að Cooledge, fyrverandi Bandaríkjaforseti, fái einn 'dollar fyrir hvert orð, sem hann skrifar í Amerískt stórblað. Ameríkumenn kalla þaö heimspeki, sem þessi mað- ur skrifar um, fyrir þessa borgun. d ij n v Ur bæ og bygð. Messað á Akureyri kl. 2 á morgun, ' ¦ Á Mánudaginn var tók lögreglan í Rvík vínbruggará þar í börginni, tók af honum bruggunaráhöldin og sekt- aði bann um 600 krónur. Minnismerki Hannesar Hafstein var afhjúþað 1. Desember. Er það stand- thynd af honum sjálfum, og gerð af Einari Jónssyn'i. Stendur myridin á flötinni framan við stjórriarráðshúsð þar sem standmýrid Jóns Sigurðssonar stóð áður, en hún héfir verið fluít til Ausfurvallár og stendur þar gengt Al- þingishúsinu. Síðan farið var að leggja togurunurn Upp syðra, hefir nokkuð verið um þáð rætt, að sjómenn tækju þá á leigu og gerðu þá ut á líkan háf't og Andra og Ver. .Hefir verið starfað að því að fá saímilega sarfininga við tog.rá- eigendur, en hvernig það gengur, er ófrétt enn. Á Priðjudaginn fengust 30 túnnur af millisíld í eitt síldarnet á Norfirði. Er það mesti síldarafli í eitt net, sem sðgur fara af. Stefán Jóh. Stefánsson hefir borið fram þær tillðgur í fjárhagsnefnd Reykjavíkur, að þ°im atvinnulausu mönnum, sem ekki komast í atvinnu- bótavinnu borgarinnar, sé greiddur atvinnuleysisstyrkur, er nemi 5 kr. á dag og 1 kr. fyrir hvern órnaga, er þeir hafa fram að færa. Kjósi bæjar- stjórnin þrjá menn í riefnd — en fulHruáráð verklýðsfélaganna tilnefnir tvo í viðbót — og sjái nefnd sú um þessi rtiál. Ákveði hverjir fái atvinnu- bótavinnuna og hverjum beri atvinnu- leysisstyrkur. Atvinnuleysisstyrkinn má gréiða áð nokkru í, vörum, syo sem rnjólk, kjöti o. fl., og hafi bæjarfélag- ið ekki handbært fé til þessa, má gefa út ávísun á bæjarsjóð, sem svo greið- ist, er fé^ér fyrir hendi. Bæjarstjórn- in hefir nú ákveðið, tivaða verk skuli unnin seni atvinnubætur. Fullveldisdagsins var minst hér með samkomu í Samkomuhúsinu kl. 4 e.h. Ræður fluttu Brynleifur Tobiasson kennari og dr. Kvisíinn Ouðmundsson. Geysir söng og Hekla spilaði. Út- varpið vandaði miög til dagskrárinnar þennan dag, svo það hefir ekki betur gert áður. • Oeysir syngur í Samkomuhásinu í kvöld. »Húrra-krakki< verður leikinn ann- áð k öld og á Mánudagskvðldið, fyrir niðursett verð bæði kvöldin. »Súðinni« hefir verið lagt upp og flestir skipverjar afskráðir. Á eftir næsta fundi st. *B ynju« rir. 99, verður haldin innbyrðis skemf- un í stiikunni, til að safna fé til að gleðja veika og fátæka um jólin. — Vandað verðtir til skemtunarinnar, og stúkufélagar fá leyfi til að bjóða með sér gestum. Esja lagði af stað f<á Reykjavík í gærkvöldí, í strandferð. Ki. 8 í kvöld verður útvarpað þætti úr Fjalla-Eyvindi. Leikarar eru Soffia Guðlaugsdóttir, Gestur Pálsson og Brynjólfur Jóhannesson. Steriinngspundið hrapar o^ islenska krórian með. í gær var pundið skráð f Lundúhum á'3,327» dollar. Pund- ið fór enn lengra niður mi i vikunni. Dáin er á Kristneshæli frú Eva Magnúsdóttir, kona Brynjólfs Jóhann- essonar veiðiformanns; myndar kona á alla grein, 32 ára að aldri. Kaupið og útbreiðið og fáið aðra tii að kaupa hann.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.