Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.01.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.01.1933, Blaðsíða 2
J 3. Jafnaðarmannafél. Akureyrar, Ak. 4. Sjómannafél. Siglufjarðar, Sigluf. 5. Verkakvennafél. Ósk. Siglufirði. 6. Jafnaðarmannafélag á Slglufirði. Tvö hálf-dauð félög á Húsavík’ Verkakvennafélagið *Eining< á Ak- ureyii, sem fækkað hefir í um 60 konur á síðasta ári og nálega engin verkakona er lengur í, og Verka- mannafélag Akureyrar, sem nú er hætt að boða fundi, nema með þeirri leynd, að almenningur verði þeirra ekki var, og með nokkurra klukkutíma fyrirvara, svo vissa sé fyrir að þangað komi ekki aðrir en þeir, sem kommúnistarnir smala. Pað er því ekki að undra, þó út frá kommúnistunum berist þær fréttir nú um þessar mundir, að úr Verkamannafélaginu muni bráðlega ganga um 150 manns. Verkamenn irnir fara ekkert leynt með það í eyru kommúnisíanna eða annara, að það ógæfulið, sem búið er að drepa þrjú félög verkaiýðsins hér á Akureyri á tveimur síðustu árum með óstjórn og ráðleysi sínu, sé ekki fært um að leiða á farsælan hátt málefni verkamannanna á Ak- ureyri, og það verður ekki vart við neina hrygð á svip kommúnistanna yfir hinum danðu félögum, eða hnignun þeirra félaga, sem ennþá hjara í höndum þeirra. Væri þeim velferð verklýðsfélaganna áhugamál, myndu þeir haga sér á allt annan veg en þeir gera. Þeir myndu hætta því að gera fundi félaganna að fundum hugs- unarlausra ólátamanna, þar sem gætnari menn vgrklýðsfélagauna hafa óbeit á að koma- Þeir myndu hætta því að eyði- Jeggja vetrarvinnu fjölda verka- manna, eins og þeir hafa gert í tunnumáliuu. Þeir myndu þá ekki halda fundi eingöngu um mál, sem ekkert snerta verkalýðinn, eða samþykkja að kasta því fé, sem verkamennirnir greiða af litlum tekjum sínum til félagsins, í blöð kommúnistanna eins og hugmyndin var að koma í gegn á síðasta fundi í Verkamannafélaginu, með því að láta félagið greiða skatt til Verklýðssambands Norður- lands, sem 5 af dauðu félögunum ALPÝÐUMAÐURINN væru í, og Verklýðssambandið gat ekki látið lifa, auk heldur að það hafi nokkuð annað gagn gert fyrir félögin hér norðanlands. Þeir myndu yfirleitt reyna að haga sér eins og menn, ef þeim væri ekki mest áhugamál að verk- lýðsfélögin lognuðust út af. Á rústum jáfnaðarmannafélaganna á Siglufirði og Akureyri, sem kom- múnistarnir drápu, hafa risið upp iafnaðarmannafélög Alþýðuflokks- manna Siglufjarðarfélíígið fjórfalt mannfleira en það sem fyrir var og Akureyrarfélagið álíka mannmargt orðið nú þegar eftir 8 mánuði, eins og jafnaðarmannafélag Einars Ol- -'geirssonar, þegar það var í mestum blóma. — Verkamenn og verkakonur! Þegar þið rennið huganum yfir starf ykk- ar í verklýðsfélögunum hér, meðan þið réðuð starfi Verkamannafélags- ins og Verkakvennafélagsins, og berið þau saman við störf komm- únistanna, sem skilja eftir alt í rúst- um að baki sér, þá verður ykkar að sjálfsögðu Ijóst, að framundan liggja ný verkefni, nýtt viðreisnarstarf, bygt á öðrum grundvelli en þeim, sem kommúnistarnir byggja á sinn félagsskap, sem ekki getur lifað. Sjómenn á Akureyri og Siglufirði, sem að sjálfsögðu verðið að byggja upp ykkar félagsskap að nýju, — munduð þið fela kommúnistunum forsstu ykkar mála aftur, eftir þá reynslu sem fengin er af stjórn þeirra á félögum ykka'r, sem nú eru hrunin í rústir? Slíks þarf í raun réttri ekki að spyrja. Reynslan hefir þegar skorið úr því. Engum ykkar myndi detta í hug að fela þeim ykkar málefni aftur. Eitt af viðfangseinum spekinga er- lendis er að rannsaka hvaða samband sé á miill vaxandi vinnuhraða og há- vaða af störfum og umferð og vax- andi taugaveiklunar fólks. Vilja margir líta svo á, að hávaðinn einkum í stór- borgunum hafi veiklandi áhrif á fólk- iö. Þá halda og margir þeir, er hafa ytir starfsfólki að segja, því fram aö allskonar bávaði, t. d. í verksmiðjum, rugli störf fólksins og lami það, og það sé óbrigðul reynsla, að störf, unnin í kyrð, komi að mestu gagni og slíti fólklnu minst. Rabb. Góð er blessuð tíðin, en gangur himintunglanna óheppilegur í tilliti til atvinnubótavinnunnar við upp- fyllinguna sunnan við Strandgötuna. Ég er sem sé einn af þeim, sem á að fá vinnu þar í 40 stundir, en flóð og fjara taka ekkert tillit trl mín eða annara, sem eru í vinnu- þörf og gera framkvæmd vinnunn- ar ómögulega um tíma. Ég hefi því ekkert að gera, og til að hafa ofan af fyrir mér — drepa leiðind- in — fer ég að skrifa. — En um hvað? — Nóg er skrifað, en minnst um þarlleg má! eins og t d. húsabygg- ingar, húsaleigu og góðgerðarfélög þau, sem nú eru að láta slá sam- an kassa, sem eiga að heita hús og á að selia, en ekki gefa — hefi ég heyrt. Máske verður hægt að búa á efri hæð »kassanna«, en neðri háeðirnar virðast best fallnar til að ístúdera* þar »Landa‘-fræði og atvinnurekstur í sambandi við það. Flestir leigjendur kvarta þó yfir því að þeim þyki húsaleigan há, enda gleypir hún hálfar tekjur verkamannanna, eða allar — og vel það. — Ég er er hlessa á að aðrir eins vildarvinir öreiganna og kommún- istarnir hérna eru — eða segjast vera—skuli ekki »samfy!kja« gegn húsaleiguokrinu. Eða sfafar það af því að forsprakkar þeirra eiga flestallir hús þykir go*t að okra á öreigunum eins og íhaldsmönn- unum? Lækkun húsaleigunnar er aðalatriðið nú sem stendur. Haldi sama okrið áfram og verið hefir, hljóta húsin að tæmast á næstunni, Fólkið hvorki vill né getur látið flá sig lengur. Líka er nú orðið svo ódýrt að byggja, að verkamenn geta byggt yfir sig fyrir eins til tveggja ára húsaleigu, ef þeir mega byggjaeftir vild og þörfum og eins lítil hús og þeir þurfa, sem nú virðist vera orðið leyfilegt — samanber »kass- ana«. — Það er þó gott til að vita að kaupmannastéttin, sú samanfléttaðz

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.