Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.01.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.01.1933, Blaðsíða 2
a | B. S. A. — Sími 9. stað reyndu þeir að kljúfa samtök sjómanna með því að gefa út taxta, sem afnam hlutaskifti, en tók upp fast kaup f staðinn. Nú er það svo að sjómenn vilja yfirleitt hafa hluta- skifti. í sæmilegum árum gefa þau meiri tekjur en fast kaup, og nú þegar atvinnuleysið er eins magnað í landinu og nú er, og ómögulegt að yarna því að tveir og þrír séu um hvert skipsrúm í Eyjum, var auðsýnilegi, að uppástunga komm- únistanna um starfsháttabreytingu, var einungis gerð til að reyna að slá öll vopn úr hendi sjómanna. Kauptaxti kommúnistanna fékk því engan byr meðal sjómanna, hvorki í Eyjum, né utan þeirra. En þetta brölt kommúnistanna, og þá fyrst og fremst það, að flæma sjómanna- félagið út úr Alþýðusambandinu, varð til þess að eggja fiskkaupend- ur til að lækka verð á fiskinum, þó fiskverð sé nú hærra erlendis en í fyrra, og ekkert útlit fyrir að það lækki. Síðasta frélt úr Eyjum segir að þangað sé kominn meiri mannfjöldi en nokkru sinni fyr, og tveir og þrír séu um hvert skipsrúm. Hafi kommúnistar verið manna dugleg- astir undir niðri að lokka fólk þang- að, þó þeir láti blöð sín vara fólk við að fara þangað. Hreinlindið og drenglundin er altaf sú sama á því búinu. SfeitarfDndurinn á Sauðárkrðki. I 52. tbl. »Verkamannsins< tekur einkver óþekktur (táknaður með striki í stað undirskriftar) sér fyrir hendur í svokölluðu Verkamanna- bréfi að segja frá almennum sveit- arfundi á Sauðárkróki, er boðaður var af híéppsnefnd og haldinn 21. Nóv. s. I. Pó undirritaður láti sig yfirleitt ekki miklu skifta, hvað birtist í blaði þessu nú orðið, þá er þetta litla skrif svo þrungið af villandi mis- hermum og rangfærslum um menn og málefni, að hann getur eigi með ALPTÐUliAÐtiRlHN öllu orða bundist til andmæla. — Reyndar er ekki ástæða til að eyða miklu púðri á þennan myrkra-pésa, sem lifir og hrærist í sínu »e!e- menti* og reynir þaðan að krukka f saklausa menn og spilla. góðu málefni. Skulu þvf andsvör svo stutt sem verða má. í fyrstu lagi skal á það bent, að eftir því sem ég undirritaður þekki sauðkrækska verkamenn í tvo til þrjá síðustu áratugina, verð ég að telja meir en vafasamt að þeim sé minnsta þægð né þökk yfirleitt í slíku skrifi sem þessu, hvað snertir bersýnilegan tilgang þess og anda, svo og titilinn. Pá eru mishermin. Bréfritarinn skrifar um framkomið tilboð. Ekkert tilboð hafði framkomið frá neinu söltunarfélagi, þektu eða óþektu. Hitt var heldur, að umleitun hafði borist frá vissum manni, er hrepps-, nefnd fanst ástæða til að taka al- varlega, um tilboð frá hreppsnefnd: með hvaða kjörum fengist bryggja, söltunarsvæði og geymslu, ef um tiltekið mikið salt-síldarmagn væri að ræða. — Pá er og rangt hermt, að Eggert Jónsson hafi, með samn- ingi við hreppsnefnd, bryggjuna á leigu fyrir kr. 1875,00 árl. — Það er aðeins breikkun bryggjunnar (»planið«), sem sú leiga gildir fyrir. Einnig er rangt að öll bryggjan sé leigð E. J. Pað er aðeins áður- nefnd breikkun. En hann hefir nauðsynlegan afnotarétt aðalbryggju um síldveiðitímann, að því leyti sem það ekki hindrar afgreiðslu áætlunar- skipa, annara vöruskipa eða heima- báta (þ. e. báta og vélbáta, er reka héðan atvinnu). Enda greiði E. J. yfirleitt bryggjugjöld samkv. bryggju- reglugerð með litlum ívilnunum. — Villandi mjög er og að segja, að E. J. hat'i »afn,'tarétt af öllum viðauk- um við bryggjuna um sama árabilo. Það eru, eftir samningi, vissar tak- markanir fyrir afnotarétti hans af hugsanlegum viðaukum. — Aðeins hefir hann svo forgangsleigurétt að sumum þeirra innan slíkra takmarka, bjóði enginn hærra. Pá er alrangt, að hreppsnefnd »færi alls ekki fram á það< við Eggert, að hann gæfi tryggingu um rekstur, eða hversu mikili hann skyldi árlega. — Pykist hið dularfulla stryk þarna hafa þá höfuðsök á hreppsnefnd, er hún ekki rísi undir'; slíkt ábyrgðarleysi sé dæmalaust — líklega í veraldar- sögunni, eða þá a. m. k. síðan hreppsnefndir urðu til. En nú fór hreppsnefnd einmitt fram á þetta! Hitt var annað mál, að E. J. ekki treystist til að gefa neinar þær trygg- ingar, er nefndin þá taldi nokkurs virði, fram yfir það er lá í eðli málsins, að þar sem maðurinn þurfti að svara til beinna útgjalda vegna samnings, minst fullum 2000 kr. ár lega, þurfi hann að nota atvinnu- tækið, en ekki láta það ónotað. En sé ekki greitt skilvíslega, er samningur uppsegjanlegur. Pó svo rísi mál úí af siíkri uppsögn, gat tæplega þessvegna tapast meir en eitt ár. Og hvers virði var það eftir ástæðum? Þó engar væru beinar tryggingar, og þó ekki hetði verið fram á þær farið — hverju var að tapa? Átti vegna þess að ganga tafarlaust frá að gera samn- ing við eina einasta manninn, sem fáanlegur hafði þó loks reynst til að gera tilraun til sildarsöltunar hér á þessum stað. Á stað, sem eng- inn hafði enn viljað líta við, þrátt fyrir að síldarskip í tugatali jysu upp síld hér á firðinum á hverju sumri og flyttu burtu. Þrátt fyrir að einnig fjöldi manna héðan höfðu margt ár, í síldarvinnu á öðrum stöðum, átt kost á að »agitera« við »síldarkongana«, Jafnvel ekki einn einasti af öllum þessum ó- þreytandi, sjálfsfórnandi, kommún- istisku verkamannaleiðtogum hafði tekist að hræra neinn »konganna« né sjálfir vogað að leggja í að gera tilraun á slíkum stað. Nærri má geta hvort slíkir hafi ekki verið búnir að gera eitt og annað — já alt er unt varl! En svona var nú samt ástandið. Og nú kom tæki- færið fyrsta og eina. Og það var hreppsnefnd, er átti kost á því, og hafði reyndar að miklu skapað það. Átti hún að glata þvf jafnskjótt og gafst? Var ekki sæmra og skyn- samlegra að nota það, þótt ekki fengist alt f einu; þótt hún þyrfti að veita einhver hlunnindi þeim, er

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.