Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 30.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 30.12.1931, Blaðsíða 2
2 ALt’ÝÐUMAÐDRINN en gekk að síðustu fyrir sér fyrir atbeina Guðm., Jlannes.sonar próf., sem flutti tillöguna. Ekki eru ástæð- ur fyrir þessari tillögu tilgreindar, en h'klegust er sú, að þeir sem .vilja fá sterku drykkina inn í landið, kunni betur við að verða vitlausir, og sjálfum sér og þjóðinni til skammar, af völdum sterkra drykkja, en veikra. — Aðra þýðingu virð- ist þetta ekki hafa. Til þess að koma þessu nauð- synja máli í framkvæmd samþykti félagið að leita samvinnu um þetta hjá öðrum félögum i borginni. — Verður fróðlegt aö sjá hjá hvaða félögum tillaga þessi fær áheyrn. Ekki þarf að efa að mikil bót á að vera að þessu, séð frá sjónar- hóli félagsins, en þó virðist sem það hafi háft hugboð um að citthvað ilt myndi nú af þessu leiða, því fé- lagið skoraði j'afnframt á rikisstjórn- ina aö taka algerlega fyrir vhr bruggun í landinu og alla vvn- smyglun til landswsl!! Enníremur að styrkja frjálsa bindindisstarfsemi í landinu með ríflegum styrk af al- mannfPíé. En þegar borin var fram tiflaga um það í félaginu, að það beitti sér fyrir bindindisstarfsemi, innan félags og utan, var sú tillaga strádrepin, svo auðséð er nú hver hugur fyfgir máli í bindindislofinu. Það hefir fyrir löngu vakið eftir- tekt athugulla manna, hvaö Stúdenta- félag Rvíkur er and'aust og ófundvíst á alt það, er þjóðinni mætti að gagni verða. Þessi tillaga er ágætt sýnishorn af þeim andlega gorkúlu- gróðri, er einn nær þroska með félaginu. „0fugmæli”. Verkam. hefir undanfarið flutt vandræðadellu, eftir Steingrím Aðal- steinsson í Lynghoiti(?), sem hann nefnir »Öfugmæli Alþýðumannsins*. Grein þessi er ekki svara verö, en það kátlegasta við hana er að hún er full af öfugmælum Eitt þessara öfugmæla skal athugað hér. í grein- inni stendur: »Hinsvegar þola kom- múnistar að vera í minni hluta, þvf hagur íjöldans er þeirra áhugamál, en ekki völd nokkurra einstaklinga*. Hann er brjóstheill, þessi rithöf- undur Verkamannsins, að bjóða fs- lenskum verkalýð aðra eins höfuð- lýgi og þetta, á sama ári og Kom- múnistaflokkur íslands er stofnaður, aöeins fyrir þaö eitt að tveir valda- sjúkir kommúnistar, þeir Einar 01- geirsson og Brynjólfur Bjarnason, komust ekki i stjórn Alþýðuflokks- ins. — Og hagur >fjöldans« á að vera á- hugamál kommúnistanna! Verkin sýna merkin. Alstaðar þar sem kommúnistar ráða, eru verklýðsfélögin í andarslitr- unum. »Ósk« á Siglufirði, »Eining« á Akureyri, verkamannafélagið í Glerárþorpi, Sjómannafélag Norður- lands, Jafnaðarmannafélag Akureyr- ar; öll búin að drepa af sér hinn sanna verkalýð, og eru að heiglast upp sem von er. Verklýðssamband Norðurlands hefir ekki einu sinni gengið frá fundargerð sinni frá s. 1. vetri, hvað þá birt hana í félögun- um eða gert nokkurn hlut til að sýna að það sé lifandi. Það er svo sem enginn smáræö- is áhugi fyrir »hag fjöldans«, sem birtist í þessu. Nei, úthalds- og þrekleysi íslenskra kommúnista er svo áberandi, að verkalýðurinn verður ekki blektur til fylgis við þá. f*eir þykjast geta frætt verkalýðinn, en hafa ekki út- hald til að ynna þetta eina gagnlega starf af höndum í verklýðsfélögun- um, ef þeir væru menn til. fó vita það allir, sem við verklýðsmál fást. að fræðsla er það fyrst og fremst sem verður að vera undirstaðan undir framtíðarstörfum verklýðshreif- ingarinnar. Að þessu starfi geta kommúnistarnir ekki snúið sér. — Valdasýki þeirra er svo mögnuð, að alt verður að víkja fyrir þvi eina, að þcir verði ofan á. . Og í gremju sinni yfir valdaleys- inu f stærstu verklýðsfélögunum, halda þeir uppi látlausum rógi og sprengingartilraunum innan verk- lýöshreifingarinnar, þótt »fjöldinn« líði við það, að þvi leyti sem þetta óþrifastarf kommúnistanna heíir á- hrif. — Til sjómanna. Sjómannafélag Vestmahnaeyja hef^ ir sent út ávarp til fslenskra sjó- manna og verkamanna, Sem hugsa sér að leita til Vestmannaeyja í at- vmnuleit á komandi vertíð, um aö ráða sig ekki nema í samráði viö félagið, og ekki neðan við kauptaxta þess. Telur félagið að sæmileg kjör muni ekki nást nema með öflugri samvinnu milli Vestmannaeyinga og aðkomumanna. Ættu sjómenn aö verða við þessari áskorun og ganga ekki fram hjá félaginu, er þeir ráða sig til Eyja í vetur. Spárnar rætast. í grein, sem Pétur A Ólafsson rit- ar í síðasta íslending um niöurlagn- ingu Síldareinkasölunnar, getur hann þess, að dagana sem aðalfundurinn stóð yfir í Reykjavík hefði Síldar- einkasalan haft á hendinni áhveðiö tilboð frá ábyggilegum kaupanda í allar síldarbirgðirnar, sem óseldar voru f llamborg þá. Var tilboðið svo aðgengilegt, að Síldareinkasalan samþykti það. En þegar fréttirnar um gauraganginn í Reykjavík og væntanlega niðurlagningu einkasöl- unnar barst út, kipti kaupandinn þegar að sér hendinni; hefir auðsjá- anlega hugsað sér að fá birgðirnar fyrir mikið lægra verð hjá skila- neíndinni — og fær það sjálfsagt. Einnig var sala á annari síld í að- sigi, en sem alt fór í hund og kött, þegar einkasalan var lögð niður. Sýnir þetta að ekki muni standa á því að þær spár »Alþm.< rætist, að verðhrunið á sildarbirgðum lands manna muni veröa all tilfinnanlegt, vegna gerræðis ríkisstjórnarinnar í einkasölumálinu. Nýlega eru dánar Ingibjörg Niku- lásdóttir, sem lengi var hjúkrunar- kona hjá hjúkrunarfélaginu »Hlíf« hér í bænum, og Marselína Helga- dóttir hýsfreyja að Garshorni í Köldu- kinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.