Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 12.12.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 12.12.1931, Side 1
AVureyri, Laugardaginn 12 Des. 1931. 76. tbl. I. árg. Á að leggja Síldar- einkasðluna nlður ? [Grein þessi var rituð til birtingar í einu Reykjavíkurblaðinu áður en kunnugt várð urn frammistöðu ríkis- §tjórnarinnar gagnvart einkasölunni, -en er birt hér sem inngangur að framhaldsumræðum um þetta mál.] Andstæðingar hinnar skipulags- bundnu verslunar hafa fengið óvænt- an byr í seglin með þeim fréttum, sem dreift hefir verið út um Síldar- einkasölu íslands, í sambandi við einkasölufundinn. Bráðabyrgðarskýrsla um ástæður einkasölunnar, sem birt hefir verið, ber það með sér, að hún á rúman helming af þeirri síld, sem verkuð var til útflutnings síðastliðið sumar, óseldan enn. Skuldir einkasölunnar, vegna þessara óseldu birgða, eru eðlilega miklar og meiri en svo, að lfkur séu til að nægilega mikið selj- ist af birgðunum, til þess, að greiða allar skuldirnar. Þessi halli, sem gera má ráð fyrir á rekstri einkasölunnar í ár, er það sem hefir gert dáendur hinn- ar frjálsu samkeppni ali háværa um ástand hennar. Það lítur út fyrir, að þessir menn séu búnir að gleyma þeim tugum miljóna, sem bankarnir hafa tapað á fiskisölu og þorskveiðum undanfar- inna ára. Það er líka svipaðast því, að þessir menn álíti að einhver á- gætis útkoma muni verða á þorsk- útveginum i ár, og sölu fiskjarins í höndum hinnar frjálsu samkepni. Flestir hygnari menn, munu líta öðrum augum á útkomu ársins, það er íytur að afkomu þorskveiðanna og sölu fiskjarins, en að þar muni verða glæsileg útkoma. Hróp niðurrifsmannanna um afnám Síldaieinkasölunnar geta þeir ekki bygt á því, að nokkur vissa sé fyrir að ástandið, hvað þorsk-útveginn snertir, sé eða verði nokkuð betra, ef það verður þá ekki stórum verra á þessu ári, en ástandið í einkasöl- unni. Þess mun enginn ganga dulinn, sem þekkingu hefir í þessum efnum, að bankarnir munu tapa þar stórfé, enda þegar byrjað að auglýsa þrota- búin úr þorskútgerðinni frá þessu ári. Síldareinkasala íslands hefir að undanförnu haft til sölumeðíerðar allmikinn hluta af veiði 160 — 180 skipa, en þó eru litlar líkur til þess, að hún verði hálídrættingur í tapi, eftir fjögra ára starfa, við Stefán Th., Copland og fleiri sem notið hafa fulls trausts þeirra manna, sem nú gala hæðst út af áætluðum halla á rekstri einkasölunnar, Þá má einnig benda á, að þó mikið kæmi til með að þurfa að greiða í halla á rekstri Síldareinka- sölunnar, þá er síldarútvegurinn margsinnis búinn að greiða þá upp- hæð í ríkissjóðinn, fram yfir pað sem aðrar sjávarafurðir hafa grcitt, veldur því hið geysiháa útflutnings- gjald á síldinni, sem er þreíalt eða fjórfalt hærra en á öðrum sjávaraf- urðum. Enn eru og engar líkur til þess að halli á rekstri Sildareinkasölunn- ar verði meiri en svo, að nemi á- líka upiphæð, og varið er árlega úr ríkissjóði til landbúnaðarins, og er sá styrkur þó ekki talinn sönnun þess, að leggja eigi niður allan bú- skap í landinu. Hér er þvi ekki um þá upphæð að ræða, sem geti gefið þeim flokki manna ástæðu til hávaða um tap einkasölunnar, sem á undanförnum árum hefir bakað þjóðinni tugi miijóná skaða gegnum bankatöpin, eða þurfi að gjöra bændastjórnina undrandi, þegar litið er á þann árlgga rikisstyrk, sem landbúnaðurinn nýtur. Þegar litið er yfir störf Síldar- einkasölu íslands undanfarin ár, dylst það ekki, að beinn og óbeinn liagur þjóðarinnar af skipulagi einkasölunnar, cr stórkostlegur. þ’eir útlendingar, sem áður en einkasalan var sett, höfðu. hér að- setur og athvarí, hafa algerlega horfið júr landi. Svíarnir, sem áður réðu TCrði síldarinnar með þvi að hafa allt vald á tunnum og salti, er til útgerðarinnar þurfti, miðuðu vcrö á twnm slldar i salt v'ið þaö vcrð, sem sildarverksmiðjurnar greiddu J'yrir mál tit brœðslu. Greiddu síldarverksmiðjurnar t. d. 10 kr. fyrir mál í bræðslu, greiddu Svíarnir líka 10 kr. fyrir tunnu síld- ar til söltunar. Strax eftir að Síldareinkasalan tók til starfa, brevttist þetta til stórra rnuna, síldareigendum til hagsbóta. Fyrsta ár Síldareinkasölunnar revnd- ist verð fersksíldarinnar rúmar 12 , krómir til söltunar. íkið ár varð bræðslusildarverðið 8 kr. fyrir mál- ið eðu rúmiim 50% lœgra cn verö Jersksildarinnar i salt. f>e gar tekið er meðalverð fersk- síldarinnar þau fjögur ár, sem einka- salan hefir starfað, eins og það hefir orðið með verði því, sem hún hefir útvegað síldareigendum, kemui í 1 jós að það er allt að helmingi hœrra en verðið, sem síldarverk- smiðjurnar hafa greitt fyrir mál í bræðslu. — Meðal verð einkasölunnar hefir verið kr. 9.00, þótt síðasta ár sé tekið með. Meðal verð síldarverksmiðjanna

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.