Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 30.12.1931, Side 1

Alþýðumaðurinn - 30.12.1931, Side 1
Að liðnu ári. í- byrjun þessa árs hóf Alþýðu- maðurinn göngu sína. Fyrsta tölu- blaðið kom öt 10. Janúar s.l. Það þykir því vel við eiga að segja nokkuð frá hvernig gengið hefir þennan fyrsta áfanga og hvernig störfum verður hagað í framtíð- inni. — Þegar kommúnistarnir náðu yfir- ráðum yfir Verkamanninum um s.l. áramót, sáu Alþýðuflokksmenn hér í bænum að ekki dygði að flokk- urinn hefði hér ekki málgagn. — Eftir öðrum aðförum kommúnist- anna að dæma, var vitanlegt að þeir myndu nota »Verkam.« ein- göngu til að rægja og svívirða Al- þýðuflokkinn og veikja þannig sam- takaheild alþýðunnar gegn auðvald- inu. Petta hefir líka reynst svo, því blaðið hefir ekkert annað gert þetta ár en að reyna að sundra alþýði’samtökunurn Alþýðumanns- ins .hefir því verið full þörf, og má honum að miklu leyti þakka það, að ódrengskaparbragð kommúnist- anna hepnaðist þeim ekki. Alþýðr- n. var þegar í upphafi tekið hið besta af almenningi. — Kommúnistarnu ölluðu hann •einkablað Erh;n ■ F iðjónssonarc eða »blað þeina ,c ssona<, er átti að sýna að hér væri ekki olað á ferðinni, sem væri eða myndi verða blað almennings. Reynslan er nú þegar búin að fella dóm í þessu máli. Og hann er á þá leið, að nú í árslokin hefir Alþýðum. eins marga kaupendur hér í bæn- um og »Verkam.« hefir flesta haft, Og út um land hefir salan genjgið ágætlega, þrátt fyrir það að blaðið hóf göngu sína í eins slæmu ár- ferði og verið hefir og er. Alþýðum. er því þegar orðinn blað norð- lenskrar alþýðu og verður það áfram. — Þegar á allar ástæður íslensks verkalýðs er litið nú um þessi ára- mót, sést það best hvort honum er ekki full þörf á að eiga málgagn á öllum aðal baráttustöðvunum. — Alþýðumannsins bíða því næg verk- efni í náinni framtíð, og hann mun framvegis vinna að því að sameina verkalýðinn undir merkjum Alþýðu- flokksins, eins og hann hefir gert þetta fyrsta ár sitt — og hlíía í engu flugumönnum auðvaldsins, hvort sem þeir koma fram í gerfi kommúnista eða annara óvina verka- lýðsins. — Sá tími er nú framundan, sem krefst þess að íslenskur verka- lýður gangi fram í baráttunni — með gœtni og festu. — Alþýðum. vill styðja þann baráttuflokk að verki, eftir því sem hann nær til. Og hann vonast eftir að hafa á- stæður til að ynna það verk af hendi í framtíðinni, án alls afsláttar, en með fullri gætni þó- Næsta ár mun útgáfu blaðsins verða háttað líkt og þetta ár, og vænta útgefendur þess að geta staðið eins vel við loforð sín og þetta ár,#hvað útgáfuna snertir. — í byrjun var ekki lofað nema 50 blöðum á þessu ári. Nú eru þau orðin yfir 80. Þakkar Alþýðum. svo öllum góð- an stuðning og velvild á þessu ári, og í krafti þess að næsta ár megi verða enn sigursælla og auðnu- ríkara fyrir ísíenska alþýðu, óskar hann öllum lesendum sínum nær og fjær, góðs komandi árs. NÝJA BIO Miðvikudagskv. kl. 9. Á tinduin Mont Blanc. Þýsk tal- og hliómmynd í 10 þ^ttum. Aðalhlutverkin leika; Leni Riefenstein. Sepp Rest. Ernst Udet. •Myndin gerist á hæstu tind- iirn Alpafjalla. Er með af- 'brigðum fögur og vel leikin. Fylgjast með. Hér í blaðinu hefir verið skýrt frá því, að bæði Finnar og Banda- ríkjamenn hafa gert aðsóg aö áfeng- isbannlögunum hjá sér og ætla aö nota kreppuna til að leggja þau aö velli. íslenskir andbanningar vilja fljóta með eins og hrossataðskögl- arnir, og í haust sendu þeir »Magn- ús í Storminum* út um land til aö prédika fyrir työnum. Ekki hefir frést urn ríkulega uppskeru af sæöi Magnúsar, en Stúdentafélag Reykja- víkur virðist hafa fengið nægan kraft, bæði að austan og vestan, til aö losna við það fóstur, sem það hefir gengið með í mörg ár, og þaö er áskorun til Alþingis um að af- nema bannlögin íslensku. Var fæð- ingin ströng og stóö yfir í tvo daga,

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.