Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.01.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.01.1933, Blaðsíða 1
/ YÐUMAÐD III. árg. | Akureyri, Þriðjudaginn 3. Janúar, 1933. 1. íbl. Til lesenda. Þegar Alþýðumaðurinn hóf göngu sína fyrir tveimur árum, var þess getið í fyrsta blaði hans, að blaðið myndi koma út einu sinni í viku, 4 Þriðjudögum, og aukablöð, ef á- stæða virtist til. Nú fór það svo, að fyrsta árið komu út, auk Þriðjudags-biaðanna, um 30 aukablöð, og annað árið, síðastliðið ár, hefir komið út af blaðinu næsíum reglulega tvö blöð í víku. Samhliða því, sem auglýs- ingar hafa minkað í blaðinu mikt'ð á síðasta ári, vegna innflutnings- hafta þeirra, sem gilt hafa, og að kaupfélög og kaupmenn hafa þar af leiðandi minni ástæðu haft til þess að auglýsa vöru sína, hefir meira rúm verið fyrir ritgerðir í blaðinu, fréttir og annað, sem les- endur kaupa blöðin fyrir. Útgefend- ur Alþýðumannsins hafa því gjört meira en að standa við þau loforð, sem gefin voru í fyrstu um útgáfu blaðsins, og kann ég þeim, sem ábyrgðarmaður blaðsins, þakkir fyr- ir, og þykist ég vita að lesendur taki undir þær þakkir. Nó hafa útgefendur ákveðið, að Jyrst um sinn komi blaðið út einu sinni f viku, á Þriðjudögum, eins og fyrsta árið, og aukablöð, þegar ástæða virðist til. Aukist auglýsing- ar í blaðinu, svo annað lesrúm þess minki þess vegna, verður kaupend- um bætt það upp með aukablöð- um. — Þakka ég svo lesendum fyrir hönd blaðsins mjög góðar undirtektir á liðnum tvejrn síðustu árum, um leið og blaðið hefur göngu sína á þriðja órj þess. — Erlingur Friðjónsson. Þegar >Alþýðumaðurinn« hóf göngu sína fyrir tveimur árum síð- an, höfðu kommúnistar þá nýverið myndað félagsskap sín á milli, sem þeir nefndu >Kommúnistaflokk fs- Iands«. Tilgangur þeirra með þess- ari félagsstofnun var sá, að beita þeim samtökum sínum á móti sam- tökum verklýðsfélaganna á íslandi, Alþýðusambandinu. Þeir hafa einn- ig rækt þessa starfsemi sína með mestu kostgæfni þessi tvö ár, sem Kommúnistaflokkurinn hefir lifað, bæði með því að gefa út blðð í Reykjavík og Akureyri, sem halda uppi látlausu níði um Alþýðuflokk- inn og þá menn, sem mest og best hafa unnið verkalýðnum gagn í verklýðsféíögunum, og á þann hátt að gera fundi verklýðsfélag- anna að fundum þar sem ólæti og annar bjánaháttur er hafður í frammi, til þess að fæla með því hugsandi menn frá fundunum, svo kommúnistum iánist að hafa þar yfirhöndina. Menn hafa veiið f vafa um það hvort það sé beinn tilgangur kommúnistanna að drepa verklýðsfélögin með þessu fram- ferði sínu á fundum félaganna og í blöðum þeirrs, en. ,hvort sem heldur er, verður sama niðuistaðan af starfi þeirra, — veik samtök mefifi verkalýðsins, eða hreinn dai;ði félaga þeirra, sem kommún- tst*Htir bafa öll völdin í. NYjA BIO m Miðvikudagskvöld kl. 9 Ástareyjan Söngmynd í 10 þáttum. Aðal- hlutverktð leikur og syngur hinn heimsfrægi óperu- söngvari • Lawrence Tibbet. Þessi gullfallega og hrífandi mynd hefir hlotið einróma Jof fyrir listræni, enda er með- ferð aðaihlutverkanna í henni snildarlég og umhverfi fag- urt og skáldlegt. FUIDUR verður haldinn í Jafnaðarmannafél. »Akur< Fimtudaginn 5. þ. m. i A1- þýðuhúsinu, Sírandgötu 7, kl. '8 síðdegis. DAQSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Hlutverk jafnaðarmannafélaga 3. Önnur mál. 4. Upplestur. Akureyri 3. Jan. 1Q33. Féiagsstjórain. Á tveiraur síðustu árum hafa kommúnistarnir náð stjórn á 10 félögum hér norðanlands, og eru 6 þessara félaga algerlega dauð. Dauðu félögin eru þessi: 1. Sjómannafélag Norðurlands Ak. 2. Samvinnufél. sjómanna, Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.